<$BlogRSDUrl$>

28. október 2017

Merkilegur fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir hádegi í dag en það er ekki oft núorðið sem ég upplifi það að ver eina konan í hópi kallanna. Í dag skipuðust mál þannig að af fjórum konum í stjórn voru þrjár forfallaðar og varamenn þeirra þar eð kallar (vantaði reyndar einn) það gerði að verkum að á fundinum í dag voru 8 karlar og ein kona, sú sem þetta ritar. Sem betur fer voru Inga Rún og Anna Guðrún, starfsmenn Sambandsins á fundinum - það gerði þetta ekki alveg jafn hallærislegt.

26. október 2017

Það var fróðlegt að sjá eina glæruna sem Róbert Ragnarsson kynnti á aðlfundi Bergrisans í gær en þar fjallar hann um framlög til ýmissa fyrirtækja í velferðarþjónustu og hvernig þau framlög hafa hækkað á milli áranna 2010 og 2015. Þar hnaut ég um þá staðreynd að framlög til þessara fyrirtækja hafa hækkað á bilinu 13% til 30%. Þetta eru fyrirtæki eins og Skálatún, SÁÁ, Sjálfsbjörg og fleiri. Þarna stakk það hreinlega í augu að framlög til Reykjalundar hafa hækkað um 23% á þessu árabili en á sama tíma hafa framlög til Heilsustofnunar hér í Hveragerði hækkað um 13%. Maður hlýtur að spyrja sig hvað í veröldinni réttlæti þennan mismun ! Ef að framlögin til HNLFÍ hefðu hækkað um það sama og til Reykjalundar hefði framlagið verið 55 mkr hærra á árinu 2015 en raun varð á. Það munar nú um minna!

25. október 2017

Við Helga, skrifstofustjóri, mættum um hálf átta í vinnuna og byrjuðum strax að vinna í fjárhagsáætlun. Með litlum pásum héldum við áfram til hádegis og vorum bara satt að segja ansi öflugar.

Eftir hádegi á Selfossi var fyrst fundur í stjórn Bergrisans sem er byggðasamlag allra sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks. Reyndar eru Vestmannaeyjar og Höfn með reksturinn í sínum höndum svo það er nú kannski full vel í lagt að tala um þetta sem verkefni allra sveitarfélaganna á svæðinu. En eftir klukkustundarfund stjórnarinnar hófst ársfundur Bergrisans og þá voru mættir fulltrúar frá öllum aðildarsveitarfélögunum til að kynna sér starfsemina og fjalla um áætlanir næsta árs og þar á meðal fjárhagsáætlun.

Aðalefni fundarins var nú samt kynning Róberts Ragnarsssonar á úttekt sem hann er að vinna á starfseminni. Hér er rekstur málaflokksins sameiginlegur en svæðið býr við þá sérstöðu að svo til allir sjálfstæðir rekstraraðilar sem starfa í málaflokknum hér á landi eru með starfsemi sína á þjónustusvæði okkar Sunnlendinga. Þetta gerir að verkum að fjöldi búsetuúrræða er langt umfram það sem íbúafjöldi svæðisins gefur tilefni til enda hafa þessi búsetuúrræði nýst allri þjóðinni. Á sama tíma og Sunnlendingar þurfa að greiða fyrir búsetuúrræði landsmanna allra þá glímum við við endalausa fjárþörf og þá ömurlegu stöðu að ekki hefur verið hægt að bæta við búsetuúrræðum á svæðinu þrátt fyrir langa biðlista. Stjórn Bergrisans hefur átt fundi með bæði ráðherra og fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þessa réttlætismáls en það er okkur öllum afar mikilvægt að reynt sé að grípa til þeirra aðgerða sem þörf er á til að bæta fjárhagslega stöðu málaflokksins en eingungis þannig getum við bætt þjónustuna.

Var komin til Hveragerðis aftur síðdegis en þá settumst við Helga aftur yfir fjárhagsáætlunina. Erum að reyna að ná þessu saman fyrir helgi því um helgina mun bæjarstjórn fara yfir áætlunina í heild sinni og undirbúa fyrir fyrri umræðu sem verður í þarnæstu viku.

Vegna þessa dugnaðar í fjárhagsáætlunargerð þá missti ég af sundleikfiminni en náði í heita pottinn, það var ljúft enda fullt af fólki mætt í pottinn sem gaman var að spjalla við.

Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins var opin í kvöld og sátum við þar nokkur og fórum yfir sviðið. Þessar kosningar eru eins illa tímasettar og hugsast getur með tilliti til sveitarstjórnarmanna sem nú sitja flestir afar önnum kafnir yfir fjárhagsáætlunum. Það hefur hingað til þótt ærin vinna þó kosningar til Alþingis bætist ekki við !

24. október 2017

Sú staða sem Heilsustofnun NLFÍ hér í Hveragerði stendur nú frammi fyrir er með öllu ólíðandi. Nú er ljóst að fjárveitingar ríkisins sem áætlaðar eru til rekstursins næsta ár duga engan veginn til og því verður að draga verulega saman starfsemi, fækka rúmum.
Það er með hreinum ólíkindum að ekki skuli vera settir meiri fjármunir til starfsemi eins og þarna er rekin því án vafa hefur starfsemi Heilsustofnunar stuðlað að minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Þarna fer fram mikil endurhæfing jafnvel eftir erfiða aðgerðir eða sjúkdóma sem gerir fólki kleift að vera sjálfbjarga heima mun lengur en ella gæti orðið. Einnig fer þarna fram metnaðarfullt og dýrmætt forvarnastarf bæði fyrir líkama og sál og slíkt ætti í raun að greiða aukalega fyrir enda sparar slík starfsemi ríkisvaldinu ómælda fjármuni til framtíðar litið. Það er sjö mánaða biðlisti eftir dvöl á heilsustofnun. Núna standa stjórnendur þar frammi fyrir því að fækka rúmum um þriðjung. Það verða þá um 50 einstaklingar á hverjum tíma sem ekki komast í endurhæfingu eða uppbyggilegt starf. Það verða þá 50 fleiri á hverjum tíma sem ekki fá bráðnauðsynlega þjónustu sem tryggt getur heilsu þeirra. Það verða þá 50 fleiri sem bætast í hóp þeirra sem verða að fá miklu dýrari þjónustu en ella hefði þurft.
Er nema von að maður spyrji að því hvers vegna ekki er hægt að bregðast við þessum vanda. Hvaða skynsemi er eiginlega í þessum ákvörðunum?
---------
Alls konar vinna á bæjarskrifstofunni í dag. Meðal annars skemmtilegt viðtal við mann sem á sjö börn með eiginkonu sinni. Það er ansi öflugur hópur þar :-)
Í kvöld var foreldrafundur hjá AFS - jebb við vorum þar, aftur og nýbúin :-)

23. október 2017

Vinna í fjárhagsáætlun í dag. Það er heilmikil törn í gangi núna en þessi tími ársins er ávallt helgaður fjárhagsáætlun og ýmiskonar vinnu henni tengdri. Tekjur eru að aukast heilmikið en hvort það dugar til að vega upp á móti kostnaðaraukningu vitum við ekki enn. Eitt get ég þó sagt að það verður ekki hundraða milljóna hagnaður af rekstri bæjarfélagsins. Núna heyrast slíkar tölur í fréttum en hér höfum við aldrei verið í þeirri lúxus stöðu og fátt sem gefur tilefni til að það muni breytast. Réttu megin við núllið er markmiðið og kannski aðeins ríflega. Góð þjónusta við bæjarbúa og skynsamlegar fjárfestingar. Það hefur gefist afar vel.

Heimsótti nýja leikskólann síðdegis í dag. Þar var allt á fullu eins og vera ber en sægur af iðnaðarmönnum er enn í húsinu svo nú þurfa allir að byrgja sig upp af þolinmæði. En mikið sem þetta er fallegt hús og ekki er nú lóðin síðri. Þar er það heimamaðurinn Hermann Ólafsson sem hefur hannað eina alfallegustu leikskólalóð á landinu. Held ég geti alveg tekið svo djúpt í árinni þrátt fyrir að allt sé ekki komið upp. Þetta verður eitthvað.

Læt fylgja þessa glaðlegu mynd af mér og Önnu Erlu leikskólastjóra svona líka ánægðum með lífið í nýja leikskólanum.

Náði hálfum zumbatíma og heilum hrikalega góðum átakstíma síðdegis áður en ég setti nýtt hraðamet í baði og mætti á fund bæjarfulltrúa kl. 19:30. Þar var farið yfir ýmislegt varðandi fjárhagsáætlun og önnur mál reifuð að sjálfsögðu líka.

19. október 2017

Nú stendur yfir ársfundur SASS, Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi. Margt áhugavert sem þar kemur fram. Meðal annars var fluttur þar fyrirlestur sem fjallaði um þolmörk íbúa gagnvart ferðamönnum. Þar mat fyrirlesarinn það þannig að hringvegurinn um landið, þjóðvegur nr. 1 væri fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Annars kom einnig fram að rannsóknir hafa verið að sýna að þolinmæði íbúa gagnfvart ferðamönnum væri að minnka og færri til dæmis sjá að þjónusta er fjölbreyttari í kjölfar ferðamannastraumsins. En ný rannsókn sem gerð var hér á Suðurlandi sýnir að viðhorf íbúa hér eru bæði neikvæð og jákvæð. Enda svo sem ekki við öðru að búast. En ef maður velur að sjá jákvæðar niðurstöður þá er rætt um aukið félagslíf, meira líf í bænum, lægra verð, auknar tekjur og fleira. En niðurstaðan er sú að þróun ferðaþjónustunnar hefur haft mikil og margbreytileg áhrif á Suðurlandi og mest þar sem nálægðin við hringveginn er mest.

Stefán Gíslason frá fyrirtækingu Environice gerði grein fyrir úttekt sem hann hefur gert á sorpmálum hér á Suðurlandi. Ég er afar ánægð með þær niðurstöður sem þar komu fram um stöðu mála en þar skipa íbúar í Hveragerði sér í fararbrodd annarra á svæðinu hvað varðar flokkun og kostnað við málaflokkinn. Þarf að gefa mér tíma til að skrifa grein um þær niðurstöður svo íbúar geti séð að sú vinna sem þeir leggja á sig við flokkun skiptir máli.


18. október 2017

Sjö fundir á dag eru svona í mesta lagi - jafnvel fyrir konu í mínu starfi ;-)

Nefni hér nokkra:
Bæjarráðsfundur í morgun þar sem eigendur Hótels Arkar báðu um samstarf um skipulagningu íbúðabyggðar í Hlíðarhaga og forsvarsmenn HNLFÍ óskuðu heimildar til að skipuleggja íbúðabyggð á landi sem þeir eru með yfirráð yfir.

Ásmundur og Páll, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, litu hér við fyrir hádegi á ferð sinni um bæjarfélagið.

Átti góðan fund með fulltrúum Hjálparsveitar skáta þar sem við fórum yfir málefni Reykjadals og hvernig hægt væri að skipuleggja aðkomu sveitarinnar að verkefnum sem þar eru nauðsynleg.

Hitti Helga Gíslason, byggingaverktaka, en það er alltaf gaman að spjalla við hann. Þeir bræður eru nú að reisa hér parhús í Hjallabrúninni og finnur Helgi mikinn mun á viðhorfi fólks til Hveragerðisbæjar og þá jákvæðan. Þetta endurspeglast síðan í söluverði húsa. Sem dæmi má taka að þeir voru þeir fyrstu til að taka við sér eftir hrun og hófu byggingu í Dalsbrún þegar bæjarstjórn ákvað að gefa afslátt af gatnagerðargjöldum. Þá seldu þeir bræður fyrstu 85m2 íbúðina á rétt rúmar 20 milljónir, fullbúna. Núna sé ég að auglýst er jafnstór íbúð í sömu götu á 36 mkr. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma.

Sjálfstæðismenn funduðu síðan á Garðyrkjuskólanum í kvöld. Alþingiskosningar nálgast nú óðfluga en afar spennandi er að fylgjast með þeim aðdraganda.

17. október 2017

Hópur Bandaríkjamanna heimsótti bæjarskrifstofuna í dag en nú er verið að skipuleggja stóran íþróttaviðburð sem fram mun fara hér í Hveragerði í desember. Þetta er krefjandi en spennandi verkefni sem gaman verður að taka þátt í.

Átti góðan fund í Seðlabankanum í dag þar sem rætt var um greiðslufyrirkomulag á Kambalandinu en bankinn hefur tekið 200 mkr tilboði bæjarins í landið. Náðum góðri niðurstöðu sem vonandi gerir að verkum að einfaldara verður að eignast landið. Síðan er gaman að geta þess að með því að taka góðar ákvarðanir nokkuð hratt á næstunni væri mögulega hægt að úthluta þarna fyrstu lóðunum á í byrjun næsta árs.

Hér er aftur kominn unglingur í húsið með tilheyrandi lífi og fjöri. Hér var haldið uppá 16 ára afmæli Putters í dag. Húsið fullt af erlendum skiptinemum allt síðdegið en þau fóru síðan í pizzu á Ölverk.
Komu síðan aftur í kvöld í köku svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var mikið líf í húsinu. Við Putter þurftum síðan að velja áfanga fyrir vorönnina í FSu og skipuleggja foreldrahittinginn sem AFS heldur í næstu viku auk þess að plana þátttöku í AFS helginni í nóvember. Var alveg búin að steingleyma hvað það er krefjandi að þurfa að hugsa um ungling í skóla. Eins gott að ég mundi það ekki þegar við ákváðum að bjóða Putter að búa hjá okkur í vetur :-)

16. október 2017

Nýlega hef ég átt fundi með nokkrum aðilum sem hafa hug á uppbyggingu hér í Hveragerði. Eigendur Hótels Arkar hafa keypt jörðiona Hlíðarhaga hér fyrir ofan byggðina og hafa hug á að byggja þar upp skemmtilega íbúðabyggð til sölu á almennum markaði. Þetta eru fallegar útsýnislóðir á góðum stað og mér sýnist Arkarbændur hafa virkilega góða sýn á það hvernig þessu hverfi verður best fyrir komið. Þarna gætu orðið á þriðja tug íbúða af mismunandi stærðum. Til gamans má einnig geta þess að viðbyggingin við Örkina gengur afar vel og er þar stefnt á að opna fyrir gestum í maí á næsta ári
Þeir aðilar sem fengu lóðinni Austurmörk 6-10 úthlutað fyrir nokkru komu hingað til að kynna áform um byggingu á lóðinni og ef að þau ganga eftir ættum við að sjá framkvæmdir hefjast þar næsta vor. Þar eru nú komnir leigusamningar sem ættu að geta tryggt að byggingin fari af stað svo nú er að sjá hvað setur.
Endurskoðun aðalskipulags er nú lokið og er skipulagið farið til Skipulagsstofnunar til samþykktar. Slíkt hið sama á við um skipulag á Eden reitnum og Tívolí reitnum.
Það væri afar sorglegt ef að óvissa og hið hvikula umhverfi sem nú ríkir við stjórnun landsins yrði til þess að þessi verkefni og fleiri góð myndu stöðvast. Því er mikilvægt að frambjóðendur þeirra flokka sem kenna sig við stöðugleika fari ekki fram með einhverjum þeim hætti að skemmt sé fyrir framboðunum. Slíkt er með öllu óþolandi.

3. október 2017

Skrifaði undir samning við fulltrúa Kvenfélagsins í Hveragerði um leigu á húsnæðinu við Fljótsmörk undir starfsemi Skóla og velferðarþjónustu Árnesþings. Í því húsi munu í framtíðinni starfa allir þeir sérfræðingar sem sinna börnum okkar og ungmennum í grunn- og leikskólum á svæðinu. Það eru talmeinafræðingar, kennsluráðgjafar, sálfræðingar, starfsmaður fatlaðs fólks og forstöðumaður. Alls átta starfsmenn. Hér á bæjarskrifstofunni eru tólf starfstöðvar þannig að á nokkrum vikum hefur skrifstofustörfum í miðbænum fjölgað um tuttugu. Það er heilmikil breyting og jákvæð frá því sem áður var.
Fórum að lokinni undirskrift að skoða endurbætt húsnæðið og leist þeim vel á enda stefnir í að þetta verði mjög fínt þegar framkvæmdum verður lokið.

Hitti fulltrúa hópsins sem vinna að uppbyggingu á Edenreitnum í hádeginu. Nú er beðið eftir að ferli skipulags ljúki svo hægt verði að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga. Í honum er gert ráð fyrir 34 íbúðum allt frá 55 m2 til ríflega 100 m2. Skipulagið er mjög skemmtilegt svo ég vona að þetta verði gott hverfi.

Áttum einnig fund síðdegis með fulltrúum Tálkna ehf sem keypt hafa allt landið sem var í eigu einkaaðila hér fyrir neðan þjóðveg. Sá hópur hefur mótmælt breytingum á aðalskipulaginu og ræddum við þá stöðu á góðum og löngum fundi í dag.

Í kvöld var síðan lokafundur framkvæmdanefndar Landsmóts 50plús haldinn á Skyrgerðinni. Landsmótið þótti takast afar vel enda le´ku veðurguðirnir við okkur hér í Hveragerði þessa helgi. Óvenju margir tóku þátt í mótinu eða rúmlega 480 aðilar. Sjálfboðaliðar voru ríflega 160. Það var gott skipulag til að svona lagað gangi upp og það svo sannarlega í góðum höndum undirbúningsnefndar.


2. október 2017

Nýja bæjarskrifstofan venst afar vel. Við erum að verða búin að koma okkur ansi vel fyrir og það verður að segjast alveg eins og er að þessi aðstaða og ekki síst staðsetningin er frábær. Það er afskaplega gaman að fá núna gesti á fundi sem keyra alla leið inn í gamla miðbæ en áður hefði þetta sama fólk rétt gert lykkju á leið sína um þjóðveginn og aldrei séð neitt af bænum okkar fallega. Enn vantar þó ýmsilegt í húsnæðið og ýmiskonar frágangur er eftir. Verst er að vera ekki komin með þau húsgögn sem hér eiga að vera þannig að enn er allt í kössum og eins er afar hvimleitt að gardínurnar skuli ekki vera komnar. Það skýrir umbúðapappírinn í gluggunum !
Þessa dagana er verið að flytja skjalasafnið smátt og smátt í kjallarann undir húsinu hér á Breiðumörk en þar er gríðarlegt pláss en það verður afar gott að geta haft allt á einum stað.

Í dag átti ég fund með Sveini Guðmundssyni og Halldóri syni hans um byggingarframkvæmdir á lóð sem þeir feðgar hafa yfirráð yfir í iðnaðarhverfinu. Þeir hafa hug á að koma framkvæmdum af stað frekar fyrr en seinna. Það er enda mikil eftirspurn eftir þeim íbúðum sem þar verða í boði á annarri hæð.

Eftir hádegi sat ég fund með ungri stúlku sem hingað kom til að kynna verkefni sem hún hefur gert um fjölæringa og notkun þeirra í bæjargörðum. Afar fróðlegt og skemmtilegt. Hér væri án vafa hægt að auðga enn gróður á svæðum á vegum bæjarins með fjölbreyttri notkun fjölæringa.

Nú iðka ég lyftingar og zumba af miklum móð hjá Lóu í Fitness bilinu. Tímarnir eru fyrir kvöldmat svo það þýðir að nú er ég meira á kvöldin á skrifstofunni. Ég finn alveg fyrir því að áður sá mig enginn þegar ég vann fram á kvöld en núna er slíkt afar áberandi hérna við aðalgötuna :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet