24. október 2017
Sú staða sem Heilsustofnun NLFÍ hér í Hveragerði stendur nú frammi fyrir er með öllu ólíðandi. Nú er ljóst að fjárveitingar ríkisins sem áætlaðar eru til rekstursins næsta ár duga engan veginn til og því verður að draga verulega saman starfsemi, fækka rúmum.
Það er með hreinum ólíkindum að ekki skuli vera settir meiri fjármunir til starfsemi eins og þarna er rekin því án vafa hefur starfsemi Heilsustofnunar stuðlað að minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Þarna fer fram mikil endurhæfing jafnvel eftir erfiða aðgerðir eða sjúkdóma sem gerir fólki kleift að vera sjálfbjarga heima mun lengur en ella gæti orðið. Einnig fer þarna fram metnaðarfullt og dýrmætt forvarnastarf bæði fyrir líkama og sál og slíkt ætti í raun að greiða aukalega fyrir enda sparar slík starfsemi ríkisvaldinu ómælda fjármuni til framtíðar litið. Það er sjö mánaða biðlisti eftir dvöl á heilsustofnun. Núna standa stjórnendur þar frammi fyrir því að fækka rúmum um þriðjung. Það verða þá um 50 einstaklingar á hverjum tíma sem ekki komast í endurhæfingu eða uppbyggilegt starf. Það verða þá 50 fleiri á hverjum tíma sem ekki fá bráðnauðsynlega þjónustu sem tryggt getur heilsu þeirra. Það verða þá 50 fleiri sem bætast í hóp þeirra sem verða að fá miklu dýrari þjónustu en ella hefði þurft.
Er nema von að maður spyrji að því hvers vegna ekki er hægt að bregðast við þessum vanda. Hvaða skynsemi er eiginlega í þessum ákvörðunum?
---------
Alls konar vinna á bæjarskrifstofunni í dag. Meðal annars skemmtilegt viðtal við mann sem á sjö börn með eiginkonu sinni. Það er ansi öflugur hópur þar :-)
Í kvöld var foreldrafundur hjá AFS - jebb við vorum þar, aftur og nýbúin :-)
Það er með hreinum ólíkindum að ekki skuli vera settir meiri fjármunir til starfsemi eins og þarna er rekin því án vafa hefur starfsemi Heilsustofnunar stuðlað að minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Þarna fer fram mikil endurhæfing jafnvel eftir erfiða aðgerðir eða sjúkdóma sem gerir fólki kleift að vera sjálfbjarga heima mun lengur en ella gæti orðið. Einnig fer þarna fram metnaðarfullt og dýrmætt forvarnastarf bæði fyrir líkama og sál og slíkt ætti í raun að greiða aukalega fyrir enda sparar slík starfsemi ríkisvaldinu ómælda fjármuni til framtíðar litið. Það er sjö mánaða biðlisti eftir dvöl á heilsustofnun. Núna standa stjórnendur þar frammi fyrir því að fækka rúmum um þriðjung. Það verða þá um 50 einstaklingar á hverjum tíma sem ekki komast í endurhæfingu eða uppbyggilegt starf. Það verða þá 50 fleiri á hverjum tíma sem ekki fá bráðnauðsynlega þjónustu sem tryggt getur heilsu þeirra. Það verða þá 50 fleiri sem bætast í hóp þeirra sem verða að fá miklu dýrari þjónustu en ella hefði þurft.
Er nema von að maður spyrji að því hvers vegna ekki er hægt að bregðast við þessum vanda. Hvaða skynsemi er eiginlega í þessum ákvörðunum?
---------
Alls konar vinna á bæjarskrifstofunni í dag. Meðal annars skemmtilegt viðtal við mann sem á sjö börn með eiginkonu sinni. Það er ansi öflugur hópur þar :-)
Í kvöld var foreldrafundur hjá AFS - jebb við vorum þar, aftur og nýbúin :-)
Comments:
Skrifa ummæli