<$BlogRSDUrl$>

27. október 2010

Mikið rosalega hlýtur Valdi bróðir að vera hamingjusamur, eigandi þrjár systur. Það stendur allavega í Mogganum í dag að þeir sem eiga systur eru hamingjusamari en þeir sem ekki eiga systur. Við systurnar erum líka hamingjusamar því við eigum systur og líka einn elskulegan bróður :-)

Annars hefðbundinn dagur í vinnunni. Við Helga og Bogga fengum kynningu á nýju áætlunarforriti fyrir launaútreikninga sem er hreinasta bylting frá því sem verið hefur og auðveldar alla eftirfylgni til mikilla muna. Á morgun munum við síðan fá kynningu á nýrri útgáfu af áætlunarforritinu sem KPMG hefur unnið.

Setti fréttir í héraðsblöðin og á heimasíðu bæjarins en það er nauðsynlegt að halda þeirri síðu lifandi með nýjum fréttum reglulega. Nú er Hulda tekin við síðunni og hún hefur fullt umboð til að kalla eftir fréttum og efni frá öllum forstöðumönnum þegar lítið berst til hennar af efni. Vonandi að breytt fyrirkomulag verði til þess að heimasíðan verði sá lifandi vettvangur sem hún á að vera.

Fór yfir stefnumótandi tillögur varðandi Sorpstöð Suðurlands en á morgun fundar stjórn Sorpstöðvar með forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss þar sem fara á yfir ýmsar hliðar úrgangsstjórnunar.

Skoðaði innkaupamál bæjarins en nú er nauðsynlegt að fara vel yfir alla hluti og nýta þá möguleika sem í boði eru til að gera hagstæð innkaup. Lagðist yfir Ríkiskaupa síðuna með það fyrir augum að kanna hvernig Hveragerðisbær gæti hagnast á því að versla í gegnum rammasamninga. Það er vafalaust peninga að sækja með þeim hætti.

Í kvöld las ég athyglisverða ritgerð um atvinnuskapandi verkefni í Hveragerði. Það er gaman að sjá þegar svona góðar hugmyndir eru settar á blað en orð eru til alls fyrst í þessu sem svo mörgu öðru...

26. október 2010

Í dag eru komnir 777 færslur á aldis.is, þetta er auðvitað ekki í lagi !
Vil alls ekki reikna út hvað ég er búin að eyða miklum tíma í skrifin :-)

En að baki er afar notaleg og fín helgi á Akureyri. Fórum m.a. nýju göngin til Siglufjarðar en þau eru hreint ótrúleg samgöngubót. Siglufjörður skyndilega kominn í vegsamband og Héðinsfjörður loksins í alfaraleið.
Tónleikar með Móses High tower og Jónasi Sig og ritvélum framtíðarinnar á Græna hattinum voru ferlega góðir. Mikil stemning og stuð á hljómsveitunum. Núna veit ég semsagt að Móses High Tower er til, vissi það ekki áður! Alltaf að læra :-)

Rocky horror í Hofi stóð fyllilega fyrir sínu. Flott músik og hörku keyrsla á sýningunni. Jólahúsið, Laufabrauðssetrið, Bakaríið við Brúna, Bláa kannan og Götubarinn brugðust ekki frekar en fyrri daginn. Komum við á Króknum á leiðinni heim, það er alltaf notalegt á Aðalgötunni og Skagafjörðurinn fallegur...

Daginn í dag nýtti ég til að skipuleggja vikurnar framundan, forgangsraða verkefnum og fara yfir ýmis mál sem þarf að setjast yfir á næstunni. Enginn fundur og einungis eitt stutt viðtal. Það er hreint ótrúlega gott þegar þannig dagar dúkka upp.

Gönguferð uppí Kamba og inní Dal síðdegis og síðan var ÖLLU kvöldinu eytt í að ganga frá þvotti og strauja. Horfði með öðru auganu á sjónvarpið á meðan. Þátturinn hans Þórhalls, Í návígi er sérlega góður. Í kvöld var Guðmundur Oddur, Goddur, gestur þáttarins. Hann er prófessor í Listaháskólanum og fjallaði í þættinum um hinar ýmsu táknmyndir okkar Íslendinga. Víkingana, skjaldarmerkið, fánann, fjallkonuna og fleiri. Enn og aftur var rifjað upp hið pínlega augnablik þegar fjallkona okkar Hvergerðinga á 17. júní var borin út í sundlaugina í líki hafmeyjar. Þetta var svo aldeilis ekki að falla í kramið hjá prófessornum sem reyndar ruglaðist líka og hélt að þetta hefði verið í Árborg. Mikið lifandis býsn var ég fegin þeim ruglingi. Davíð Samúelsson hefur aldrei aftur verið fenginn til að skipuleggja hátíðahöldin á þjóðhátíðardaginn :-)

21. október 2010

Ráðstefnan Björgun 2010 á vegum Landsbjargar var haldin í dag en þar var aðalumfjöllunarefnið almannavarnir og hlutverk sveitarfélaga í þeim. Ég var þarna ráðstefnustjóri og setti örugglega met með því að ná að ljúka ráðstefnunni á réttum tima. 17 erindi voru flutt hvert öðru betra.

Rétt náði austur á bæjarstjórnarfund kl. 17. Góður fundur, léttur og skemmtilegur. Endurskoðuð fjárhagsáætlun lögð fram en hún lítur betur út en við þorðum að vona. Fengum líka fréttir af 40 mkr framlagi frá Jöfnunarsjóði sem við áttum ekki von á þannig að það mun líka bæta afkomuna þegar upp er staðið.

Vísbending valdi draumasveitarfélagið í dag, Garðabær. HVeragerði er í 12 sæti af 38 en enn og aftur gera þeir mistök og segja að hér hafi íbúum fækkað um 10% sem er fjarri sanni. Værum ofar ef þetta væri rétt....

Vetrarfrí framundan, næsta færsla eftir helgi !

20. október 2010

Byrjaði daginn á heimsókn í grunnskólann þar sem skrifað var undir tvo samninga milli Hveragerðisbæjar og nemenda. Annars vegar við 7. bekkinn um umhverfishreinsun í bænum en þau fara um allt einu sinni í mánuði og týna allt sjáanlegt rusl af götum og úr beðum. Þetta hefur tíðkast hér til fjölda ára og á vafalaust sinn þátt í því að Hveragerði lítur jafn vel út og raun ber vitni. Krakkarnir hafa sinnt þessu með mikilli prýði og eiga heiður skilinn fyrir dugnaðinn.

Nemendur í 10. bekk tóku að sér viðamikil verkefni fyrir bæinn en þau munu aðstoða í mötuneyti skólans, hjálpa til við frímínútnagæslu og aðstoða á skólaskemmtunum. Það er alveg á hreinu að án þessara góðu aðstoðarmanna væri skólastarfið ekki jafn gott og raun ber vitni og skólabragurinn með öðrum hætti. Hér fá krakkarnir ábyrgð og þau standa undir henni með miklum sóma. Það var gaman að hitta þessa hressu hópa en að loknum undriskriftunum áttum við fínt spjall um ýmislegt það sem betur mætti fara í bænum og eins það sem gott er. Margar góðar hugmyndir komu fram sem fara í nánari skoðun en það var þó áberandi hversu samtaka allir voru í afstöðu sinni til hraðahindrananna nýju. Meira um það síðar !

Á skrifstofunni beið Robert Dell virtur fræðimaður frá Coopers Union háskólanum í New York en hann hefur stundað hér rannsóknir í þrjú til fjögur ár. Verkefnið felst í því að kanna hvaða áhrif það hefur á plöntur að vera ræktaðar í upphituðum jarðvegi. Niðurstöðurnar eru sláandi en nú má til dæmis týna jarðarber að Reykjum og tómatar uxu þar utandyra í sumar. Afar athyglisvert. Við Robert fórum yfir mögulega aukið samtarf til framtíðar og ætlum að skoða það enn betur á næstunni. Robert er einnig virtur listamaður eins og sjá má á linknum hér.

Pétur Pétursson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, leit hér við og fórum við yfir ýmis mál er lúta að brunavörnum. Samningur er í gildi milli Hveragerðisbæjar og BÁ um eldvarnir og þjónustu við dreifbýli Ölfuss og er sá samningur að ég tel báðum aðilum mjög hagfelldur.

Eftir hádegi var brunað í bæinn á aðalfund Suðurlandsvegar ehf sem er fyrirtæki í eigu sveitarfélaga hér í Árnessýslu, SASS, nokkurra fyrirtækja og Sjóvár. Upphaflega stofnað í kringum hugmyndir Sjóvár um tvöföldun Suðurlandsvegar eins og margir muna væntanlega eftir. Í dag var ákveðið að leggja niður félagið og greiða hluthöfum til baka innborgað hlutafé enda væri hlutverk félagsins að engu orðið og framkvæmdir hafnar við tvöföldun Suðurlandsvegar með annarri aðferðafræði en Suðurlandsvegur ehf lagði upp með. Mín skoðun er sú að félagið hafi sannarlega gert sitt gang, vakið umræðu og viðbrögð í þjóðfélaginu sem öðru fremur ýtti framkvæmdum af stað. Hver sér um þær er aukaatriði í hinu stóra samhengi.

Eftir fundinn hjá Sjóvá hittum við Guðmundur Þór, formaður bæjarráðs, forsvarsmenn fasteignafélagsins Reita en það félag á Verslunarmiðstöðina við Sunnumörk, þar sem bæjarskrifstofur, bókasafn, upplýsingamiðstöð og Sparisjóðurinn eru til húsa, allir með leigusamning á vegum Hveragerðisbæjar. Ræddum við nokkur atriði sem lúta að samskiptum bæjarfélagisins og Reita og áttum hinn ágætasta fund þó engin niðurstaða hafi orðið í dag. Vonum samt hið besta.

Náði austur í sund þar sem fjörugar umræður spunnust í heita pottinum um nýju hraðahindranirnar. Það er greinilegt að fólki líkar afar illa við þær enda verður maður að hægja ansi vel á sér þegar farið er yfir. En til þess er líka leikurinn gerður....

Vinna á skrifstofunni í allt kvöld enda er athyglisverð ráðstefna á morgun um almannavarnir sveitarfélaga þar sem sú sem þetta ritar er ráðstefnustjóri. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar sem bráðnauðsynlegt er að kynna sér því eins og dæmin sanna þá veit maður aldrei hvenær þörf er fyrir þá þekkingu næst.

19. október 2010

Dagurinn byrjaði á skoðunarferð nýrrar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands niður í Kirkjuferjuhjáleigu þar sem við skoðuðum aðstöðuna sem þar er og ummerkin eftir urðunarstaðinn en þar hefur nú verið lokað fyrir urðun í tæpt ár. Búið er að ganga afar snyrtilega frá staðnum og varla hægt að merkja að þarna hafi verið urðað sorp.
Hópurinn hélt síðan á Selfoss þar sem fundi var framhaldið til hádegis.

Eftir hádegi hitti ég tvo athafnamenn sem eiga lóðir í Hveragerði og ræddum við ýmsa möguleika sem eru í þeirri stöðu. Það er nokkuð ljóst að íbúðarhúsnæði verður tæplega byggt í miklum mæli á allra næstu misserum. Því er gott að fara aðeins yfir málin og reyna að horfa lengra fram í tímann. Hér erum við nokkuð heppin því að fjöldi bygginga á byggingarstigi er ekki mjög mikill og því eru vandræði vegna hálfkaraðra bygginga ekki eins mikil hér og víða annars staðar. Þó eru þau til staðar og aðstæður sums staðar afar óskemmtilegar.

Það er um fátt meira rætt heyrist mér en nýju hraðahindranirnar á Þelamörk og Finnmörk. Fólki líkar þetta illa, segir að bílarnir skemmist og tafir verða í umferðinni. Ég segi aftur á móti að ef ökumenn keyra hægar þá er ekkert mál að aka yfir þessar hindranir. Síðan er rétt að geta þess að ef að allir færu eftir reglum um hámarkshraða þyrfti ekki að grípa til aðgerða sem þessara, þannig er það...

Gunna og Svava kíktu hingað í kvöld og komu færandi hendi með dýrindis lopapeysu sem Gunna hafði prjónað á þessa ómyndarlegu húsmóður sem aldrei hefur prjónað lopapeysur!
En mikið lifandis býsn er ég fín í nýju peysunni og ægilega þakklát vinkonu minni fyrir dugnaðinn :-)

18. október 2010

Annasamir dagar að undanförnu. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna var haldin í Reykjavík á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Í ár var hennar beðið með enn meiri eftirvæntingu en oftast áður enda margt sem brennur á sveitarstjórnarmönnum núna þegar fjárhagsáætlunargerð er að komast á fullan skrið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eða kannski réttara sagt aðgerðarleysi er hróplegt og erfitt að sjá fyrir sér hvernig næsta ár verður miðað við þær aðstæður sem hér hafa skapast. Ég flutti erindi á ráðstefnunni um áhrif fjárlagafrumvarpsins á fjármál sveitarfélaganna og áhugasamir geta lesið glærurnar hér. Erindið vakti þónokkra athygli enda er allt útlit fyrir að sveitarfélgin verði af 8.000 mkr á næsta ári vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Ríkisútvarpið ræddi við mig um almenn áhrif fjárlaga og í gær var forsíðugrein Fréttablaðsins um fyrirhugaðan niðurskurð húsaleigubótakerfisins. Ég verð þó að vona eins og flestir aðrir gera að frumvarpið eigi eftir að taka róttækum breytingum á næstu vikum.

Aðalfundur sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins var haldinn á fimmtudaginn, samhliða fjármálaráðstefnunni. Það var góður fundur þar sem kosin var ný stjórn til næstu fjögurra ára. Ég hef verið þarna í stjórninni undanfarið og tók núna að mér að vera formaður. Það er ekki erfitt enda einvalalið í stjórninni...

Í gær mánudag var erill í vinnunni. Við Helga hittum leikskólastjórana, skólastjóra grunnskólans, skipulags- og byggingafulltrúann, menningar- og frístundafulltrúann og félagsmálastjórann til að fara yfir deildirnar með viðkomandi vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Endurskoðuð áætlun verður lögð fyrir bæjarstjórn á fundi næsta fimmtudag. Mér finnst aðdáunarvert hversu vel forstöðumenn eru að standa sig og fylgja áætlunum miðað við allt. Við erum afar heppin með starfsmenn hér í Hveragerði.

Síðdegis komu Henrik og Alice með strákana í heimsókn en þau reka ísgerð í Aabybro í Danmörku. Henrik vann í Kjörís fyrir 25 árum og hefur alltaf haldið sambandi við okkur hér í Hveragerði. Það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingu ísgerðarinnar hans en hann byggir á ýmsu sem hann lærði hér á sínum tíma.

Varð að seinka meirihlutafundi vegna þessa og því vorum við ekki búin með fundinn fyrr en rúmlega ellefu. Það þykir flestum of seint og því reynum við alltaf að bera búin með fundina fyrr.

10. október 2010

Tveir langir og góðir göngutúrar í einstöku veðri um helgina. Félagsskapurinn góður í bæði skiptin, Albert Ingi annars vegar og Lárus hins vegar. Við Albert lentum meira að segja í svaðilför vegna tímaleysis á Reykjafjalli en náðum þó að komast niður í tæka tíð til að ná á borgarafundinn sem haldinn var a Selfossi í gær. Fjölmenni mætti þar til að mótmæla fyrirhugaðri skerðingu fjárframlaga til Heilbrigðiststofnunar Suðurlands. Það er algjörlega óásættanlegt að færa fjármuni til með þeim hætti sem þarna er lagt til en það er ekki annað að sjá en að tilgangurinn sé að rústa sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni þrátt fyrir að það sé ljóst að Landsspítalinn getur ekki tekið við fleiri sjúklingum án auka framlaga og betri aðstöðu. Læðist að manni sá grunur að verið sé að búa til þörf í Reykjavík til að hátæknisjúkrahúsið rísi fyrr en ella...

Á laugardagskvöldinu var haustgleði skokk og gönguhópsins. Afskaplega skemmtilegt enda afar líflegt fólk þar á ferð.

Á sunnudagskvöldinu spilaði karlalið Hamars við KR í körfunni. Ótrúlega spennandi leikur. Hamar átti frábæran sprett í lokin og vann sanngjarnan sigur. Það var ekki leiðinlegt sérstaklega þar sem KR var nú spáð sigri í deildinni. Ungu strákarnir voru ekki mikið inná í þessum leik en Bjarni Rúnar spilaði samt nóg til að setja eina körfu og Raggi sem var meira inná átti sex stig. Þeir eru efnilegir þessir ungu, það er víst alveg á hreinu.

8. október 2010

Við Guðmundur, formaður bæjarráðs, fórum á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Áttu þar afskaplegan góðan fund þar sem við fórum yfir ýmis atriði sem þarf að beina sjónum að á næstunni. Aldrei þessu vant voru flest okkar málefni sameiginleg okkur Sunnlendinum öllum og vakti það athygli nefndarmanna. Við mótmæltum niðurskurðinum sem fyrirhugaður er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, töluðum fyrir ART verkefninu, óskuðum eftir framlagi til kaupa á færanlegum svifryksmæli vegna áhrifa gossins í Eyjafjallajökli, ræddum tvöföldun Suðurlandsvegar og ýmislegt fleira. Eftir fundinn áttum við annan fund ekki síður góðan vegna Heilbrigðisstofnunar þar sem við fórum enn betur yfir þau málefni. Á morgun laugardag er fundur þar sem íbúum Suðurlands gefst kostur á að koma saman til að mótmæla þessari aðför að sunnlensku samfélagi. Fundurinn verður í Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 14.

Strax og ég kom austur kíkti ég á fund í Listasafni Árnesinga þar sem unnið var að undirbúningu fyrir opnunarhátíð Safnahelgar á Suðurlandi sem fara mun fram í Listasafninu þann 4. nóvember, kl. 17.

Eftir hádegi hitti ég Sigurdísi á Upplýsingamiðstöðinni vegna verkefnis um kynningu bæjarfélagsins og mögulega styrki sem í það mætti fá. Vonandi gengur það eftir.

Síðdegis tók hópur ungra iðkenda fótbolta í Hveragerði fyrstu skóflustungurnar að nýjum gervigrasvelli á Vorsabæjarvöllum. Þar með eru hafnar langþráðar framkvæmdir við gervigrasvöll sem jafnframt munu nýtast sem fyrsti áfangi fjölnota íþróttahúss í framtíðinni. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir jarðvegsframkvæmdum á svæði sem er tæpir 5.000 m2. Gervigrasvöllurinn mun ekki verða í fullri stærð heldur ríflega hálfur en slíkur völlur nýtist afar vel til æfinga allra flokka auk þess sem hann er löglegur 7 manna völlur og hentar vel til mótahalds fyrir yngri flokka.

Það var Guðmundur Arnar Sigfússon, verktaki í fyrirtækinu Arnon ehf hér í Hveragerði sem bauð lægst í verkið en því á að vera lokið fyrir 1. des. nk.

Með þessari framkvæmd er stigið stórt skref í átt að enn betri aðstöðu til íþróttaiðkunar i bæjarfélaginu. Sú aðstöðusköpun var eitt aðalatriði kosningabaráttunnar í vor en meirihlutinn hefur unnið að þessu verkefni í langan tíma eins og ekki ætti að hafa farið framhjá neinum.

Setti fréttir á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Skrifaði til dæmis frétt um allar nýju hraðahindranirnar og ætlaði að bæta þessu við en sleppti því þar. Set þetta hér í staðinn:

Við Hólaróló var búið að koma fyrir skilti með merkingunum Börn að leik til að tryggt væri að ökumenn gerðu sér grein fyrir því að þarna væri leikvöllur og umferð ungra barna. En það er skemmst frá því að segja að skiltið hafði ekki fengið að hanga lengi uppi þegar einhverjum óprúttnum aðilum datt til hugar að stela því með tilheyrandi kostnaði fyrir bæjarfélagið.

Ég skil ekki ennþá hverjum dettur til huga að stela umferðarmerkingum ! ! !

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla í körfunni var á köflum spennandi en slakur þriðji leikhluti gerði útslagið og Hamar varð að lúta í gras í kvöld... Fúlt !

5. október 2010

Niðurskurðurinn sem boðaður hefur verið hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er algjörlega óasættanlegur enda hefur hann í för með sér að leggja þarf niður alla þjónustu sem við hingað til höfum tengt við hefðbundna sjúkrahúsþjónustu. Skurðstofan, fæðingardeildin, hand-og lyflækningadeildin verða einfaldlega lagðar niður ef fram fer sem horfir og þá er sjúkrahús Suðurlands í þeirri mynd sem við þekkjum það liðin tíð. Ef ætlun ráðherra var að leggja niður sjúkrahúsin á landsbyggðinni þá tekst honum það ágætlega með þessum tillögum! Við notendur þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands getum ekki setið aðgerðalaus hjá heldur ber okkur öllum skylda til að mótmæla og berjast gegn þessum hugmyndum með öllum tiltækum ráðum. Það verður gert hér í Hveragerði sem annars staðar á Suðurlandi á næstu dögum.
--------------------------------

4. október 2010

Nú þarf að fara að fara í endurskoðun fjárhagsáætlunar en undanfarið hefur ýmislegt verið skoðað í rekstri bæjarins með það fyrir augum að halda utan um reksturinn eins vel og hægt er. Átti góðan fund með Jóhönnu og Guðmundi Baldurssyni um rekstur áhaldahúss og skipulag verka útivið. Þau halda vikulega fundi með Árna Svavars sem sér um skipulagið í áhaldahúsi, fráveitumannvirkið, gámasvæðið, veitustarfsemi og annað sem gera þarf úti við. Þetta er afskaplega mikilvæg deild þar sem starfsmönnum hefur farið mjög fækkandi en nú eru þar 3,5 stöðugildi.

Hitti landslagsarkitekt sem kynnti fyrir mér verkefni sem unnið var að í sumar og tengdist börnum og upplifun þeirra af gróðri.
Þema sýningarinnar Blóm í bæ var einmitt börn og ævintýri og því var gaman að sjá þær teikningar sem þarna höfðu verið unnar.

Fór yfir málefni leikskóla með Sesselju leikskólastjóra Undralands. Þar er nú verið að auglýsa eftir leikskólakennara en örfáar umsóknir hafa borist þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar.

Eftir hádegi voru fundir með ýmsum aðilum og áfram var unnið í fjölmörgum málum. En það er alltaf gott að geta klárað eins margt og hægt er til að reyna að létta á verkefnalistanum.

Meirihlutafundur í kvöld þannig að við misstum að eldhúsdagsumræðum og mótmælunum á Austurvelli. Það er auðvelt að fyllast ugg yfir því ástandi sem er að skapast og því ræddi meirihlutinn í þaula hvað hægt væri að gera hér í okkar ranni til að létta undir með þeim sem verst eru staddir. Þegar er unnið eftir ákveðnu kerfi og fá þeir sem á þurfa að halda ýmsa aðstoð frá velferðarþjónustunni hér. Enn er þó örugglega hægt að gera betur og því munum við nú þegar fara yfir stöðuna og reyna að kortleggja þann vanda sem hér er til staðar.

3. október 2010

Þá eru tvö þing að baki... og tvö eftir !
Þrír dagar á Akureyri á landsþingi Sambands íslenskra sveitarstjórnarmanna og laugardagurinn í Mosfellsbæ á haustfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna.

Landsþingið fór vel fram í glæsilegu menningarhúsi þeirra Akureyringa, Hofi. Ég fer að verða fastagestur þarna, Vestnorden um daginn, landsþingið núna og Rocky horror í lok október. En á þinginu ríkti meiri eining en oft áður. Kosningar voru vel undirbúnar og enginn slagur varð á þinginu sjálfu. Halldór Halldórsson einróma kjörinn formaður og sú sem þetta skrifar er áfram í stjórn fyrir hönd Suðurkjördæmis. Fyrir áhugasama er hér hægt að sjá hverjir skipa stjórnina. En annars snérust þingstörfin að mestu um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sameiningu sveitarfélaga, fjármálareglur og drög að nýjum sveitarstjórnarlögum. Áhyggjur að fjárhagsstöðu sveitarfélaga og almennri velferð íbúa voru einnig áberandi en það er ljóst að með minnkandi tekjum verður sífellt erfiðara að halda úti eins góðri þjónustu og vilji er til að gera. Ekki batnar það síðan þegar forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma síðan í sjónvarpsfréttir og boða að sveitarfélögin ættu að hækka fjárhagsaðstoð. Það eru að ég tel flestir sammála um að hún sé of lág en ágætur nýskipaður ráðherra hefði kannski átt að láta fylgja með ráðleggingar um hvaðan aurinn ætti að koma ! ! !

Haustþing Landsambands sjálfstæðiskvenna var haldið í Mosfellsbæ á laugardag. Fjöldi kvenna á öllum aldri mætti til þingsins sem var óvenju kröftugt og málefnalegt. Fín erindi og miklar umræður einkenndu þingið en bæði Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal fluttu þar erindi. Eftir því sem ég hitti Ólöfu oftar verð ég ánægðari með hana. Hún er skelegg og trúverðug. Bjarni er alltaf góður, minnir mig á Geir Haarde, svona einhvern veginn góður innað beini. Og Hanna Birna var frábær. Það er alveg með ólíkindum að Reykvíkingar skuli ekki hafa kosið hana áfram sem borgarstjóra því hún er með svo skýra og heilbrigða sýn á stjórnmálin og kemur alltaf með vinkla í umræðunni sem láta mann hugsa á nýjum brautum. Það er þyngra en tárum taki að borgarbúar skuli hafa misst af svona góðri konu úr stóli borgarstjóra. Sjálfstæðiskonur í Mosfellsbæ buðu að loknu þingi til móttöku að Gljúfrasteini en þangað hef ég ekki komið áður. Það var virkilega fróðlegt og skemmtilegt og full ástæða til að hvetja alla til að heimsækja þennan sögufræga stað.

Sunnudagur var líflegur og byrjaði með góðri gönguferð þar sem ég rakst á Kittu undir fjallinu og breyttist þá gangan í hina bestu spjallferð. Gaman að því. Náði síðan í frænkur mínar tvær Hafrúnu og Vigdísi og hafði þær báðar að láni í dag. Önnur svaf nú mest allan tímann en sú eldri setti niður haustlauka með frænku sinni og dundaði sér glöð allan daginn. Yndislegar báðar tvær. Húsið fylltist síðan af gestum þannig að það kom sér vel að við Hafrún höfðum bakað fyrr um daginn. Á myndinni má sjá þær systur Hafrúnu og Vigdísi sem unir sér vel í heimatilbúna barnastólnum (þvottabalanum) hjá Aldísi frænku :-)

Himmelblå í kvöld toppaði síðan góða helgi :-)
------------------------
... og sveitarfélög á Íslandi eru 76. Starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga fylgjast greinilega vel með og hafa nú þegar birt frétt um málið á vef sínum. Í ljósi þessa hlýtur liðið okkar úr Útsvarinu að komast í "umspil" þar sem þau misstu af mikilvægum stigum og voru þar fyrir utan sett út af laginu með þessari dómgæslu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet