18. október 2010
Annasamir dagar að undanförnu. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna var haldin í Reykjavík á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Í ár var hennar beðið með enn meiri eftirvæntingu en oftast áður enda margt sem brennur á sveitarstjórnarmönnum núna þegar fjárhagsáætlunargerð er að komast á fullan skrið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eða kannski réttara sagt aðgerðarleysi er hróplegt og erfitt að sjá fyrir sér hvernig næsta ár verður miðað við þær aðstæður sem hér hafa skapast. Ég flutti erindi á ráðstefnunni um áhrif fjárlagafrumvarpsins á fjármál sveitarfélaganna og áhugasamir geta lesið glærurnar hér. Erindið vakti þónokkra athygli enda er allt útlit fyrir að sveitarfélgin verði af 8.000 mkr á næsta ári vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Ríkisútvarpið ræddi við mig um almenn áhrif fjárlaga og í gær var forsíðugrein Fréttablaðsins um fyrirhugaðan niðurskurð húsaleigubótakerfisins. Ég verð þó að vona eins og flestir aðrir gera að frumvarpið eigi eftir að taka róttækum breytingum á næstu vikum.
Aðalfundur sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins var haldinn á fimmtudaginn, samhliða fjármálaráðstefnunni. Það var góður fundur þar sem kosin var ný stjórn til næstu fjögurra ára. Ég hef verið þarna í stjórninni undanfarið og tók núna að mér að vera formaður. Það er ekki erfitt enda einvalalið í stjórninni...
Í gær mánudag var erill í vinnunni. Við Helga hittum leikskólastjórana, skólastjóra grunnskólans, skipulags- og byggingafulltrúann, menningar- og frístundafulltrúann og félagsmálastjórann til að fara yfir deildirnar með viðkomandi vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Endurskoðuð áætlun verður lögð fyrir bæjarstjórn á fundi næsta fimmtudag. Mér finnst aðdáunarvert hversu vel forstöðumenn eru að standa sig og fylgja áætlunum miðað við allt. Við erum afar heppin með starfsmenn hér í Hveragerði.
Síðdegis komu Henrik og Alice með strákana í heimsókn en þau reka ísgerð í Aabybro í Danmörku. Henrik vann í Kjörís fyrir 25 árum og hefur alltaf haldið sambandi við okkur hér í Hveragerði. Það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingu ísgerðarinnar hans en hann byggir á ýmsu sem hann lærði hér á sínum tíma.
Varð að seinka meirihlutafundi vegna þessa og því vorum við ekki búin með fundinn fyrr en rúmlega ellefu. Það þykir flestum of seint og því reynum við alltaf að bera búin með fundina fyrr.
Aðalfundur sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins var haldinn á fimmtudaginn, samhliða fjármálaráðstefnunni. Það var góður fundur þar sem kosin var ný stjórn til næstu fjögurra ára. Ég hef verið þarna í stjórninni undanfarið og tók núna að mér að vera formaður. Það er ekki erfitt enda einvalalið í stjórninni...
Í gær mánudag var erill í vinnunni. Við Helga hittum leikskólastjórana, skólastjóra grunnskólans, skipulags- og byggingafulltrúann, menningar- og frístundafulltrúann og félagsmálastjórann til að fara yfir deildirnar með viðkomandi vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Endurskoðuð áætlun verður lögð fyrir bæjarstjórn á fundi næsta fimmtudag. Mér finnst aðdáunarvert hversu vel forstöðumenn eru að standa sig og fylgja áætlunum miðað við allt. Við erum afar heppin með starfsmenn hér í Hveragerði.
Síðdegis komu Henrik og Alice með strákana í heimsókn en þau reka ísgerð í Aabybro í Danmörku. Henrik vann í Kjörís fyrir 25 árum og hefur alltaf haldið sambandi við okkur hér í Hveragerði. Það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingu ísgerðarinnar hans en hann byggir á ýmsu sem hann lærði hér á sínum tíma.
Varð að seinka meirihlutafundi vegna þessa og því vorum við ekki búin með fundinn fyrr en rúmlega ellefu. Það þykir flestum of seint og því reynum við alltaf að bera búin með fundina fyrr.
Comments:
Skrifa ummæli