<$BlogRSDUrl$>

28. maí 2007

Af beitarréttindum og bæjarstjórum...

Herdís Þórðardóttir birtir í síðustu Dagskrá enn eina greinina þar sem hún venju samkvæmt eys úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta Sjálfstæðismanna.

Ég gleymdi reyndar að lesa greinina og mundi ekki eftir henni fyrr en í 75 ára afmælinu hans Sigfúsar frænda á sunnudag þar sem Guðmundur föðurbróðir minn fór mikinn yfir umræddri grein. Þá skyndilega fannst mér ég þurfa að skýra eitt atriði betur:

Nú þegar skipulag Eyktarsvæðisins er á lokastigi var brýnt að leysa þau mál sem óleyst voru á svæðinu en beitarréttindi ábúandans á Krossi voru eitt þeirra. Samningaviðræður milli lögmanna Hveragerðisbæjar og ábúanda báru ekki árangur eins og bæjarfulltrúar sáu í útsendum gögnum. Boði um greiðslu bóta að upphæð rétt rúmlega 6 mkr. var hafnað og frekari samningaumleitanir báru ekki árangur. Því var ekki önnur leið fær en að leita til óvilhallra aðila um að meta þau réttindi sem þarna er um að ræða. Lögmenn bæjarfélagsins fólu matsnefnd eignarnámsbóta að meta umrædd réttindi. Í úrskurði matsnefndar kemur fram að beitarréttindin að Krossi eru metin á 13,5 milljónir króna. Líkt og venja er fellur kostnaður málsaðila á matsbeiðanda.

Með úrskurðinum er ljóst að beitarréttindi ábúandans á Krossi á hinu svonefnda Eyktarlandi eru mun meira virði heldur en fyrri meirihluti sem gerði samning um sölu á landinu gerðu sér grein fyrir. Með ákvæðinu í Eyktarsamningnum um að bæta beri ábúandanum réttindin myndast skýlaus bótakrafa sem óhjákvæmilegt er að taka tillit til.
Ný þegar lyktir máls eru ljósar má með nokkurri vissu fullyrða að betra hefði verið að ganga frá þessum samningi áður en landið var selt þriðja aðila. Niðurstaðan stendur þó óhögguð og hún er sú að fyrri meirihluti mat beitarréttindin sem óveruleg, niðurstaðan reynist allt önnur.

Öll þessi umræða fór reyndar fram á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar og hvet ég áhugasama til að fylgjast með umræðunum á www.hveragerdi.is
----------------------------------------
Bæjarstjórar víðs vegar að af landinu hittust í Álftaneshreppi hinum forna um liðna helgi. Bæjarstjórar Álftaness, Garðabæjar og Hafnarfjarðar höfðu veg og vanda af skipulagningunni og var enginn svikinn af dagskránni. Það er ótrúlegt að sjá uppbygginguna sem er í þessum sveitarfélögum og að heyra um framtíðaráform sveitarstjórnarmanna þar. Að ári verður síðan hist í Húnaþingi Vestra Þar eru aðrar áherslur sem gaman verður að fræðast um.
----------------------------------------

23. maí 2007

Útskrift úr ME, pennavinir og tónlistarhátíð ...

Það telst til viðburða þegar ég set færslur á síðuna enda byrja þær flestar orðið á sama veg. Reyni reyndar að hemja gleði mína yfir dugnaðnum til að allar færslur byrji ekki á "nú er langt síðan ég skrifaði síðast....". Fer að minna mig á þegar ég átti 14 pennavini á unga aldri. Þá byrjuðu flest bréfin á "afsakaðu hvað ég svara seint en ..."

Já, ég var pennavinaóð á tímabili. Átti fullt af pennavinum hér á landi og heilan helling út um allan heim, í Ástralíu, Þýsklandi, Ghana, Dominicanska lýðveldinu, USA og já ekki má gleyma Samuel Baum í Ísrael. Hann var ofur duglegur frímerkjasafnari og dældi ég til frímerkjum til Ísrael á tímabili. Eignaðist auðvitað helling af frímerkjum sjálf sem ég endaði með að selja Valda bróður og keypti mér segulband fyrir andvirðið. Þótti það góður díll... Í dag fæ ég aldrei handskrifuð bréf, fæ ekki einu sinni tölvupósta sem líkjast bréfum. Nei nú les ég blogg eins og þjóðin öll og minningar fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar verða sennilega varla til. Við verðum að öllum líkindum "gleymda kynslóðin". Sú sem skrifar mest en geymir minnst. Spáið í það.

Nú er undirbúningur fyrir Tónlistarhátíðina Bjartar Sumarnætur í fullum gangi. Flott dagskrá og frábærir flytjendur. Guðrún Jóhanna og Víkingur Heiðar eru stjörnur á hinu klassíska sviði og það verður stórkostlegt að upplifa þessa snillinga ásamt félögum í Hveragerðiskirkju aðra helgina í júní.

Gömlu góðu Hveragerðislögin munu ganga í endurnýjun lífdaga á hátíðinni því Atli Heimir Sveinsson vinnur nú að endurútsetningu þeirra svo það verður spennandi að heyra afraksturinn sunnudaginn 10. júní. Munið... taka helgina frá ....

En ég rakst á þetta á Moggavefnum áðan. Guðrún Jóhanna söngkona að fá enn eina viðurkenninguna. Ætlaði síðan að finna lagið Ljósbrá á netinu þar sem það er eitt frægasta Hveragerðislagið, gull fallegur tangó eftir Eirík Bjarnason. Fann það auðvitað í óteljandi útgáfum en fann um leið þessa skemmtilegu bloggsíðu sem ég reyndar veit ekki hver skrifar en þarna má, inná milli, lesa ýmislegt skemmtilegt frá árdögum byggðar í Hveragerði. Lesturinn minnti mig á sunnudagsmorgnana þegar pabbi skutlaði okkur systkinunum í sunnudagaskólann og fór síðan niður á hótel að ræða pólitík við Eirík blinda. Þegar sunnudagaskólanum lauk töltum við á spariskónum niður brekkuna til pabba. Oftar en ekki voru þeir langt í frá búnir að ræða málin og þá var gaukað að okkur appelsínulímonaði til að við værum til friðs þar til málin voru fullrædd.
-------------------
Annars fór stórfjölskyldan austur á land um síðustu helgi til að útskrifa dótturina úr ME. Yndisleg helgi í alla staði. Laufey stóð sig vel og útskrifaðist sem stúdent með glæsibrag. Við vorum öll alveg ótrúlega stolt af stelpunni.
Það er gaman að sjá hvernig hver skóli hefur sín sérkenni. Hvort sem það er MA, FSu, ME eða FSS þá er gleðin alltaf sú sama. Þetta er stór stund fyrir stúdentinn og ekki síst fyrir fjölskylduna.
-------------------
Ákvað að minnast ekki á hina nýju ríkisstjórn eða niðurstöðu kosninga. Nógir um það.
Læt nægja að segja að Geir er og verður traustur leiðtogi og ríkisstjórnin mun án vafa standa undir væntingum.

7. maí 2007

Sjálfstæðismenn í Hveragerði eru alveg ótrúlega öflugir. Í dag var fjölskylduhátíð með hoppukastala, snúningstækjum, grilluðum pylsum, blöðrum nú og auðvitað góðum skemmtiatriðum þeim Hara systrum og Árna Johnsen. Mikið rennerí allan daginn, gaman af því. Leiðtogakvöld fyrir konur var haldið í síðustu viku. Um 60 konur mættu og áttu saman frábæra kvöldstund. Guðfinna Bjarna og Edda Björgvins voru með fræðsluerindi sem bæði voru skemmtileg og fræðandi. Frábærir kokkar sáu um matinn og glæstir karlkynsframbjóðendur sáu um að þjóna til borðs. Nú í kvöld sátum við síðan yfir Bláhver sem koma mun út í næstu viku! ! ! Það verður allavega ekki hægt að segja að Hvergerðingar hafi ekki lagt sitt af mörkum í þessari kosningabaráttu. Ekki má heldur gleyma því að kosningaskrifstofan er opin alla daga svo þetta er orðin hálfgerð félagsmiðstöð hjá mörgum.

Sumir dagar eru nú samt ekki alveg jafn góðir og aðrir. Undanfarna daga hef ég verið að drepast í hægri þumalfingrinum, áskotnaðist þessi líka óþolandi sýking í fingurinn sem gerir að verkum að ég er handónýt til flestra verka. Rifjast upp fyrir mér tíminn þegar gigtsóttin var sem verst og liðirnir í þumalfingrunum gáfu sig, reyndar ásamt flestum öðrum stórum liðum. Það er gagnlegt að prufa að hafa ekki þumalfingur... Smá atriði eins og að bursta tennurnar, skrifa eða að blása á sér hárið verður að óyfirstíganlegri þraut. Maður kann óneitanlega betur að meta það þegar allt virkar eins og það á að gera eftir slíka lífsreynslu. EN lokatilraun til lækninga er sprittbað með fingurinn í kvöld, að öðrum kosti neyðist ég til að heimsækja doktor Sigurð á morgun ! ! !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet