<$BlogRSDUrl$>

31. júlí 2012

Á meðan ég var í fríi barst hingað nokkuð af fyrirspurnum tengdum atvinnumálum og uppbyggingu í bæjarfélaginu. Það hlýtur að mega líta á það sem merki þess að hjól atvinnulífsins séu farin af stað aftur og að bjartsýni ríki, allavega hjá einhverjum. Það verður gaman að sjá hverju þessi erindi skila. En öllu er svarað og settir upp fundir með áhugasömum aðilum. Maður getur nefnilega aldrei verið viss um hvað það er sem slær í gegn !

Í morgun fórum við Guðmundur Baldursson og skoðuðum framkvæmdir sem eru í gangi. Kíktum uppí skóla þar sem verið er að leggja lokahönd á úrbætur á sex skólastofum, bætt hljóðvist, lýsing og allt málað. Mér sýnist þetta verða nokkuð gott. Heimsóttum síðan Hamarshöllina þar sem allt er á fullu, verið er að smíða aðstöðuhús og ganga frá lýsingu og fljótlega verður malbikað og smíðaður skjólveggur norðan við húsið.
Þaðan kíktum við á framkvæmdir Reykjakotshjónanna en þau eru nú að setja niður söluskála við planið inn við Hengladalsá. Bráð sniðug hugmynd enda umferðin þarna að aukast gríðarlega og mikil vöntun á þjónustu einmitt á þessum stað. Sé fyrir mér að þetta verði áfangastaður margra á kvöld og helgarrúntum. Maður þarf nefnilega ekki að ganga inní Reykjadal, það er líka alveg hægt að rölt innað fossi eða dýfa tánum í volgan lækinn þarna við planið. Hlakka til !


Heimsóttum líka báða leikskólana og lítum á lóðaframkvæmdir. Þar eins og víða annars staðar vantar rigningu meira en nokkuð annað. Þyrstar þökurnar á Óskalandi báru vott um það!

Enn eina ferðina urður málefni katta fyrirferðarmikil í dagskrá dagsins en stundum hef ég sagt að hunda og kattamál séu þau málefni sem taka hvað mestan tíma! En þetta mál leystist farsællega eftir ansi mörg símtöl...

Í dag lauk Vinnuskólinn störfum með grilli, sundi og strandblaksmóti! Þau hafa staðið sig vel í sumar krakkarnir og vonandi fara þau inní haustið með góðar minningar um sólríkt sumar og árangursríkt starf.

30. júlí 2012

Samhæfðar dýfingar eru með því skemmtilegra í sjónvarpinu í kvöld. Þökk sé norska ríkissjónvarpinu sem gladdi okkur líka með leik norsku stelpnanna í hanbolta þar sem þær unnu Svía. Gaman að sjá Þóri Hergeirs, Selfyssing, í viðtali eftir leikinn. Landinn vekur alltaf athygli :-)

Fyrsti dagurinn í vinnu eftir sumarfrí var annasamur eins og við var að búast. Fór yfir tölvupóstinn og skipulagði fundi með þeim sem um þá höfðu beðið. Þeir voru nokkrir. Hitti Helgu sem nú er komin í frí í þrjár vikur en áður en hún gat alveg yfirgefið svæðið þurfti hún að láta vita af því sem útaf stendur. Það var ekki margt! Ræddi lengi við Jóhönnu m.a. um dagskrá Blómstrandi daga sem nú er að taka á sig lokamynd. Verð að segja að sjaldan hefur dagskráin verið jafn þétt og góð. Fullt af tónleikum, skemmtunum og sýningum alla helgina svo enginn á að þurfa að láta sér leiðast.

Hitti Magneu og Þorstein í Görpum sem nú vinna að uppsetningu söluskála við planið inní Dal. Vonandi gengur það hratt og vel fyrir sig í þessari viku svo starfsemi geti hafist fljótlega. Umferðin inní Reykjadal er orðin alveg ótrúlega mikil og bílaplanið yfirfullt á hverjum degi.

Hitti líka Ólaf Sigurðsson framkvæmdastjóra Heilsustofnunar og ræddum við ýmis mál er varða stofnunina. Þar er margt spennandi í gangi enda starfsemin með því besta sem gerist.

Líflegur meirihlutafundur vel fram yfir kvöldmat. Margt sem þarf að ræða þegar langt er síðan síðast var hist.

12. júlí 2012

6. og 7. flokkur í knattspyrnu fékk að heimsækja nýja íþróttahúsið í gönguferð um Dalinn í dag. Það var gaman að sjá þegar þau sprettu úr spori út allan völlinn og skemmtu sér vel við þessar góðu aðstæður. Nú var hiti settur á húsið í dag og var ívið of heitt þarna inni eins og viðraði í dag. Greinilegt að ekki þarf að kynda húsið í veðráttun eins og nú er.

Síðdegis komu nokkrir úr íþróttahreyfingunni og sveitarstjórnarmenn til að skoða Hamarshöllina og á meðan við stöldruðum við þá komu þónokkrir aðrir sem einnig vildu fá að skoða húsið. Það kemur mér óvart, en þó ekki, hversu mikil umferð er að húsinu en nýjabrumið hlýtur fljótlega að fara af þessu eins og öðru.

Síðdegis litum við Helga við á strandblaksvöllunum nýju en nú er verið að leggja lokahönd á umhverfi svæðisins. Búið er að tyrfa að mestu en greinilega þarf að koma þarna fyrir bílastæðum eins og reyndar stóð til í upphafi. Munum skoða það betur á næstu dögum.


En þessar fínu myndir af strákunum í bæjarvinnunni voru teknar áðan. Ragga fannst víst ekki þægilegt að detta í sandinn því hann rataði í kjölfarið á slóðir þar sem sandur er ekki best geymdur :-)







11. júlí 2012

Heilmikið stúss hefur verið í kringum Hamarshöllina undanfarna daga eins og við var að búast enda byggingartíminn afar stuttur og margt sem þarf að ná að gera á þeim tíma og áður en erlendu sérfræðingarnar fara til síns heima en það verður á föstudaginn.

Stærðin á húsinu þegar inn er komið kemur flestum á óvart en plássið innandyra er afskaplega gott svo vægt sé til orða tekið. Einnig er gaman að sjá hversu bjart er innandyra en dúkurinn hleypir birtu afar vel í gegn svo ljós inni hafa verið algjörlega óþörf þessa daga sem húsið hefur verið uppi. Er það ánægjulegt með tilliti til rekstrarkostnaðarins. Unnið hefur verið að því að koma upp ljósum öðru því sem inni á að vera en strax eftir helgi mun Sæmundur fara á fullt við að klára sitt verk en nú þarf að byggja þarna inni lítið hús þar sem verða salerni, starfsmannaaðstaða og tæknirými. Frágangur utanhúss er einnig eftir en malbikað verður frá aðstöðuhúsi og að inngangi og settur skjólveggur sem skýla mun gegn norðanáttinni. Væntanlega verður svo gróðursett í kring um húsið um leið og viðrar til gróðursetningar en það er glórulaust að setja niður tré í þeim þurrkum sem nú ríkja.

En það eru fleiri framkvæmdir í gangi vegna íþrótta en blakdeildin hefur haft veg og vanda af gerð strandblaksvalla sem verða væntanlega tilbúnir í þessari viku. Bæjarstarfsmenn eru að tyrfa áhorfendasvæði og ganga frá umhverfi vallanna sem eru staðsettir á túninu við hlið sundlaugarinnar í Laugaskarði. Þar er mikill gróður í kring svo nú þegar er svæðið skjólsælt og skemmtilegt frá náttúrunnar hendi. Blakdeildin á heiður skilinn fyrir framtakið.

Framkvæmdir eru hafnar við að skipta út gólfinu í íþróttahúsinu fyrir parket sem skv. reglugerð KKÍ (5. gr.) er skylda að hafa í leikjum meistaraflokks karla og kvenna í efstu deildum. Við höfum hér undanfarin ár leikið á undanþágu en skv. sömu reglugerð er slíkt ekki heimilt til lengdar.

Það má því segja að íþróttir hafi verið settar í forgang svo um munar hér í Hveragerði þetta árið. Myndu margir segja að það hafi verið tímabært !
--------------------------------------------

Grænmetismarkaðurinn hans Hjartar Ben. opnar á bílastæði Leikfélags Hveragerðis við hliðina á gamla Eden á morgun, föstudaginn 13. júlí

Í fréttatilkynningu frá Hirti kemur fram að opið verður allar helgar fram á haust:
föstudaga kl 14:00 - 18:00, laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 - 18:00.

Grænmeti hjá honum Hirti er ótrúlega gott, glænýtt og gómsætt! Síðan er ég búin að bíða eftir bleikjunni sem ég heillaðist alveg af í fyrra. Hún verður keypt á morgun :-)
---------------------------------------------
Þar sem fréttatilkynning frá mér sem send var fjölmiðlum í síðustu viku er til umfjöllunar í Dagskránni þessa vikuna er rétt að birta tilkynninguna hér í heild sinni:

Fréttatilkynning!

Í gær og í dag er unnið að því að setja upp loftborna íþróttahúsið í Hveragerði en undanfarin misseri hefur sú framkvæmd verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum og í samtölum manna á milli.

Fjöldi sjálboðaliða úr bæjarfélaginu dreif að á verkstað í gær og var mæting þeirra framar öllum vonum. Verkefnið fólst í að draga út hallardúkinn og að koma honum á rétta staði en hann er níðþungur og því þarf fjölmenni til að færa hann úr stað. Það var einstök sjón að verða vitni að því þegar tugir einstaklinga raðaði sér á kantinn og hljóp síðan með dúkinn á fullri ferð yfir völlinn. Smám saman færðist hvítur litur yfir svæðið sem á allra næstu dögum mun breytast í eitt glæsilegasta íþróttasvæði landsins.

Þegar dúkurinn er kominn í réttar skorður þarf að bolta saman hlutana og var sjálfboðaliðahópurinn orðinn ótrúlega sjóaður í þeim vinnubrögðum þegar vinnu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Haft var á orði að stemningin hefði verið eins og á góðum réttardegi, fjör, gleði og hlátrasköllin glumdu um allt svæðið. Flestir hafa hug á að mæta aftur í dag kl. 17 en þá verður klárað að setja upp dúkinn.

Þeir erlendu aðilar sem hafa yfirumsjón með verkinu eru yfir sig hrifnir og hafa sjaldan ef nokkurn tíma orðið vitni að viðlíka viðbrögðum hjá bæjarbúum þar sem þessi hús hafa verið sett upp. Hér í Hveragerði erum við afar stolt af þeim samtakamætti sem við upplifðum í gær og greinilegt að þeir eru margir sem bíða í ofvæni eftir því að við öll getum séð afrakstur erfiðisins þegar húsið verður fyllt af lofti og íþróttahúsið verður loksins staðreynd.

Í dag er síðari dagur sjálfboðaliðastarfsins. Þeir sem hafa hug á að mæta í dag koma á svæðið kl. 17 og unnið verður frameftir þar til allt húsið verður komið á sinn stað. Vinnuvettlingar eru ágætir og sólgleraugu nauðsyn enda endurkastið frá dúknum ansi mikið í blíðunni hér fyrir austan fjall :-)


Að beiðni Njarðar Sigurðssonar, bæjarfulltrúa, sendi ég öllum bæjarfulltrúum þessa tilkynningu í lok síðustu viku en aðrar hafa ekki farið frá mér eða skrifstofunni vegna hússins að undanförnu.

5. júlí 2012

Eftir fund bæjarráðs í morgun vildu þeir áhugasömustu í hópi fulltrúanna skoða aðstæður á verkstað og hér má sjá Ninnu Sif og Guðmund Þór gægjast inní húsið sem nú er búið að blása örlitlu lofti í til að auðveldara sé að færa dúkinn til. Fótsporin á dúknum skýrast af fjölda sjálfboðaliða :-)

Fjölmiðlar sýna Hamarshöllinni eðlilega mikinn áhuga og hér eru nokkur dæmi um fréttir undanfarinna daga. Forsíða Morgunblaðsins var einnig mjög flott í morgun prýdd mynd af nokkrum vöskum Hvergerðingum :-)

Hér má sjá frétt Ríkisútvarpsins.

Frétt af mbl.is

Forsíða Morgunblaðsins.

---------------------------
En það er enn fleira að gerast hér á sviði íþróttanna því nú er að opna ansi skemmtilegur fótboltagolfvöllur við Hótel Örk. Þar er Sveinbjörn kennari hér við Grunnskólann sem á heiðurinn af gerð vallarins sem unnin er í samvinnu við hótelið. Heimamenn munu ekki verða rukkaðir fyrir að spila völlinn svo nú er um að gera að bregða undir sig betri fætinum og prófa þennan skemmtilega leik. Endilega kíkið á heimasíðuna.

4. júlí 2012

Eins og alltaf eru dagarnir hér í Hveragerði yfirfullir af skemmtilegum viðburðum og atvikum sem gaman gæti verið að segja frá hér á blogginu. Núna til dæmis hafa síðustu dagar verið undirlagðir vinnu við Hamarshöllina. Húsið kom hingað í síðustu viku í fimm gámum. Tveir Slóvenar og einn Norðmaður komu með húsinu og í dag bættist þriðji Slóveninn í hópinn. Með þeim hafa verið menn frá Sæmundi smið í Þorlákshöfn sem eru ótrúlega duglegir. Þeir eru sjálfsagt líka að upplifa eitthvað alveg glænýtt með þessari framkvæmd svona rétt eins og við hin. Í gær hófst sjálfboðavinnan af fullum krafti og ég verð að játa að ég varð afar stolt og eiginlega hálf undrandi þegar ég sá hversu margir mættu. Á fimmta tug einstaklnga á öllum aldri hafa nú unnið frá klukkan 17 og fram eftir kvöldi í tvo daga og í kvöld fóru þeir síðustu ekki heim fyrr en undir hálf ellefu. Lúnir enda vinnan erfið. Nú eru allir orðnir ansi eftirvæntingafullir og bíða eftir að lofti verði blásið í húsið. Það mun taka um einn og hálfan tíma ef allt fer að óskum og verður gert um helgina eða í síðasta lagi á mánudag. Ég mun setja tilkynningu á heimasíðu bæjarins og á facebook um leið og það liggur fyrir. Held að þetta verði mikið sjónarspil sem enginn ætti að missa af!

Annars eru aðrar framkvæmdir víða í bænum. Verið er að leggja lokahönd á strandblaksvöll við hliðina á sundlauginni sem verður skemmtilegur segja mér reynsluboltarnir í blaki. Einnig er hafin vinna við að fjarlægja gólfið í íþróttahúsinu til að setja þar parket og mun sú framkvæmd klárast í júlí. Það er semsagt mikið um að vera og margt í gangi sem mun stórbæta aðstöðu hér til íþróttaiðkunar. Það hefur jákvæð áhrif á búsetuskilyrði og mun vonandi hvetja fólk enn frekar til að setjast hér að.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet