31. júlí 2012
Á meðan ég var í fríi barst hingað nokkuð af fyrirspurnum tengdum atvinnumálum og uppbyggingu í bæjarfélaginu. Það hlýtur að mega líta á það sem merki þess að hjól atvinnulífsins séu farin af stað aftur og að bjartsýni ríki, allavega hjá einhverjum. Það verður gaman að sjá hverju þessi erindi skila. En öllu er svarað og settir upp fundir með áhugasömum aðilum. Maður getur nefnilega aldrei verið viss um hvað það er sem slær í gegn !
Í morgun fórum við Guðmundur Baldursson og skoðuðum framkvæmdir sem eru í gangi. Kíktum uppí skóla þar sem verið er að leggja lokahönd á úrbætur á sex skólastofum, bætt hljóðvist, lýsing og allt málað. Mér sýnist þetta verða nokkuð gott. Heimsóttum síðan Hamarshöllina þar sem allt er á fullu, verið er að smíða aðstöðuhús og ganga frá lýsingu og fljótlega verður malbikað og smíðaður skjólveggur norðan við húsið.
Þaðan kíktum við á framkvæmdir Reykjakotshjónanna en þau eru nú að setja niður söluskála við planið inn við Hengladalsá. Bráð sniðug hugmynd enda umferðin þarna að aukast gríðarlega og mikil vöntun á þjónustu einmitt á þessum stað. Sé fyrir mér að þetta verði áfangastaður margra á kvöld og helgarrúntum. Maður þarf nefnilega ekki að ganga inní Reykjadal, það er líka alveg hægt að rölt innað fossi eða dýfa tánum í volgan lækinn þarna við planið. Hlakka til !
Heimsóttum líka báða leikskólana og lítum á lóðaframkvæmdir. Þar eins og víða annars staðar vantar rigningu meira en nokkuð annað. Þyrstar þökurnar á Óskalandi báru vott um það!
Enn eina ferðina urður málefni katta fyrirferðarmikil í dagskrá dagsins en stundum hef ég sagt að hunda og kattamál séu þau málefni sem taka hvað mestan tíma! En þetta mál leystist farsællega eftir ansi mörg símtöl...
Í dag lauk Vinnuskólinn störfum með grilli, sundi og strandblaksmóti! Þau hafa staðið sig vel í sumar krakkarnir og vonandi fara þau inní haustið með góðar minningar um sólríkt sumar og árangursríkt starf.
Í morgun fórum við Guðmundur Baldursson og skoðuðum framkvæmdir sem eru í gangi. Kíktum uppí skóla þar sem verið er að leggja lokahönd á úrbætur á sex skólastofum, bætt hljóðvist, lýsing og allt málað. Mér sýnist þetta verða nokkuð gott. Heimsóttum síðan Hamarshöllina þar sem allt er á fullu, verið er að smíða aðstöðuhús og ganga frá lýsingu og fljótlega verður malbikað og smíðaður skjólveggur norðan við húsið.
Þaðan kíktum við á framkvæmdir Reykjakotshjónanna en þau eru nú að setja niður söluskála við planið inn við Hengladalsá. Bráð sniðug hugmynd enda umferðin þarna að aukast gríðarlega og mikil vöntun á þjónustu einmitt á þessum stað. Sé fyrir mér að þetta verði áfangastaður margra á kvöld og helgarrúntum. Maður þarf nefnilega ekki að ganga inní Reykjadal, það er líka alveg hægt að rölt innað fossi eða dýfa tánum í volgan lækinn þarna við planið. Hlakka til !
Heimsóttum líka báða leikskólana og lítum á lóðaframkvæmdir. Þar eins og víða annars staðar vantar rigningu meira en nokkuð annað. Þyrstar þökurnar á Óskalandi báru vott um það!
Enn eina ferðina urður málefni katta fyrirferðarmikil í dagskrá dagsins en stundum hef ég sagt að hunda og kattamál séu þau málefni sem taka hvað mestan tíma! En þetta mál leystist farsællega eftir ansi mörg símtöl...
Í dag lauk Vinnuskólinn störfum með grilli, sundi og strandblaksmóti! Þau hafa staðið sig vel í sumar krakkarnir og vonandi fara þau inní haustið með góðar minningar um sólríkt sumar og árangursríkt starf.
Comments:
Skrifa ummæli