<$BlogRSDUrl$>

27. júlí 2009

Álagningarskrá 2009 er komin í hús og mun liggja frammi hér á bæjarskrifstofu frá 30. júlí til 13. ágúst nk. Nú er bæjarskrifstofan orðin að afgreiðslu Skattstjórans hér í Hveragerði svo þetta er nýtt hlutverk hér í húsi.

Sendi frá mér drögin að viðbragðsáætlun vegna svínaflensunnar svo það verkefni er að verða frá. Vann síðan í ýmsum málum tengdum fasteignum og framkvæmdum og átti nokkur símtöl vegna málefna fyrirtækja sem hér eru eða vilja koma.

Spáin um yfirvofandi jarðskjálfta hefur hvekkt marga hér í Hveragerði jafnt sem annars staðar. Margir munu hafa varann á sér í kvöld þó að þeir séu kannski ekki margir sem leggja trúnað á slíka spádóma. En hér í Hveragerði semog annars staðar á Íslandi er vissara að gera alltaf ráð fyrir að náttúran geti gert okkur skráveifu því eigum við auðvitað alltaf að festa skápa, hengja myndir á króka, nota kennaratyggjó undir styttur og annað slíkt. Nýta sér líka þessar fínu gúmmí mottur sem fást í Bónus og henta svo vel í skápa og annað. Ekki sofa undir hillum eða öðrum þungum munum og yfirleitt ekki að hafa þunga muni ofan á hillum. Þetta og margt annað má lesa um á heimasíðu Almannavarnadeildar og hana eigum við að skoða reglulega burtséð frá öllum spádómum um skjálfta.

24. júlí 2009

Þó ég bloggi ekkert annað þennan daginn þá verð ég að setja inn tengil á síðu dr. Gunna í dag. Ótrúlega flott umfjöllun um Kjörís en Doktorinn hefur greinilega verið í heimsókn hjá systkinum mínum nýlega. Sonur hans nýtur nefnilega þess heiðurs að vera aðalleikari í Kjörís auglýsingunni fínu og skreytir auk þess pinnaplakat ársins. Sniðugt hjá markaðsstjóranum að bjóða þessum unga manni í heimsókn...

23. júlí 2009

Það er heilmikil gróska í atvinnulífinu þrátt fyrir allt krepputal og þónokkuð um að fólk komi hingað með góðar hugmyndir og einbeittan vilja til að hefja fyrirtækjarekstur. Bæjarfélagið hefur ekki svigrúm til að setja fjármuni í slíkt en við reynum að vera öllum sem hingað koma innan handar og greiðum þeim götu eftir bestu getu. Ég hef þá skoðun að maður viti aldrei hver kemur til með að "slá í gegn" og því beri að sinna öllum þeim sem hingað koma jafn vel. Hér er greiður aðgangur að embættismönnum og afar jákvætt viðhorf, dyrnar eru alltaf opnar og því léttara en á mörgum stöðum að sinna sínum erindum hratt og vel.
Síðan er orkan okkar hér í Hveragerði auðvitað segull sem mörg fyrirtæki dragast að. Hún gefur okkur möguleika sem ekki eru svo auðfáanlegir á öðrum stöðum.

Undanfarið hef ég örlítið unnið að málefndum Upplýsingamiðstöðvarinnar og Markaðsstofu Suðurlands en ég var nýlega skipuð í starfshóp á vegum Ferðamálastofu sem móta á tillögur um framtíðarfyrirkomulag við rekstur Upplýsingamiðstöðvanna. Hér á Suðurlandi er nýbúið að stofan Markaðsstofu og tel ég að þessar tvær stofnanir geti haft gríðarmikinn slagkraft séu kraftar þeirra nýttir í svipaða eða sömu átt og það tel ég rétt að gera.

Handverk og hugvit voru með samkomu í húsakynnum sínum í dag þar sem fram komu listamenn héðan úr bæjarfélaginu og boðið var uppá vöfflukaffi. Fjölmargir mættu á staðinn og skemmtu sér vel enda ekki annað hægt í góðum félagsskap og fallegu umhverfi. Handverksmarkaðurinn hefur að sögn gengið afar vel í sumar og greinilegt að það var þörf á þessum vettvangi fyrir þá fjölmörgu sem sinna handverki heimavið. Mér var sagt að nú þegar væru 60 meðlimir í félagsskapnum þannig að það verður spennandi að sjá hvernig þessi nýbreytni þróast næstu árin.

Skátarnir sem hér eru á vegum Roverway mótsins og hópur Veraldarvina tóku til hendinni inní Dal í morgun. Plantað var heilum helling af trjám í kringum Grýluvöllinn og keyrður sandur í göngustíg sem liggur á því svæði. Það munar miklu að fá svona vinnufúsar hendur í heimsókn. Nú verður reyndar að fara að rigna svo plönturnar skrælni ekki úr þurrki!

22. júlí 2009

Í gær fauk í mig yfir skemmdarverkum sem unnin hafa verið á nýju smágörðunum, en þar er búið að brjóta skilti og beygla, hrista farfuglagarðinn þannig að fuglahúsin hafa hrunið niður og rífa niður hluta af torfhleðslunum. Ekki batnaði síðan skapið þegar ég heyrði að skemmdarverk hefðu líka verið unnin í skólagörðunum og á smíðavellinum. Í skólagörðunum hefur grænmeti barnanna verið rifið upp og beðin skemmd og kofarnir rifnir og eyðilagðir á smíðavöllunum. Þetta er auðvitað algjörlega ólíðandi og við verðum með sameiginlegu átaki að koma í veg fyrir svona lagað. Við munum þegar í stað leita leiða til að uppræta hegðun sem þessa. Vona að hér séu óvitar á ferð sem hægt sé að ræða við því ef hér er um eldra fólk að ræða þá er eitthvað stórkostlegt að viðkomandi einstakling-i/-um.

Það er sérstaklega leiðinlegt að þetta skuli gerast núna þar sem bærinn hefur sjaldan eða aldrei verið fallegri og öll umgengni er til mikillar fyrirmyndar. Nú er svo komið að maður tekur eftir því ef það sést rusl á víðavangi því það er svo sjaldgæft hér innanbæjar. Samstillt átak allra bæjarbúa hefur gert þetta að veruleika og ég held að með sama átaki þá upprætum við skemmdarverk eins og þau sem hér hafa verið framin.

Systir mín bjó í Þýskalandi í nokkur ár og hún sagði mér frá því að afskiptasemi fólks væri þar með hreinum ólíkindum. Þar tjá íbúar sig ef einhverjir keyra yfir hámarks hraða í íbúðahverfum, tala nú ekki um ef einhver myndi leyfa sér það að henda rusli á almannafæri eða dunda sér við það að skemma opinberar eigur og hvað þá eyðileggja vinnu barna í skólagörðum. Held að við ættum að temja okkur það að benda á afleiðingar gjörða sem þessara en þannig getum við öll gert góðan bæ betri.

21. júlí 2009

Af ferðamálum ....

Tveir fyrstu fundir dagsins fjölluðu um ferðamál og ýmislegt þeim tengt. Knútur Bruun leit hér við en hann ásamt Önnu Sigríði konu sinni rekur glæsilegt gistiheimili hér í Hveragerði, Frost og funa, sem nýtur mikilla vinsælda. Ennfremur reka þau hjón gistiheimili að Hofi í Öræfum sem ekki er síður vinsælt. Við komum þar við á leið okkar austur um daginn og fengum skoðunarferð um staðinn. Það er ekki að spyrja að hugmyndaauðginni og smekklegheitunum. Auðveldlega hægt að mæla með þessum stað. En það er alltaf gaman að hitta Knút sem er frumlegur og hugmyndaríkur með afbrigðum, eitt sinn var heldur stirðara sambandið á milli okkar en það tímabil er að baki sem betur fer ;-)

Hitti einnig einn fremsta markaðsfræðing landsins og ræddi við hann um framtíðarmöguleika Hveragerðisbæjar á sviði ferðaþjónustu. Ímynd okkar er sterk um það eru flestir sammála en við þurfum að afmarka okkur betur og gera sýnina skarpari. Byggjum á sérstöðunni sem við höfum hér í formi jarðhitans og orkunnar í iðrum jarðar. Hana er hægt að nýta á svo margan hátt og þá ekki síst í heilsutengdri ferðaþjónustu sem við eigum að leggja enn meiri rækt við. Nú gerum við sýnina skarpari ! ! ! Ræddum við síðan vítt og breitt um ferðaþjónustu og þá þróun sem er að verða þar. Við vorum sammála um að við megum ekki hegða okkur eins og ræningjar og verðleggja okkur út af markaðnum. Heyrst hefur af hótelherbergjum sem kosta allt að 40.000 krónur nóttin af því að viðkomandi verðleggur sig í evrum. Erlendir gestir okkar eru auðvitað ekki tregari en gengur og gerist og uppgötva fljótt ef verið er að hafa þá að féþúfu við megum ekki láta slíkt spurjast um okkur sem þjóð.
--------------------
Leit við í dagdvölinni en þar er nú verið að tæma húsnæðið. Íbúðin fer á sölu fljótlega og vonumst við til að hún fari fljótt enda er þetta afar gott húsnæði og mjög vel með farið. Alveg gæti ég hugsað mér að búa þarna niður frá í góðu sambýli við Heilsustofnun þar sem ég get keypt mér ódýran og hollan mat ef ég nenni ekki að elda og legið síðan í sundlauginni á milli þess sem ég spjalla við nágrannana. Þið sjáið að ég hlakka til áranna þegar um hægist! Reyndar fylgist ég ágætlega með starfi eldri borgara hér í bæ og ég get nú ekki séð annað en að það sé full vinna að stunda félagslífið þegar vinnu sleppir. Nú er gönguhópur félagsins til dæmis í skemmtiferð í Veiðivötnum og fá þetta líka indælis veður.
--------------------
Kíkti við á leikskólanum Undralandi þar sem heilmiklar viðhaldsframkvæmdir eru í gangi. Verið er að loka á milli starfsmannaaðstöðu og eldhúss og setja hurð út úr eldhúsi. Á Brekku er verið að endurgera salernisaðstöðu barnanna og síðan á að mála deildina Sólbakka. Búið er að laga þakkant og ýmislegt annað utanhúss þannig að það er virkilega verið að taka til hendinni þarna.
---------------------
Roverway skátarnir eru mættir í bæinn en það er mikið fjör í hópnum eins og sást best í gærkvöldi, en þá kíkti ég aðeins yfir á tjaldsvæðið til þeirra.


Sá þessa mynd inná mbl.is og hafði ekkert samviskubit yfir að stela henni. Fannst hún ansi flott og lýsa Evrópusókn okkar Íslendinga vel! ! !

20. júlí 2009

Kláraði nokkur bréf sem biðu yfir helgina. Það er oft gott að láta texta bíða í nokkra daga og lesa hann svo aftur áður en hann er sendur af stað þá sér maður hann oft með alveg nýjum augum og getur breytt og bætt.

Setti síðan nokkrar nýjar fréttir á heimasíðu Hveragerðisbæjar Það er alltaf nóg um að vera og nægar fréttir að færa. Vandinn er að koma þeim á tölvutækt form ;-)

Annars rakst ég á ansi flotta heimasíðu um daginn sem er heimasíða Dvalarheimilisins Áss. Þar má sjá mannlegar og skemmtilegar fréttir af lífinu á Ási. Það er greinilegt að vel fer um heimilisfólkið enda alltaf nóg um að vera.

Nú er unnið að því að tæma dagdvölina við Lækjarbrún. Starfsemin mun flytjast í nýtt húsnæði í Hverahlíð eftir sumarfrí og verða rekin af Ási. Það er gaman að fylgjast með þeim breytingum sem nú eru að verða á gömlu bæjarskrifstofunni. Húsið verður eins og nýtt!
----------------
Helgin var með besta móti. Dvöldum nálægt Laugarvatni í góðra vina hópi frá föstudegi til laugardags og enduðum ferðina með gönguferð í Haukadalsskógi og sundi í Reykholti. Dýrlegt veður en þegar heim var komið var eins og sturtað hefði verið úr fötu yfir Hveragerði. Alls staðar miklir pollar og dumbungur. Hér hafði þá komið hellirigning og þrumuveður þrátt fyrir að aðrir staðir á Suðurlandi væru baðaðir sólskini, merkilegt...

Hellisskógur, Gónhóll og Eyrarbakki heimsóttur í gær. Sýningin um ferjustaðinn er skemmtileg og gaman að rölta um skóginn. Hefðum reyndar betur haft með okkur nesti af því veðrið var svo yndislegt. Kaffið í Gónhól svíkur reyndar aldrei svo það var gaman að því.
-----------------
Er núna að setja upp síðu með heimasíðum fyrirtækja í Hveragerði. Tengill inná hana er hér til hliðar undir "Heimasíðum Hvergerðinga".

16. júlí 2009

Ja, hver grefillinn....
Nú er ég búin að berjast við blogg síðuna í nokkrar vikur og hef ekki fundið út hvað er að en svo dugði að skipta um browser. Firefox greinilega ekki að virka mér til mikilla leiðinda því ég er íhaldssöm mjög og hef notað hann lengi. En hann er ekki lengur vinur minn það er nokkuð ljóst.
En það skyldi nú ekki vera að ég fari að blogga aftur þegar það tekur ekki heila eilífð að bíða eftir viðbrögðum frá blogger.com.

Annars er nóg að gera þrátt fyrir að þetta sé "dauðasti" tími ársins. Er að vinna í uppgjöri við ríkið vegna "skjálfta-kostnaðar" sem verður reynt að senda á morgun. Ótrúlega mörg mál eru í gangi sem falla undir "lönd og lóðir". Endalaus álitaefni þar á ferð. Síðan er nú réttast að setja í fluggírinn og vinna viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið vegna svínaflensunnar, sérstaklega þar sem hún virðist vera að stinga sér niður hér á landi núna og einungis tímaspursmál hvenær fleiri veikjast. Vonandi verður pestin samt væg, það er jafnmiklar líkur á því eins og stökkbreytingu. Ég kíkti aðeins á plöggin sem landlæknir hefur sent í gær og það er greinilegt að það þarf að setjast yfir áætlunina með fleirum og fá þeirra sjónarmið fram. Við María, félagsmálastjóri, byrjum á þessu á morgun.

Hópur fólks úr Skógræktarfélaginu hittist í kvöld og plantaði hundruðum trjáplantna undir Hamrinum að austanverðu. Þetta verður flott eftir nokkur ár þegar birkigöngin verða orðin glæsileg.

Kíkti aðeins á fótboltavöllinn og hitti þar Vilboga, Valla og Eyjólf. Það er allt annað að sjá umhverfi vallarins núna en áður var og aðstaðan öll að verða eins og best verður á kosið. Landsleikur verður síðan hér á laugardaginn kl. 14 þegar U19 stelpur spila. Það er heilmikil viðurkenning á umgjörð vallarins að landsleikur skuli nú spilaður hér.

7. júlí 2009

Skrifaði umsókn til Bjargráðasjóðs vegna gatna og gangstétta sem skemmdust í jarðskjálftanum fyrir ári. Lagðist í rannsóknarvinnu til að finna út hliðrun og áraun hér í Hveragerði í skjálftanum og fann auðvitað allar þessar upplýsingar í góðri skýrslu Jarðkjálftamiðstöðvar Háskóla Íslands sem finna má hér. Skrolla aðeins niður síðuna !

Hitti síðan Þuríði Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri Golfklúbbsins hér í bæ. Fórum við yfir mál sem snúa að starfsemi klúbbsins sem er í örum vexti. Aðsókn hefur aukist mikið undanfarið enda er golfvöllurinn einn af þeim meira spennandi á landinu. Hvar annars staðar eru hverir, ár og lækir og hvað þá þvælst milli sveitarfélaga á 9 holunum nema hér...

Ég og Helga skruppum síðan niður í dagdvöl eldri borgara þar sem verið er að ganga frá því hún flytur innan skamms í húsnæðið við Hverahlíð sem áður hýsti bæjarskrifstofurnar. Þetta verður án vafa gæfuspor fyrir þá sem þjónustuna nota enda fjölbreyttara og skemmtilegra umhverfi. Ekki spillir síðan fyrir að áfram munu þau hitta sömu gæða konurnar og unnu í Lækjarbrún.

Hitti tvo unga menn sem hafa skemmtilega hugmynd um atvinnutækifæri í Hveragerði. Það er alltaf gaman að hitta fólk sem þorir, vill og getur og reynir maður af öllu afli að styðja við bakið á slíkum aðilum. Bærinn getur þó ekki sett fjármagn í slíkan rekstur en oft er jákvætt viðhorf og viðmót það sem getur skipt sköpum.

Fundaði ásamt Eyþóri og Helgu um skiltamálin með hagsmunaaðilum í dag. Fjörugur og á stundum krefjandi fundur en allir yfirgáfu nú salinn með bros á vör í lokin.
----------------------------------------
Þessi yndislegi texti er saminn af henni Rannveigu Hjálmarsdóttur sem býr hér í Hveragerði. Ég set hann hér inn til að minna okkur á hversu heppin við erum að eiga svona fólk eins og hana og ekki síður til að minna okkur á það hversu ljúfur bærinn okkar er:


Byggðin mín

Byggðin mín er ímynd alls
er óskar hugur manns.
Allt ber vitni austanfjalls
um alúð skaparans.
Líkt og ilm í blíðum blæ
blessun hans ég finn.
Í Hveragerði, blómabæ
er bústaðurinn minn.

Í heiðar skjóli og Hamars vörn
er hugljúft gróðurvé.
Hérna vaxa upp broshýr börn,
blómaskrúð og tré.
Hveragerði heiðurs sess
hljóti sí og æ,
yndisfríð er ásýnd þess,
ég elska þennan bæ.

Rannveig Hjálmarsdóttir
(Lag: Love me tender)

... lífsgleðin léttir alla lund! Hér eru Jóna og Jón Helgi að dansa við opnun plöntusafnsins undir Hamrinum. Guðrún systir tók þessa fínu mynd um þarliðna helgi.

6. júlí 2009

Ætlaði að skrifa svo ótrúlega flotta og innihaldsríka færslu á föstudaginn enda mikið sem gekk á þann daginn. En þar sem endalaust vesen er með þessa síðu þá sleppi ég því í bili og læt daginn í dag nægja.

En Albert fór í Vatnaskóg í morgun og í fyrsta sinn í afar langan tíma upplifði ég einungis tvo tannbursta á baðherberginu. Við erum semsagt ein heima fram á föstudag hjónin. Maður ætti auðvitað að fara á námskeið til að venjast þessu en þar sem úr ástandinu verður bætt strax í lok vikunnar þá bíður slíkt betri tíma. En Lárus gladdi mig með því að fjárfesta í þvottavél í dag. Hlaupin út um allan bæ með þvottinn undanfarinn hálfa mánuð voru orðin frekar þreytandi svo vægt sé til orða tekið. Hneykslun móður minnar á framtaksleysinu í þvottavélakaupum var líka orðin frekar pínleg svo það var eins gott að bæta úr málum hið snarasta. Svo í kvöld dáðist ég að afköstum nýju þvottavélarinnar sem er með tölvuskjá og allt. Stórkostleg framför frá vélinni sem enginn veit tegundarheitið á og var keypt í Tallo bæklingi sem enginn man heldur eftir lengur fyrir ótrúlega mörgum árum síðan. Það er stórstígar framfarir á Heiðmörkinni þessa dagana...

En annars var dagurinn frekar furðulegur og erindin sem bárust jafn merkileg og þau voru mörg. Það verður seint sagt að vinnan sé einhæf því maður veit aldrei fyrirfram hvernig dagurinn verður. Í dag var fengist við málefni garðeiganda sem ekki hirðir um lóð sína nágrönnum sínum til armæðu. Fjallað um málefni tvöfalds Suðurlandsvegar í tilefni af mótttöku 295 undirskrifta þar sem íbúar mótmæla legu vegarins í útjaðri byggðarinnar. Rætt við marga varðandi skiltin sem spretta upp eins og gorkúlur þessa dagana. Fundað með Bjargráðasjóði vegna skemmda á götum og gangstéttum í jarðskjálftanum vorið 2008. Rætt um mörk og markaskrá við Þórarinn í Vogsósum vegna kinda sem slæðst höfðu inní bæjarfélagið og losna þurfti við. Rætt við par sem hyggur á brúðkaup utandyra hér í Hveragerði um næstu helgi. Skrifaði líka ítarlegt dreifibréf til bæjarbúa um hundahald, garðyrkju- og blómasýninguna og garðaskoðun sem fyrirhuguð er næsta sunnudag. Og ýmislegt annað tilfallandi datt inná borð í dag ...

Humarsúpa að hætti kokksins með heilli hrúgu af salati í kvöldmat var yndisleg eftir erilsaman dag...

2. júlí 2009

 
Þetta er náttúrulega flottasti köttur norðan Alpafjalla. Tígrisdýrið á Heiðmörkinni, öðru nafni Gulli gæðablóð.....
Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet