22. júlí 2009
Í gær fauk í mig yfir skemmdarverkum sem unnin hafa verið á nýju smágörðunum, en þar er búið að brjóta skilti og beygla, hrista farfuglagarðinn þannig að fuglahúsin hafa hrunið niður og rífa niður hluta af torfhleðslunum. Ekki batnaði síðan skapið þegar ég heyrði að skemmdarverk hefðu líka verið unnin í skólagörðunum og á smíðavellinum. Í skólagörðunum hefur grænmeti barnanna verið rifið upp og beðin skemmd og kofarnir rifnir og eyðilagðir á smíðavöllunum. Þetta er auðvitað algjörlega ólíðandi og við verðum með sameiginlegu átaki að koma í veg fyrir svona lagað. Við munum þegar í stað leita leiða til að uppræta hegðun sem þessa. Vona að hér séu óvitar á ferð sem hægt sé að ræða við því ef hér er um eldra fólk að ræða þá er eitthvað stórkostlegt að viðkomandi einstakling-i/-um.
Það er sérstaklega leiðinlegt að þetta skuli gerast núna þar sem bærinn hefur sjaldan eða aldrei verið fallegri og öll umgengni er til mikillar fyrirmyndar. Nú er svo komið að maður tekur eftir því ef það sést rusl á víðavangi því það er svo sjaldgæft hér innanbæjar. Samstillt átak allra bæjarbúa hefur gert þetta að veruleika og ég held að með sama átaki þá upprætum við skemmdarverk eins og þau sem hér hafa verið framin.
Systir mín bjó í Þýskalandi í nokkur ár og hún sagði mér frá því að afskiptasemi fólks væri þar með hreinum ólíkindum. Þar tjá íbúar sig ef einhverjir keyra yfir hámarks hraða í íbúðahverfum, tala nú ekki um ef einhver myndi leyfa sér það að henda rusli á almannafæri eða dunda sér við það að skemma opinberar eigur og hvað þá eyðileggja vinnu barna í skólagörðum. Held að við ættum að temja okkur það að benda á afleiðingar gjörða sem þessara en þannig getum við öll gert góðan bæ betri.
Það er sérstaklega leiðinlegt að þetta skuli gerast núna þar sem bærinn hefur sjaldan eða aldrei verið fallegri og öll umgengni er til mikillar fyrirmyndar. Nú er svo komið að maður tekur eftir því ef það sést rusl á víðavangi því það er svo sjaldgæft hér innanbæjar. Samstillt átak allra bæjarbúa hefur gert þetta að veruleika og ég held að með sama átaki þá upprætum við skemmdarverk eins og þau sem hér hafa verið framin.
Systir mín bjó í Þýskalandi í nokkur ár og hún sagði mér frá því að afskiptasemi fólks væri þar með hreinum ólíkindum. Þar tjá íbúar sig ef einhverjir keyra yfir hámarks hraða í íbúðahverfum, tala nú ekki um ef einhver myndi leyfa sér það að henda rusli á almannafæri eða dunda sér við það að skemma opinberar eigur og hvað þá eyðileggja vinnu barna í skólagörðum. Held að við ættum að temja okkur það að benda á afleiðingar gjörða sem þessara en þannig getum við öll gert góðan bæ betri.
Comments:
Skrifa ummæli