<$BlogRSDUrl$>

23. júní 2006

Sumarsólstöður

Fór yfir ýmis mál sem á döfinni eru. Það dettur fjöldi mála hér inná borð og nóg að gera við að setja sig inní það sem er í gangi og það sem þarf að gera í framhaldinu. Við leggjum mikla áherslu á að milliuppgjör fyrstu fimm mánuðina liggi fyrir hið allra fyrsta svo við sjáum hver staða bæjarfélagsins er nú þegar nýr meirihluti hefur tekið við. Það er nauðsynlegt að vera með skýra sýn á fjámálin þegar í upphafi kjörtímabilsins og að niðurstaða fyrstu mánaðanna liggi ljóst fyrir.

Ég heimsótti Óskaland fyrir hádegi í dag en þau voru að fara í sumarfrí og leikskólinn verður því lokaður næstu vikurnar. Af því tilefni var grillveisla fyrir börnin og ekki slæmt að fá að vera með í henni. Á leiðinni hitti ég þónokkra sem vildu spjalla enda er ég alltaf að sannfærast betur um gildi þess að hjóla um bæinn, sérstaklega ef vel viðrar. Meðal annars hitti ég Þorstein í Görpum sem var að leggja síðustu hönd á nýjan malbikaðan göngustíg meðfram Breiðumörkinni. Falleg framkvæmd og nauðsynleg, en nú er malbikaður göngustígur úr efra þorpinu niður í Verslunarmiðstöð.

David frá Liverpool kemur í nótt og verður hér eitthvað fram í næstu viku. Hann hefur komið yfir 20 sinnum til Íslands og síðustu 9 árin hefur hann alltaf verið hér í Hveragerði á leið sinni til og frá Skaftafelli þar sem hann mælir framskrið/hopun jökla. Það er lítið mál að hafa gesti sem fer jafn lítið fyrir og honum enda allir löngu orðnir vanir bresku töktunum.

Albert fékk ekki að fara að sofa í kvöld heldur var honum haldið vakandi framyfir miðnætti en þá fórum við tvö í hjólaferð meðfram Reykjafjalli. Yndislegt veður eins og oftast er á kvöldin hér í bæ. Það var ekki hægt að láta sumarsólstöður algjörlega fram hjá sér fara ! !

22. júní 2006

Dagvistun fyrir eldri borgara og bæjarstjórnarfundur

Fór yfir ýmis mál á skrifstofunni í morgun. Hingað kom fólk í viðtöl og ennfremur hélt ég áfram fundum mínum með starfsmönnum skrifstofunnar.

Fór í dag, ásamt Unni Þormóðsdóttur, bæjarfulltrúa, og heimsótti nýja dagvistun fyrir eldri borgara sem opnuð verður á föstudaginn í næstu viku. Dagvistunin er staðsett í einu húsanna sem byggð hafa verið við Heilsustofnun NLFÍ. Nú er verið að innrétta og koma fyrir húsbúnaði og nokkuð ljóst að aðstaða öll verður þarna til mikillar fyrirmyndar. Gert er ráð fyrir 5 plássum í dagvistun sem er mikil aukning frá því sem nú er en það er jafnframt vitað að þörfin er brýn og mun fleiri einstaklingar munu geta notið þjónustu dagvistunarinnar því einstaklingar koma ekki á hverjum degi og eru mis lengi í einu.

Við viljum marka stefnu til framtíðar í málefnum eldra fólks í Hveragerði og verður það eitt af verkefnum okkar á þessu kjörtímabili.

Bæjarstjórnarfundur var seinnipartinn í dag. Sá síðasti fyrir sumarfrí. Bæjarstjórn kemur aftur saman á hefðbundnum fundardegi í september en á meðan fundar bæjarráð og hefur fullt umboð bæjarstjórnar til afgreiðslu mála. Fundurinn í dag var ágætur. Sitt sýnist hverjum í hinum ýmsu málum eins og vera ber.

Við samþykktum að fela bæjarstjóra að gera könnun á því hvernig málum er háttað hjá sveitarfélögum á suðvesturhorninu hvað varðar börn sem sækja leikskóla utan lögheimilissveitarfélags. Þessi kynning verði lögð fyrir á fundi bæjarstjórnar í september. Í kjölfarið vonumst við til að skapist grundvöllur til að móta skýrari stefnu hvað þetta varðar hjá Hveragerðisbæ. Mál af þessum toga hefur komið upp og vakti það ýmsar spurningar hjá bæjarfulltrúum, því þótti okkur rétt að athuga hvernig viðlíka erindi eru afgreidd annars staðar.

Strax eftir bæjarstjórnarfund funduðu bæjarfulltrúar með kosningastjóra og formanni Sjálfstæðisfélagsins þar sem lauslega var farið yfir kosningabaráttuna og blaðaútgáfu í framhaldinu. Við ætlum okkur að meta hvernig þessi kosningabarátta tóks og í þeirri næstu reyna að læra af mistökunum og muna það sem vel var gert.

21. júní 2006

Miðvikudagur 21. júní 2006

Ákvað að taka fram hjólið í tilefni þess að loks sá til sólar. Sleppti bílnum alveg í dag og hjólaði á fundi og annað sem þurfti að fara.

Nú er verið að undirbúa vinabæjamót sem haldið verður hér um aðra helgi. Væntanlegir eru rúmlega hundrað gestir frá Norðurlöndunum sem gista munu á heimilum Hvergerðinga. Það eru átta ár síðan vinabæjamót var síðast haldið hér og gaman að sjá á listanum fjölmarga sem þá komu hingað í heimsókn. Dagskráin er að taka á sig endanlega mynd en fyrst og fremst er það Norræna félagið sem hefur veg og vanda af dagskránni og skipulagningu mótsins. Hveragerðisbær býður öllum þátttakendum og gestgjöfum þeirra til kvöldverðar á Hótel Örk síðasta kvöldið og sér um móttöku sveitarstjórnarmannanna sem eru rúmlega 20.

Fasteignafélagið Stoðir hefur keypt Löngustétt sem átti húsnæði Verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk. Fulltrúar Stoða komu óvænt í heimsókn og áttum við góðan fund þar sem farið var yfir þá miklu möguleika sem verslunarmiðstöðin býr yfir.

Þónokkuð margir nýttu sér viðtalstíma bæjarstjóra sem var fyrir hádegi í dag. Ég hef aukið viðtalstímana og verða þeir bæði á mánudögum og miðvikudögum. Ég vil gjarnan að íbúar eigi greiðan aðgang að bæjarstjóranum og þannig er það auðvitað þó að formlega séð séu þessir viðtalstímar við lýði. Hingað hringja margir eða senda mér tölvupóst og er mjög gott að fá þannig ábendingar og athugasemdir frá íbúunum.

Heimsótti leikskólann Óskaland og átti þar ágætan fund með Gunnvöru og Guðlaugu sem stýra leikskólanum með mikilli prýði. Ekki gafst tími til að hitta aðra starfsmenn eða fara yfir starfsemina. Það býður betri tíma.

Í dag eru sumarsólstöður og af því tilefni bauð mamma í kvöldkaffi. Við vorum líka að kveðja Stephanie en hún hefur undanfarna mánuði unnið í Kjörís en búið hjá mömmu. Hún fer aftur heim til Þýskalands á morgun.

20. júní 2006

Nýr vinnustaður ...

Tíminn hefur hreinlega flogið undanfarna daga enda í nógu að snúast. Kosningar að baki og í kjölfarið á þeim vinna við að skipa í nefndir og skipuleggja vikurnar framundan.

Ákveðið var að ég tæki að mér stöðu bæjarstjóra en þar sem þá ákvörðun bar brátt að þurfti heilmikið að skipuleggja í Kjörís áður en ég hætti þar síðastliðinn miðvikudag. Ég ætla ekki að reyna að skrökva því að það hafi verið létt að labba út af mínum gamla vinnustað til 13 ára. Frábærir vinir og félagar í blíðu og stríðu er það sem erfiðast er að yfirgefa EN ég ætla eðlilega áfram að fylgjast með og hef einsett mér það að mæta í afmæliskaffið sem haldið er einu sinni í mánuði. Ég verð að halda mér við í hinum kröftugu umræðum sem verið hafa í kaffitímum undanfarin ár...

Fyrsti vinnudagurinn á bæjarskrifstofunni var fimmtudagurinn í síðustu viku.
Það er alltaf tilhlökkunarefni að hefja störf á nýjum stað. Bæjarskrifstofurnar og starfsfólkið þar þekki ég reyndar mæta vel enda hef ég verið lengi að stússast í bæjarmálefnum. Fyrstu dagarnir gefa mér góðar vonir um að samstarf okkar allra verði með miklum ágætum. Þeir hafa líka gefið mér nokkra innsýn í það um hvað starfið snýst. Fjölmargir vilja hitta nýja bæjarstjórann og verða næstu dagar þéttsetnir fundum. Mér þykir reyndar mjög vænt um það enda vil ég hitta sem flesta þessa fyrstu daga mína í starfi.

Skrif á þessa heimasíðu munu halda áfram, ekki síst fyrir þá sem búa fjarri og hafa helst fylgst með lífi mínu í gegnum tölvuna síðustu mánuði. Ekki síður hef ég trú á því að það geti verið gaman fyrir lesendur að sjá svona í grófum dráttum út á hvað starf bæjarstjóra í sveitarfélagi eins og Hveragerði gengur. Skrifin verða áfram með svipuðum hætti en áherslur hljóta að breytast eitthvað allavega verður ekki lengur fjallað um nýjar ístegundir eða sérskreytinga deildina í Kjörís ! !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet