<$BlogRSDUrl$>

28. febrúar 2013

Fór í vinnuna í dag þrátt fyrir að pestin hafi ekkert látið undan síga. Hreinasta hörmung enda enginn tími frekar en fyrri daginn til að taka því rólega.

Fundur í morgun varðandi úrbætur á gönguleiðinni inní Reykjadal en þar höfum við nú fengið úthlutað 5 mkr úr Framkvæmdasjóði Ferðamálastofu til verksins. Kemur sú fjárhæð til viðbótar þeim 3 mkr sem sjóðurinn veitti á síðasta ári. Til viðbótar kemur síðan önnur eins upphæð sem mótframlag frá okkur hér í Hveragerði, Ölfusingum og Eldhestum. Það er afar brýnt að þetta verkefni verði klárað enda eykst umferðin inn dalinn með hverju ári.

Aftur í vinnunni svaraði ég tölvupósti, fór yfir útborgunarlistann þennan mánuðinn, undirbjó fund í stjórn Fasteignafélagsins sem verður í fyrramálið og átti góð símtöl við ýmsa aðila.

Hittingur hjá vinkonunum í kvöld - alltaf notalegt :-)

27. febrúar 2013

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að baki, viðburðaríkur að venju. Stefnan lögð í öflugu málefnastarfi þar sem hundruðir flokksmanna létu til sín taka. Ég held að hvergi sé jafn víðtæk þátttaka í mótunarstarfi málefna eins og í Sjálfstæðisflokknum. Við Hvergerðingar fjölmenntum og tókum þátt í málefnastarfi hvert á okkar sviði. Við áttum m.a. öflugan fulltrúa í efnahags- og viðskiptanefnd í Oddgeiri Ottesen en hann lét þar mjög til sín taka. Fylgdi síðan eftir tillögum sínum í stóra salnum þannig að eftir var tekið. Flott innkoma á hans fyrsta landsfundi. Endaði svo örugglega kosinn í stjórn þessarar sömu nefndar. Mjög glæsileg frammistaða.
Sjálf ákvað ég korterí í að framboðsfrestur rann út að bjóða mig fram til annars varaformanns. Fékk fjölda áskorana og tók því slaginn enn og aftur á þeim sama grunni og síðast eða þeim að í forystunni ættu ekki eingöngu að vera þingmenn. Forystan ætti að endurspegla þá fjöldahreyfingu sem flokkurinn sannarlega er og þar ættu að vera fulltrúar sveitarstjórnarmanna sem er hinn lýðræðislega kjörni hópurinn í flokknum, nú eða einfaldlega fulltrúar hina almenna flokksmanns. Sjónarmið okkar sem aðhyllumst þetta fékk flottar viðtökur og fjöldi manns greiddi okkur atkvæði sitt. Enduðum með 41% fylgi sem mér finnst nú bara harla gott miðað við afar stuttan undirbúning, þó ekki sé nú meira sagt :-)
En forystan fékk óskorað umboð til áframhaldandi starfa og nú þarf svo sannarlega að bretta upp ermar fyrir kosningarnar í vor.
-------------------------------
Nú er um fátt meira rætt meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi en úrsögn Árborgar úr Skólaskrifstofunni. Það er nú ekki hægt að segja að þetta útspil hafi komið á óvart en áður hafa fulltrúar Árborgar lýst því yfir að þau væru að endurskoða þátttöku sína í þessu samstarfi. Á vissan hátt er þetta tækifæri til að taka skólamálin til gagngerrar endurskoðunar og í því geta klárlega falist tækifæri fyrir alla. Þeir möguleikar verða allir skoðaðir á næstu vikum. Aftur á móti getur maður ekki annað en undrast þá afstöðu Árborgar að slíta með þessum hætti farsælu samstarfsverkefni til margra ára án þess að hafa áður komið fram með tillögur til úrbóta í stjórn Skólaskrifstofunnar. Ekkert hefur þar komið fram um það hvernig skrifstofan gæti staðið sig betur gagnvart þeirri þjónustu sem þar er veitt. Þannig hefði ég frekar viljað sjá hlutina gerast. En enn og aftur þá veit ég að í þessum breytingum felast tækifæri sem vafalaust verða öllum íbúum á Suðurlandi til góðs.
-------------------------------
Laufey Sif kom heim í dag en það er alltaf yndislegt. Kúlan hennar stækkar með hverjum deginum en núna eru rétt um 4 vikur í fyrsta barnabarnið. Mikið tilhlökkunarefni :-)

20. febrúar 2013

Undanfarnir dagar hafa verið annasamir og fullir af skemmtilegum viðburðum og atvikum.

Það var til dæmis afar skemmtilegt að fara í sund á sunnudagsmorgninum og synda í þvílíkum öldugangi að það var varla hægt að anda í djúpu lauginni. Ansi líflegt rok fyrrihluta þann dags. Hélt í staðinn að ég væri lasin á mánudaginn vegna ofkælingar og hef því verið í betra formi í vinnunni. En það reyndust skammtímaveikindi af bestu gerð sem löguðust við ofurskammt af c vítamíni í freyðiformi.

Gerðist ofur húsmóðir á sunnudeginum og bakaði eins og berserkur fyrri hluta dags enda öll börnin og tengdasonurinn heima. Bjarna fannst ástandið á heimilinu afar óeðlilegt enda kannaðist hann illa við aðfarir móður sinnar í eldhúsinu. Ég er ennþá móðguð við elsta soninn sem greinilega hefur afar lélegt minni ! ! !

Núna er verið að sýna myndina "Guð blessi Ísland" á dönsku sjónvarpsstöðinni DR2. Afar sérkennilegt að rifja þetta upp og sérstaklega að sjá viðtalið við Bjarna Ármannsson sem ræðir um það hvernig hann skynjar hinar stóru peningafjárhæðir sem fóru um hendur bankamanna á þeim tíma. Táknmyndir en ekki peningar! Ætli almenningur sé sammála því í dag !
-----------------------
Vann í málefnum Sorpstöðvar í dag. Átti góðan fund með Jóhönnu, menningar- og frístundafulltrúa, þar sem við fórum vítt og breitt yfir menningarmál og unnum meðal annars í umsókn bæjarins til Menningarráðs Suðurlands.

Eftir hádegi átti ég fund í nefnd um landshlutasamtök og svæðaskipulag þar sem nú er verið að klára gögn fyrir landsfund Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eftir þann fund hitti ég ráðgjafa hjá Capacent og ræddum við þær tvær stöður sem nú verða auglýstar á næstunni. Er þar um að ræða umhverfisfulltrúa bæjarins og skólastjóra Grunnskólans.

Nýju fólki fylgja alltaf breytingar og ný tækifæri, svo verður einnig nú. Aftur á móti söknum við þeirra sem hverfa til annarra verkefna, það er alltaf þannig.

Síðdegis ákvað bæjarstjórn Árborgar að hætta samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi um rekstur Skólaskrifstofu Suðurlands. Þetta er ákvörðun sem legið hefur í loftinu en samt kemur það manni á óvart að stærsta sveitarfélagið í fjórðungnum skuli með þessum hætti kippa stoðum undan þjónustu sem gert hefur skólum alls staðar á svæðinu kleift að bjóða uppá sambærilega þjónustu. Nú þurfa aðrir að hugsa sinn gang og hugsa hratt því hratt mun flæða undan starfseminni þegar hyllir undir hugsanleg endalok skrifstofunnar, skiljanlega !

14. febrúar 2013

Bæjarstjórnarfundur í dag var líflegur að vanda. Í lok fundar afhenti Guðmundur Þór Jóhönnu Ýr sérstaka viðurkenningu og valdi hana ræðumann fundarins. Hún tók líka til máls óvanalega oft ;-)

En á fundinum var samþykkt að kaupa lóðirnar Heiðmörk 52, 43 og Þórsmörk 6 á 19 mkr. Að mati meirihlutans afar góð fjárfesting til framtíðar litið en þarna væri fljótlega hægt að úthluta fjölda lóða ef vilji værir fyrir slíku.

Guðmundur skipulags- og byggingafulltrúi mætti einnig til fundarins og fór m.a. yfir skýrslu um starfsemi embættisins árið 2012. Lítið var um að vera í skipulags- og byggingamálum en það var fróðlegt að lesa samantekt hans um gild skipulög og lóðir.

Í Hveragerði eru núna um 10 ha óbyggðar eða illa nýttra lóða þar sem deiliskipulag er ekki til staðar. Þar er klárt sóknarfæri og tækifæri til þéttingar byggðar en gera má ráð fyrir að byggingar á þessum lóðum geti orðið samtals um 30-40 þús fermetrar. Þá erum við hvorki að tala um Sólborgarsvæðið eða Kambalandið vel að merkja. Hér eru síðan 17 íbúðir sem ekki eru tilbúnar til notkunar en eru í byggingu en 13 lóðir eru byggingarhæfar og lausar til úthlutunar.

Í dag funduðum við Jóhanna með Sigurdísi forstöðukonu Upplýsingamiðstöðvarinnar og Sigríði Hrönn Gunnarsdóttur sem mun leysa Sigurdísi af í fæðingarorlofi næsta árið. Þetta var góður fundur og veltum við upp ýmsum flötum bæði á núverandi starfsemi og þeim möguleikum sem gætu skapast. Ræddum m.a. um hveragarðinn í miðbænum en í hann komu um 23.000 ferðamenn á síðasta ári. Nú höfum við ákveðið að hefja þar hóflega gjaldtöku og vonumst til að með því verði til tekjur til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu og framkvæmdir, þó ekki væri nema að litlu leyti.

Þegar ég kom heim var hér mikið fjör enda góðir Skagfirðingar í kvöldmat. Jonni á Sólvöllum, Haraldur í Brautarholti og Ragnar í Hátúni, allt félagar betri helmingsins úr Seyluhreppi litu hér við og var mikið spjallað. Tveir þeir síðastnefndu eru hér á Heilsustofnun og segja að dvölin þar toppi Kanarí margfalt. Þar virðist vera mikið fjör þessa dagana og skemmtilegir og líflegir gestir. Það skiptir miklu.

13. febrúar 2013

Hingað berast reglulega fundarboð frá góðum félagsskap sem heitir Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar. Fulltrúi okkar á þeim fundum hefur verið Eyþór H. Ólafsson sem sinnir því embætti af þeirri kostgæfni sem honum er eiginleg. Ég hef aldrei orðið svo heppin að sækja fundi í félaginu og því fannst mér frekar skondið að á fundarboðinu er sérstaklega tekið fram að "það megi bara einn tala í einu" :-)
Það veitir auðvitað ekki af því að taka slíkt fram og kannski ætti bara að setja þetta í fundarboð svona almennt.

Í dag var ég boðin á fund eldri sjálfstæðismanna í Reykjavík til að fjalla um búsetuskilyrði eldra fólks í Hveragerði og tengsl sveitarfélagsins við þær öldrunarstofnanir sem hér eru. Skemmtilegt umræðuefni enda urðu líflegar umræður í lokin. Fundurinn endaði á því að Halldór Blöndal sem er formaður þessa góða hóps boðaði til ferðar hingað austur fyrir fjall til að skoða allt það sem um var rætt. Mér finnst reyndar ekkert skrýtið þó að fólk á þessum aldri sé hrifið af Hveragerði enda er hér afar góð þjónusta við þá sem eldri eru.
Að loknum fundinum sem haldinn var í Valhöll hófst hádegiserindi Þorsteins Pálssonar þar sem hann fjallaði um samkeppnisstöðu okkar Íslendinga í alþjóðlegu samhengi. Fantagott erindi. Það væri vel til fundið að fá okkar fyrrum þingmann hingað á opið hús okkar Sjálfstæðismanna til að fjalla um sama efni.


12. febrúar 2013

Einn af aðal kostum þessa starfs er hversu fjölbreytt það er. Maður getur aldrei gengið að verkefnum dagsins vísum og yfirleitt er eitthvað sem kemur upp sem breytir fyrirfram ákveðinni dagskrá. En þetta er óneitanlega líka einn af ókostunum þar sem stundum koma upp mál sem setja allt úr skorðum og það jafnvel í nokkra daga. Slíkt mál kom upp í gær og tók mikinn tíma og áfram var unnið í þvi sama í dag. Trúnaðarmál sem ég vona að leysist farsællega.

Gekk frá fundarboði bæjarstjórnar en þar er meðal annars lagt fram kauptilboð bæjarins í þrjár lóðir í miðbænum. Heiðmörk 52, 43 og Þórsmörk 6. Stórar og miklar lóðir sem afar mikilvægt er að bærinn fái yfirráð yfir og því er lagt til að þær verði keyptar. Gerði minnisblað um málið sem ég vona að sé skilmerkilegt og gott svo kaupin verði samþykkt samhljóða. Á fundinum á fimmtudag verða einnig lagðir fram þjónustusamningar við félag eldri borgara, hestamannafélagið og íþróttafélagið Hamar svo þetta er öflugur fundur.

Eftir hádegi ætluðum við Helga að heimsækja bæjarskrifstofur Ölfuss til að kynna okkur skjalastjórnunarkerfið þeirra. Vegna anna seinkaði okkur um klukkutíma sem ekki var gott en við áttum samt afar góðan fund með Guðna og Ólafi Erni. Þarna er OneSystem kjarninn í skjalastjórnun og óneitanlega horfðum við öfundaraugum á skipulagið.

Eftir vinnu náði ég á sundæfingu og náði 1100 m. Hefði viljað synda meira en hafði ekki tíma þar sem við Lárus höfðum ákveðið að styrkja körfuboltaungmennin og mæta hjá þeim á skyggnilýsingarfund. Skemmtileg kvöldstund í góðum hópi.

Forbrydelsen klikkar ekki frekar en fyrr og nú eru þriðjudagskvöldin heilög sjónvarpskvöld, altsaa eftir tíufréttir.

11. febrúar 2013

Dagurinn fór að mestu í yfirlestur á gögnum vegna úttektar sem er í gangi á rekstri bæjarins. Miklar og góðar upplýsingar sem þar hafa safnast saman. Hitti Berglindi Sigurðardóttur ásamt Guðmundi Baldurssyni og leiðbeinanda hennar við masters verkefni í skipulagsfræðum á Hvanneyri. Berglind hefur hug á að finna sér viðfangsefni er tengist Hveragerði og fórum við yfir nokkur möguleg verkefni sem gætu komið til greina.

Strax á eftir heimsótti ég félag eldri borgara til að ræða nýjan samning milli félagsins og Hveragerðisbæjar við stjórn félagsins. Skemmtilegur og líflegur fundur. Eins og ég hef alltaf sagt þá er þessi félagsskapur einstaklega góður og það er virkilegt tilhlökkunarefni af ná þeim virðulega aldri að geta tekið þátt :-) Stoppaði aðeins og spjallaði við góðan hóp kvenna sem skipa prjónaklúbbinn á svæðinu en þarna var líka spilaklúbbur í gangi í dag. Aðra daga er öðrum hugðarefnum sinnt svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagið fagnar 30 ára afmæli í ár og á fundinum í dag var mér tjáð að afmælisnefndarformaðurinn væri þegar valinn en það væri hún mamma. Verkefnið er í góðum höndum :-)

Undirbjó meirihluta fund í kvöld sem var langur og líflegur. Fjölmörg mál verða á dagskrá bæjarstjórnarfundar en dagskráin verður send út á morgun.
----------------

8. febrúar 2013

Drjúgur dagur í vinnunni. Fyrsti fundur í starfshópnum sem kanna á með hvaða hætti sérfræðiþjónustu verði best sinnt í skólum bæjarins. Hópurinn er vel skipaður en auk mín og Ninnu Sifjar sitja þar þau Halldóra Guðlaug Steindórsdóttir, Gunnar Baldursson, deildarstjóri sérkennslu við GíH, Jónína Þórarinsdóttir, leikskólasérkennari og Anna Kristín Sigurðardóttir frá HÍ sem jafnframt er ráðin ráðgjafi hópsins.
Þetta starf fer vel af stað og hópurinn nær vel saman.

Hitti í dag afar skemmtilegan mann sem er nýfluttur hingað með margar góðar og skemmtilegar hugmyndir sem hann vill gjarnan koma í framkvæmd hér. Höfðum alls ekki nægan tíma til að spjalla svo hann ætlar að koma aftur í næstu viku. Hlakka til þess fundar. Heyrði einnig í Helgu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ og fyrrum aðstoðarskólastjóra hér í bæ. Ræddum við hin ýmsu mál. Hún býr nú í Grundarfirði og unir hag sínum vel.

Kláraði drög að samningum við Félag eldri borgara og fór yfir samning við Íþróttafélagið Hamar auk þess sem meirihlutafundur næsta mánudag var undirbúinn en á honum eru fjölmörg mál til umfjöllunar.

7. febrúar 2013

Bæjarráðsfundur í morgun sem fór að mestu í umræðu um þjóðfélagsmálin utan dagskrár. Nauðsynlegt með !

Gekk frá afgreiðslum eftir fundinn og svaraði í löngu máli tölvupósti sem mér barst frá aðila sem hefur augastað á Hveragerði í skemmtilegt verkefni í haust.

Hingað mætti síðan Steinar, mjúkhýsismeistari, og bauð í vöfflukaffi í tilefni af sólarkomu. í vikunni skein nefnilega sólin í fyrsta sinn þetta árið á Hamarshöllina. Stór dagur og full ástæða til að gleðjast með sólarkaffi.

6. febrúar 2013

Skoðaði lóðamál í miðbænum í morgun en þar eru nú þónokkrar lóðir sem standa ónotaðar og illa frágengnar. Í gær var fjallað um niðurrif gróðurhúsanna á Grímsstöðum en skipulags- og bygginganefnd gaf leyfi fyrir niðurrifinu á fundi sínum í gær. Mér mun þykja mikill sjónarsviptir að þessum húsum enda man ég vel þegar þau voru byggð og hversu glæsileg þau þóttu. Þarna var afgreiðsla Garðyrkjustöðvarinnar Grímstaða sem Hallgrímur Egilsson og kona hans hún Sigurlaug ráku með miklum myndarbrag. Mikill fjöldi ungmenna hér í Hveragerði steig sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum undir þeirra góðu handleiðslu og stöðugur straumur kaupenda sumarblóma var til þeirra á hverju ári og settu þeir mikinn svip á miðbæinn. Það er mikilvægt að við núna finnum þessum lóðum nýtt hlutverk þannig að þessi sár verði ekki til langframa í bæjarmyndinni.

Enn og aftur þurfti ég til Reykjavíkur á fund, í þetta sinn í nefnd sem á að skilgreina svæðasamvinnu og landshlutasamtök. Dagur B. Eggertsson leiðir starfið en við erum 5 skipuð af stjórn Sambandsins en auk okkar eiga þar sæti starfsmenn Sambandsins og fulltrúi ráðherra. Í dag fórum við yfir Hólmfríðar skýrsluna svokölluðu og var það afar fróðlegt. Auk þess lögðum við línur fyrir framhaldið en nefndin mun skila af sér til Landsfundar Sambandsins sem haldinn verður í mars. Hér geta áhugasamir kynnt sér efni skýrslunnar.

Hitti örstutt Karl Björnsson og Halldór Halldórs eftir fundinn og ræddum við stöðuna í kjaraviðræðum grunnskólakennara. Hér fyrir austan beið síðan fundur um Reykjadal en nú hefur hópurinn góði fengið styrk uppá 5 mkr til úrbóta á Reykjadal svo áfram verður haldið þar sem frá var horfið á síðasta ári. Í dag hittum við Gurrý hjá LBHÍ og Anna Björg í Ölfusi aftur á móti fulltrúar fræðasamfélagsins og Landverndar sem fengið hafa styrk til skiltagerðar á heitum svæðum og ræddum við um möguleikana á samstarfi. Það lofar mjög góðu.

Undirbjó síðan fund bæjarráðs í fyrramálið og svaraði tölvupósti áður en brunað var í sund dagsins, það er varla að sundbolurinn þorni á milli skipta þegar mætt er á allar æfingar vikunnar :-)
-------------------
Gerði dauðaleit á netinu að mynd af Grímsstöðum en fann ekki. Rifjaði í staðinn upp hina frábæru tímalínu Listvinafélags Hveragerðis. Endilega kynnið ykkur hér hversu margir frábærir listamenn hafa búið í bænum okkar í gegnum tíðina.
-------------------
Missti af því að halda uppá 9 ára afmæli www.aldis.is sem haldið er hátíðlegt þann 19. janúar ár hvert! Björn Bjarnason hefur haldið úti sínum bloggi lengur að því að mér skilst og hann tekur sér aldrei frí eins og hér gerist stundum :-)

Fljótlega eftir að skrif hefjast á aldis.is skammast ég yfir því að Skólamörkinni skuli ekki hafa verið lokað. Það hefur nú verið gert - 9 árum síðar ;-) Bæjarstjórinn er aftur á móti í tvígang búinn að rífa hár sitt yfir lokuninni og ruglast í kerfinu sem þvælist greinilega fyrir besta fólki :-)

5. febrúar 2013

Ég gæti byrjað allar færslur á "long time - no see" en ætla ekki að falla í þá gryfju :-) En aftur á móti þýðir ekki að gefast upp og hætta að blogga eftir öll þessi ár !

Janúar hefur verið afar erilsamur. En hann hefur einnig verið skemmtilegur. Til dæmis tók ég mér nokkurra daga frí og naut þess að vera með Laufeyju Sif í góðri afslöppun. Þar styttist nú í að barn komi í heiminn og getum við varla beðið eftir því.

Í síðustu viku sótti ég stefnumótunarfund evrópskra sveitarfélaga sem haldinn var í París. Í þeirri nefnd hef ég átt sæti um nokkra hríð ásamt Óttari Proppé og Jórunni Einarsdóttur frá Vestmannaeyjum. Við erum að verða ansi sjóaðir ferðafélagar :-) Hér má sjá frétt af fundinum. Á myndinni sem fylgir fréttinni er sendinefndin héðan ásamt Wolfgang Schuster, borgarstjóra Stuttgart en hann er formaður nefndarinnar.

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá Eistnesku sendinefndina sem okkur hefur orðið afar vel til vina. Sú rauðhærða þar er nýkjörinn borgarstjóri í heimaborg sinni þar í landi. Á annarri mynd sitjum við til borðs með sendinefnd okkar helstu vinaþjóðar Norðmönnum. Einnig má þarna sjá hversu litríkir og flottir fulltrúar Afríku voru en því miður náði ég ekki hvaðan þessar konur voru. Á milli okkar Jórunnar er síðan Anna Hidalgo sem er skær stjarna ífrönskum stjórnmálum en hún er varaborgarstjóri Parísar og margir sem telja að hún taki við aðal embættinu innan skamms. Hún er einn aðalhvatamaðurinn að alþjóðlegu kvennaráðstefnunni en hér má lesa meira um ráðstefnuna.


Að loknum stefnumótunarfundinum hófst á sama stað alþjóðleg ráðstefna kvenna í sveitarstjórnum sem var afar athyglisverð. Þar voru mættar ótrúlega flottar konur frá öllum heimsálfum sem deildu reynslu sinni og gáfu góð ráð. Það var sérstaklega gaman að kynnast konunum frá Afríku og mið austurlöndum og heyra af reynslu þeirra. Það kom mér mjög á óvart hversu framarlega í jafnréttismálum mörg ríki Afríku eru en þar hafa víða verið sett lög um kynjakvóta. Sem dæmi um góðan árangur þá eru konur ríflega helmingur sveitarstjórnarmanna í Senegal og í Rwanda eru konur 56% sveitarstjórnarmanna. Þetta grunaði mig ekki einu sinni.

Þétt pakkaðir dagar þessarar viku hafa haldið manni ansi uppteknum. Í dag hófst dagurinn á fundi í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands á Selfossi. Fór síðan beint til Reykjavíkur þar sem kjaramálanefnd Sambandsins fjallaði um stöðu mála í kjaraviðræðum. Þar bar hæst umræðu um stöðuna í kjaraviðræðum kennara en mikilvægt er að aðilar nái að lenda þar málum farsællega. Sveitarfélögin hafa lagt áherslu á breytingar á vinnutímaskilgreiningum en kennarar hafa lagt áherslu á starfsskilyrði kennara, fjölda nemenda í bekkjum og starfsskilyrði umsjónarkennara svo fátt eitt sé nefnt. Það er klárlega nokkuð til í því að munurinn á starfsskilyrðum kennara innan skólanna getur verið umtalsverður og það er mikil synd að sveigjanleiki í skólastarfinu skuli ekki vera mögulegur vegna niðurnjörvarðra ákvæða í kjarasamningi.

Átti stuttan fund um málefni er lúta að yfirfærslu málefna fatlaðra strax eftir kjaramálanefndarfundinn. Yfirfærsla þess málaflokks til sveitarfélaganna gekk vonum framar og fá mál sem enn standa útaf. Vonandi finnum við farsæla lausn á því sem rætt var í dag.

Hér fyrir austan beið undirbúningur að skipulags- og bygginganefndar fundi sem haldinn var síðdegis í dag en þar voru ýmis stór mál til afgreiðslu og umræðu. Vegagerðin óskaði framkvæmdaleyfis vegna breikkunar Suðurlandsvegar hér í Kömbunum, hafist var handa við undirbúning að deiliskipulagi inní Dal, niðurrif gróðurhúsanna á Grímsstöðum svo fátt eitt sé talið.

Í kvöld var fundur í Sjálfstæðisfélaginu þar sem kosnir voru fulltrúar á landsfund sem haldinn verður í lok mánaðarins. Næsta laugardag er aftur á móti aðalfundur kjördæmisráðs haldinn hér á Hótel Örk þar sem m.a. á að samþykkja framboðslistann. Það er klárlega nóg um að vera á næstunni :-)

Náði á milli funda að fara á sundæfingu og synda 1500 m. Nokkuð ánægð með mig :-)



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet