12. febrúar 2013
Einn af aðal kostum þessa starfs er hversu fjölbreytt það er. Maður getur aldrei gengið að verkefnum dagsins vísum og yfirleitt er eitthvað sem kemur upp sem breytir fyrirfram ákveðinni dagskrá. En þetta er óneitanlega líka einn af ókostunum þar sem stundum koma upp mál sem setja allt úr skorðum og það jafnvel í nokkra daga. Slíkt mál kom upp í gær og tók mikinn tíma og áfram var unnið í þvi sama í dag. Trúnaðarmál sem ég vona að leysist farsællega.
Gekk frá fundarboði bæjarstjórnar en þar er meðal annars lagt fram kauptilboð bæjarins í þrjár lóðir í miðbænum. Heiðmörk 52, 43 og Þórsmörk 6. Stórar og miklar lóðir sem afar mikilvægt er að bærinn fái yfirráð yfir og því er lagt til að þær verði keyptar. Gerði minnisblað um málið sem ég vona að sé skilmerkilegt og gott svo kaupin verði samþykkt samhljóða. Á fundinum á fimmtudag verða einnig lagðir fram þjónustusamningar við félag eldri borgara, hestamannafélagið og íþróttafélagið Hamar svo þetta er öflugur fundur.
Eftir hádegi ætluðum við Helga að heimsækja bæjarskrifstofur Ölfuss til að kynna okkur skjalastjórnunarkerfið þeirra. Vegna anna seinkaði okkur um klukkutíma sem ekki var gott en við áttum samt afar góðan fund með Guðna og Ólafi Erni. Þarna er OneSystem kjarninn í skjalastjórnun og óneitanlega horfðum við öfundaraugum á skipulagið.
Eftir vinnu náði ég á sundæfingu og náði 1100 m. Hefði viljað synda meira en hafði ekki tíma þar sem við Lárus höfðum ákveðið að styrkja körfuboltaungmennin og mæta hjá þeim á skyggnilýsingarfund. Skemmtileg kvöldstund í góðum hópi.
Forbrydelsen klikkar ekki frekar en fyrr og nú eru þriðjudagskvöldin heilög sjónvarpskvöld, altsaa eftir tíufréttir.
Gekk frá fundarboði bæjarstjórnar en þar er meðal annars lagt fram kauptilboð bæjarins í þrjár lóðir í miðbænum. Heiðmörk 52, 43 og Þórsmörk 6. Stórar og miklar lóðir sem afar mikilvægt er að bærinn fái yfirráð yfir og því er lagt til að þær verði keyptar. Gerði minnisblað um málið sem ég vona að sé skilmerkilegt og gott svo kaupin verði samþykkt samhljóða. Á fundinum á fimmtudag verða einnig lagðir fram þjónustusamningar við félag eldri borgara, hestamannafélagið og íþróttafélagið Hamar svo þetta er öflugur fundur.
Eftir hádegi ætluðum við Helga að heimsækja bæjarskrifstofur Ölfuss til að kynna okkur skjalastjórnunarkerfið þeirra. Vegna anna seinkaði okkur um klukkutíma sem ekki var gott en við áttum samt afar góðan fund með Guðna og Ólafi Erni. Þarna er OneSystem kjarninn í skjalastjórnun og óneitanlega horfðum við öfundaraugum á skipulagið.
Eftir vinnu náði ég á sundæfingu og náði 1100 m. Hefði viljað synda meira en hafði ekki tíma þar sem við Lárus höfðum ákveðið að styrkja körfuboltaungmennin og mæta hjá þeim á skyggnilýsingarfund. Skemmtileg kvöldstund í góðum hópi.
Forbrydelsen klikkar ekki frekar en fyrr og nú eru þriðjudagskvöldin heilög sjónvarpskvöld, altsaa eftir tíufréttir.
Comments:
Skrifa ummæli