<$BlogRSDUrl$>

17. október 2006

Bæjarstjórnarfundur með hléum ! !

Dagurinn byrjaði á fundi í stýrihóp Sunnan3 verkefnisins. Það er nú að komast á lokastig en Byggðastofnun hefur þó framlengt tímann sem við höfum til vors. Framundan er verkefni sem snúa mun að upplýsingatækni og ungu fólki sem kynnt verður rækilega á næstu vikum. Tölvunámskeiðin sem Sunnan3 stóð að í samvinnu við bæjarfélögin hafa líka slegið rækilega í gegn og verða aukanámskeið haldin á næstunni. Fulltrúar frá ráðgjafafyrirtækinu Parex komu á fundinn og kynntu greiningarskýrslu um þau samlegðaráhrif sem orðið gætu við aukið samstarf sveitarfélaganna þriggja sem að verkefninu standa. Nú þarf að lesa þetta betur, fara yfir ferlagreiningarnar og finna út hvar bera skuli niður í framhaldinu.

Að loknum fundi þurfti ég rétt að bregða mér til Gunnars í Filmverk og datt þá inn á rakarastofuna hjá Bjössa og sonum. Þar var mikið mannval samankomið, fyrrverandi ráðherra, bændahöfðingjar úr Framsóknarflokknum og fleiri góðir. Er ekki að orðlengja það að miklar umræður urðu um prófkjörsmál flokkanna og það úrvals fólk sem þar býður sig fram. Ef ég myndi treysta þeim feðgum fyrir kvenlegri hárgreiðslu myndi ég fara reglulega í klippingu til þeirra bara til að heyra sögurnar ! ! !

Fundaði með formanni skólanefndar um það sem efst er á baugi í skólamálum og þau áform sem framundan eru í þeim málaflokki. Það er gott að hittast reglulega og fara yfir sviðið með þeim sem tekið hafa að sér störf í nefndum.

Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund var annars nokkuð tímafrekur en hann var haldinn í dag kl. 17. Nokkrar umræður sköpuðust um endurskoðun fjárhagsáætlunar og einnig um þau áform okkar í meirihlutanum að taka börn úr Ölfusinu inná leikskólann Óskaland. Auðvitað er það rétt að þessi börn eru ekki íbúar okkar sveitarfélags en við teljum ekki rétt að þau verði fórnarlömb löngu úreltra sveitarfélagamarka og viljum því koma til móts við Sveitarfélagið Ölfus að þessu leyti. Reyndar áttu fulltrúar A-listans eitthvað erfitt með að skilja frá mér minnisblöðin sem olli mér mikilli undrun því það eina sem hægt hefði verið að bæta við var nafnalisti og heimilisföng þeirra barna sem enn hafa ekki náð tveggja ára aldri og eru á biðlista.
Eins og ávallt var bókað á báða bóga, fundarhlé tekin og tekist á.

Við kynningu á endurskoðuninni kom fram: að áætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðu verði um 964 milljónir króna. En rekstrargjöld með afskriftum, lífeyrissjóðsskuldbindingum og fjármagnsliðum eru áætluð um 992 milljónir. Niðurstöðutala rekstrarreiknings er því áætluð neikvæð að upphæð kr. 27 milljónir. Fjárfesting ársins er uppá kr. 261 milljón en áður hafði verið áætlað að fjárfesta fyrir 85 milljónir króna. Tekin voru tvö ný langtímalán að upphæð kr. 82.6 milljónir, greidd voru niður langtímalán að upphæð kr. 88 milljónir. Langtímalán samstæðu hækka þrátt fyrir þetta á milli ára um 50 milljónir og skýrist það vegna hækkaðrar vísitölu.

Við í meirihlutanum ákváðum að fara ekki í bókunarstríð við minnihlutann vegna endurskoðunarinnar eða að fara að týna til hvers vegna liðir eru að fara fram úr áætlun. Allt slíkt kemur fram í greinargerð bæjarstjóra sem áhugasamir geta nálgast á bæjarskrifstofunni. Fundargerðina í heild sinni má lesa hér.

16. október 2006

Körfubolti, tónleikar og Drottningin ! !

Góður vinnudagur á skrifstofunni í dag, mánudag. Aldrei þessu vant engir fundir nema meirihlutafundur seinni partinn. Gafst því góður tími til að fara í gegnum ýmis mál og undirbúa fundi vikunnar. Leit við á bókasafninu og Upplýsingamiðstöðinni en á báðum stöðum fer fram umfangsmikið starf og ýmis nýbreytni er þar í gangi.

Skrapp niður í Þorlákshöfn í kvöld en þar æfir Bjarni og keppir í körfubolta undir merkjum Þórs. Náði að horfa á seinni hluta æfingaleiks strákanna við meistaraflokk Hrunamanna. Þó þeir næðu ekki að sigra þá áttu þeir ansi góða spretti.
Það er gott að sjá hversu vel þessi samvinna í körfuboltanum virkar og strákarnir smella vel saman þvert á bæjarmörkin.

Í gær, sunnudag, tók menningin völdin en þá fór ég á afmælistónleika Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókna en 60 ár eru liðin frá því að kórinn tók til starfa.
Metnaðarfull og góð dagskrá var á tónleikunum en kórinn flutti Gloriu eftir Vivaldi ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum. Ég færði kórnum afmælisgjöf fyrir hönd Hvergerðinga og vona ég að hún komi sér vel. Á tónleikunum kom fram að einn kórfélaginn er búinn að vera með frá upphafi eða í 60 ár. Geri aðrir betur en hún Kristín hans Aage. Alveg er ég viss um að þetta er einsdæmi.

Í gærkvöldi var síðan farið til höfuðborgarinnar í bíó en við sem eldri erum sáum Drottninguna en strákarnir töldu sig hafa meira gaman af Sjóræningjamynd. Helen Mirren er frábær hlutverki Elísabetar Englandsdrottningar en það er vel þess virði að bruna yfir Heiðina til að upplifa aftur tímann þegar heimurinn allur syrgði Díönu prinsessu, virkilega góð mynd.

Nú fer prófkjörsbaráttan í Suðurkjördæmi að fara í fullan gang. Ekki seinna vænna því það styttist óðum í 11. nóvember þegar úrslitin ráðast. Fjöldi góðra einstaklinga hefur gefið kost á sér í prófkjörið og hugsanlega bætast fleiri í hópinn áður en fresturinn rennur út þann 18. október. Flokksbundnir Sjálfstæðismenn geta einir tekið þátt í prófkjörinu og því þurfa þeir sem enn hafa ekki gengið í flokkinn að gera það hið snarasta vilji þeir hafa áhrif á niðurstöðu prófkjörsins ! !

8. október 2006

Opið hús og Skagafjörður

Fyrsta opna hús Sjálfstæðismanna var á laugardagsmorgninum og var afar vel mætt. Greinilegt að það er mikil þörf fyrir að viðhalda þessari hefð og verður það gert fram að jólaföstu og svo aftur byrjað eftir áramót til vors.

Ákváðum skyndilega að renna norður á Sauðárkrók eftir hádegi á laugardeginum og vorum komin norður áður en við var litið. Tengdapabbi fór á kjördæmisþing Sjálfstæðismanna vestur á Ísafjörð og því ákváðum við halda tengdamömmu selskap um helgina. Það er öðruvísi um að litast á Króknum að vetri til heldur en á sumrin þegar allt er fullt af ferðamönnum. Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta núna um helgina. Þrátt fyrir snjó í fjöllum voru haustlitirnir í algleymingi, logn og sól. Fjöruferð er skylda og eins gönguferð um gamla bæinn þegar farið er á Krókinn. Laufey var stödd á Akureyri og því kíktu hún og vinur hennar til okkar og var gaman að því. Fórum í dag sunnudag út á Hofsós á skemmtun sem haldin var til styrktar minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur. Sú stúlka á litla nöfnu í Hveragerði hana Rakel Rós sem er dóttir Þóreyjar vinkonu. Þarna voru flestir Hofsós búar sjálfsagt mættir á staðinn enda Höfðaborg full út úr dyrum. Meðal þeirra sem tóku þátt í dagskránni voru öll börn grunnskólans en þau eru að því að mér sýndist rétt rúmlega 30 talsins. Við urðum aftur á móti að sleppa skagfirsku hnallþórunum og kakóinu því ég þurfti að ná fundi fyrir sunnan kl. 9 í kvöld.

Þegar maður keyrir í gegnum hvert sveitarfélagið af öðru á leiðinni norður þá getur maður ekki annað en hugsað til þess munar sem er á sveitarfélögum í landinu. Það er ósköp auðvelt að sitja fyrir sunnan og gagnrýna allt sem gert er úti á landi þegar viðkomandi þurfa ekki að standa frammi fyrir þeim ákvörðunum sjálfir. Sveitarstjórnarmenn fyrir utan stór Reykjavíkursvæðið þurfa allir að eyða ómældri orku í að bregðast við fólksfækkun og fábreytni í atvinnulífi. Alltof oft án þess að sjá nokkurn tíma afrakstur erfiði síns. Þrátt fyrir að ég væri ansi hreikin af góðri stöðu Hveragerðisbæjar í úttekt Fréttablaðsins þá þótti mér harkalega fjallað um aðra landshluta. Það stakk þegar sagt var að á Norðurlandi ætti enginn staður sér viðreisnar von nema Akureyri. Samkvæmt staðlinum sjálfsagt rétt en fleiri atriði má án vafa finna sem gera viðkomandi staði búsældarlegri en þarna kom fram. Þess vegna var gaman að hlusta á sóknarprestinn á Hofsósi, borgarbarn sem þarna hefur búið í tvö ár og greinilega kann vel að meta þau gæði sem felast í lífinu á landsbyggðinni.

6. október 2006

Jákvæð staða Hveragerðis

Í Fréttablaðinu hafa undanfarið birst greinar um byggðaþróun í landinu.
Það er ánægjulegt að sjá að Hveragerði skorar hátt við athugun blaðsins.
Íbúafjölgun í Hveragerði er sú mesta á Suðurlandi síðasta aldarfjórðunginn eða 67% sem er langt umfram landsmeðaltal. Íbúafjöldi pr.km2 er sá mesti á Suðurlandi eða 184 íbúar (Vestmannaeyjar þar undanskildar). Fermetra verð fasteigna á Suðurlandi er hæst hér í Hveragerði og kaupsamningar árið 2005 eru flestir hér í bæ.
Verkefni til að takast á við eru þau að meðaltekjur Hvergerðinga eru undir meðaltali og meðalaldur íbúa í hærri kantinum. Útsvarstekjur Hvergerðinga eru samt að aukast og sjáum við það best nú við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

5. október 2006

Bæjarráð og félag eldri borgara ...

Það er svipað átak að byrja að blogga á hverjum degi eins og að byrja aftur í líkamsrækt ! ! Reyndar heldur verra með "ræktina" enda tímarnir á algjörlega ókristilegum tíma. Mætti eftir 6 mánaða hlé í morguntíma í vikunni eingöngu til að uppgötva það að búið er að færa tímann til kl. 6:20, þetta er nú ekki í lagi? ?
Uppgötvaði svosem líka að formið sem var að nálgast það að vera þolanlegt í vor er aftur komið á byrjunarreit. Nöturleg staðreynd ...

Ég og María félagsmálastjóri heimsóttum félag eldri borgara í dag. Héldum báðar örstutt erindi um málefni eldra fólks og svöruðum síðan fyrirspurnum úr sal. Afsláttur af fasteignagjöldum var ofarlega í huga fólks, sem og nýja dagdvölin, félagsstarfið og fleira. Fjölmennur og skemmtilegur fundur og gagnlegt í aðdraganda fjárhagsáætlunar að heyra viðhorf hópsins.

Fundur var í bæjarráði síðdegis í dag. Þar bókaði bæjarráð ánægju sína með yfirlýsingu forsætisráðherra varðandi aukna áherslu á umferðaröryggi á umferðaræðum út úr Reykjavík. Þar var einnig ítrekað mikilvægi þess að framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar hefjist hið fyrsta.

Frestað var afgreiðslu á máli sem lagt var fyrir varðandi fjölgun barna á Óskalandi. Þar fannst minnihlutanum vanta ítarlegri upplýsingar um fjölda barna á biðlista og fleira í þeim dúr. Þessum upplýsingum verður dreift með fundarboði bæjarstjórnar í næstu viku en ég fór samt yfir þessi mál á fundinum þannig að upplýsingarnar lágu fyrir í dag. Með þessari breytingu verða væntanlega engin börn á biðlista sem náð hafa 2 ára aldri. Teikningar eru til að síðari áfanga Óskalands og þegar er hafin vinna við að aðlaga þær teikningar að skólastarfinu. Meirihluti bæjarstjórnar hefur fullan hug á að klára Óskaland á næsta ári en með því móti ættu öll börn í Hveragerði 18 mánaða og eldri að eiga tryggt leikskólapláss.

4. október 2006

SASS og Sunnan3 á miðvikudegi

Til mín berst mikill fjöldi tölvupósta og símtala sem ég reyni eftir fremsta megni að svara eins fljótt og mögulegt er. Aftur á móti geta mál skipast þannig að einhver tími líður áður en ég kemst í að kanna mál og svara og bið ég þá sem lenda í því að hafa biðlund. Tölvupósturinn er frábært tæki og auðveldasta leiðin til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri er í gegnum hann. Hægt er að smella á hnappinn hér til hliðar og koma skilaboðum beint til mín og síðan er hægt að finna netföng allra bæjarfulltrúa og margra nefndarmanna á heimasíðu Hveragerðisbæjar og koma ábendingum og skilaboðum beint til þeirra með þeim hætti. Síðan vek ég athygli á því að bæjarbúar og aðrir geta hvenær sem er kíkt við og kannað hvort bæjarstjórinn sé upptekinn þó að formlegir viðtalstímar séu bókaðir á mánudags og miðvikudagsmorgnum.

Dagurinn hófst með fundi í stýrihóp Sunnan 3 á Selfossi þar sem farið var yfir stöðu verkefna og það sem framundan er á þeim vígstöðvum. Fundaði síðan með fulltrúum frá Orkuveitu Reykjavíkur um ýmis mál sem lúta að samstarfi Hveragerðisbæjar og OR. Í samningnum um sölu Hitaveitu Hveragerðis eru tilgreind verkefni á sviði umhverfismála sem fullur vilji er til að gera að veruleika á næstunni. Að okkar beiðni mun Orkuveitan ennfremur halda borgarafund þar sem farið verður yfir uppbyggingaráform OR hér í Hveragerði, ljósleiðaravæðinguna og ýmislegt fleira. Fundurinn er fyrirhugaður í lok október.

Eftir hádegi var farið yfir ýmis mál er varða tölvu og bókhaldskerfi bæjarfélagsins. Ávallt eru að koma fram nýjar lausnir og uppfærslur á eldri hugbúnaði sem þarf að skoða og taka afstöðu til. Í þessu tilfelli var kynningin afar athyglisverð og verða málin því skoðuð nánar.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar SASS, samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, var síðan haldinn síðdegis. Þar ríkir nú óvenju mikið kvennaveldi en við erum nú fjórar konurnar í þessari sjö manna stjórn, ég, Þórunn Jóna frá Árborg, Jóna Sigurbjarts. frá Klaustri og Unnur Brá, Rangárþingi Eystra. Aðrir í stjórn eru Elliði Vignisson Vestmannaeyjum, Björn Bjarndal, Árborg og Gunnar Þorgeirsson Grafningi og Grímsneshreppi.
Ýmis verkefni heyra undir stjórn SASS og verður gaman að vera þátttakandi í þeirri vinnu á ný.

3. október 2006

Staðardagskrá 21

Í dag fékk ég heimsókn af hópi nýnema við Garðyrkjuskólann að Reykjum sem vildu ræða Staðardagskrá 21 og framkvæmd hennar hér í Hveragerði. Þau höfðu undirbúið sig vel og sett sig inní mál bæjarins en sem betur fer þá hafði ég komið að Staðardagskrár vinnunni sem fram fór hér í bæ fyrir all mörgum árum og kom því ekki alveg af fjöllum hvað það varðaði.
Hveragerði skipaði sér í fararbrodd sveitarfélaga á þessu sviði á sínum tíma, skrifaði undir Ólafsvíkur yfirlýsinguna, gerði greiningu á stöðu bæjarins í málaflokknum ásamt því að vinna tímasetta úrbótaáætlun. Því miður hefur þetta starf allt meira og minna legið niðri undanfarið. Nú er rétt að rifja upp þessa góðu áætlun því væntanlega er margt þar sem við getum nýtt okkur en það er einnig bæði þarft og tímabært að skoða þessi mál í víðara samhengi.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sýnt lofsvert frumkvæði á þessu sviði og hér má lesa um framkvæmd Staðardagskrár 21 á Íslandi.

Nemendurnir komu með margar góðar hugmyndir á sviði umhverfismála sem gaman væri að gera að veruleika með auknu samstarfi Hveragerðisbæjar og Garðyrkjuskólans. Til þess þarf auðvitað að efla starf skólans sem hlýtur að vera kappsmál allra sem bera hag hans og græna geirans fyrir brjósti.

2. október 2006

Fundir á mánudegi...

Margir fundir í dag, enda skipulagðir viðtalstímar bæjarstjóra á mánudögum. Til mín kom til dæmis húseigandi sem vildi ræða frágang verktaka við húsbyggingar og fulltrúi lóðareigenda sem hér vilja byggja fjölda íbúða. Hitti síðan leikskólastjóra Óskalands til að ræða breytingar sem þar eru fyrirhugaðar og kynntar verða á næstunni.
Skrapp síðdegis til Lögmanna Suðurlands á Selfossi til að ganga frá afsali vegna Hverakaups hússins sem hér með er orðið eign Hvergerðinga. Náði þar að fara á nokkra staði áður en fundur hófst í Héraðsráði Árnesinga en þar er m.a. verið að skipuleggja fund héraðsnefndar sem fyrirhugað er að halda nú í október. Í kvöld var síðan meirihlutafundur þar sem farið var yfir fjárhagslega stöðu bæjarfélagsins en vinna við endurskoðun fjárhagsáætlunar er nú í fullum gangi.

1. október 2006

Erilsamir dagar - lítið um blogg ...

Landsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á föstudag eftir annasama daga á Akureyri. Fundurinn var áhugaverður og umræður í vinnuhópunum bæði fróðlegar og skemmtilegar. Eins og svo oft áður snerist umræðan um stærð sveitarfélaga og þar af leiðandi mismunandi getu þeirra til að taka að sér aukin verkefni og sinna lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við íbúana. Það kom skýrt fram í umræðum að frekari kosningar með valdboði væru ekki æskilegar heldur væri íbúum og ráðamönnum sveitarfélaganna best treystandi til að haga málum í sínni heimabyggð með þeim hætti sem best væri fyrir íbúana. Fullkomið stærðarlegt samræmi næst heldur aldrei á milli sveitarfélaga enda ekkert svæði á landsbyggðinni sem skákað getur höfuðborgarsveitarfélögunum að stærð nema með því að teygja sig yfir svo stórt svæði að það yrði fullkominn bastarður.
Á fundinum var nýr formaður Sambandsins kosinn en Vilhjálmur núverandi borgarstjóri hefur verið formaður í 16 ár. Spennandi kosning á milli þeirra Smára Geirssonar og Halldórs Halldórssonar hleypti óneitanlega lífi í fundinn en Ísfirðingurinn stóð uppi sem sigurvegari í lokin. Ansi litlu munaði svo Smári getur verið sáttur við sinn hlut.
Sú sem þetta ritar var kjörin varamaður í stjórn Sambandsins. Heldur rýr niðurstaða fyrir Sjálfstæðismenn handan Hellisheiðar sem státa af miklum sigrum í síðustu sveitarstjórnarkosningum. En hin pólitísku hrossakaup eru af sérstakri stærðargráðu þegar kemur að því að skipa í þessa annars ágætu stjórn.

Annars er alltaf gaman að heimsækja Akureyri og rifja upp gamla tíma frá því í MA. Náði að kíkja á Hafstein og Kristján á heimavistinni en vistin hefur heldur betur stækkað síðan ég bjó þar fyrir reyndar ferlega mörgum árum síðan. Nú búa þarna 320 nemendur og langt í frá að allir þekki alla eins og þá var. Frændur mínir breiða nú úr sér á heldur meira svæði heldur en við Jóhanna og Adda gerðum í þá daga. Gaman að sjá hversu vel er búið að krökkunum í dag. Vona að fjörið sé samt ekki alveg fyrir bí, þó að hver hafi sína íbúð eins og nú er.
----------------------------------------------
Færeyskir dansar voru stignir af miklum móð í afmæli Önnu Maríu Ögmundsdóttur á föstudagskvöldið og mikið fjör í þeirri glæsilegu veislu. Til hamingju með afmælið mín kæra.
-----------------------------------------------
Á laugardaginn var síðan stefnan sett á Geysi í Haukadal en þar fór fram Kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi um helgina. Um 150 Sjálfstæðismenn ákváðu að prófkjör skyldi fara fram þann 11. nóvember. 12 manns hafa þegar tilkynnt framboð og nokkuð ljóst að það stefnir í skemmtilega baráttu á milli þessara góðu einstaklinga. Á fundinum ríkti mikil eindrægni og góður andi og greinilegt að við Sjálfstæðismenn ætlum okkur að fylgja eftir sigrunum í sveitarstjórnarkosningunum.

Það er reyndar alveg furðulegt hvað vekur fólki gleði á þessum fundum okkar. "Lítil" frétt um að ég hefði verið í símasambandi við ákveðinn aðila í sumar og í örfáum orðum bent honum á hversu gott það væri nú fyrir hann að dvelja um stund í öðru sveitarfélagi varð einum félaga okkar frá Hornafirði tilefni til eftirfarandi kveðskapar. Vakti flutningurinn mikla lukku enda tilþrifamikill við kvöldverðinn mér til “gleði og mikillar ánægju” ! ! ! !

Nýjung blóðlausra blíðufunda
hér boðarðu opinskátt.
Við Hvergerðingar kunnum að stunda
kynlíf á lífrænan hátt.

Þó einmana sálir þið afvegaleiðið,
sem örvænta nú um sinn.
Þá nægir mér þegar skellir á skeiðið
Skagfirski folinn minn.

Nægð við höfum hér nautnaseggja,
með náttúru kjöt og skinn.
Á hinn bóginn ertu að eyðileggja
agúrkumarkaðinn.

Lífvana taugalaust tittlingabraskið,
teljum við ekki gott.
Svo hirtu nú dónalegt hafurtaskið,
og hypjaðu þig á brott.


Já, hann kann að koma orðum að hlutunum hann Snorri, enda ekki ættaður frá Vaðbrekku fyrir ekki neitt......

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet