3. október 2006
Staðardagskrá 21
Í dag fékk ég heimsókn af hópi nýnema við Garðyrkjuskólann að Reykjum sem vildu ræða Staðardagskrá 21 og framkvæmd hennar hér í Hveragerði. Þau höfðu undirbúið sig vel og sett sig inní mál bæjarins en sem betur fer þá hafði ég komið að Staðardagskrár vinnunni sem fram fór hér í bæ fyrir all mörgum árum og kom því ekki alveg af fjöllum hvað það varðaði.
Hveragerði skipaði sér í fararbrodd sveitarfélaga á þessu sviði á sínum tíma, skrifaði undir Ólafsvíkur yfirlýsinguna, gerði greiningu á stöðu bæjarins í málaflokknum ásamt því að vinna tímasetta úrbótaáætlun. Því miður hefur þetta starf allt meira og minna legið niðri undanfarið. Nú er rétt að rifja upp þessa góðu áætlun því væntanlega er margt þar sem við getum nýtt okkur en það er einnig bæði þarft og tímabært að skoða þessi mál í víðara samhengi.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sýnt lofsvert frumkvæði á þessu sviði og hér má lesa um framkvæmd Staðardagskrár 21 á Íslandi.
Nemendurnir komu með margar góðar hugmyndir á sviði umhverfismála sem gaman væri að gera að veruleika með auknu samstarfi Hveragerðisbæjar og Garðyrkjuskólans. Til þess þarf auðvitað að efla starf skólans sem hlýtur að vera kappsmál allra sem bera hag hans og græna geirans fyrir brjósti.
Í dag fékk ég heimsókn af hópi nýnema við Garðyrkjuskólann að Reykjum sem vildu ræða Staðardagskrá 21 og framkvæmd hennar hér í Hveragerði. Þau höfðu undirbúið sig vel og sett sig inní mál bæjarins en sem betur fer þá hafði ég komið að Staðardagskrár vinnunni sem fram fór hér í bæ fyrir all mörgum árum og kom því ekki alveg af fjöllum hvað það varðaði.
Hveragerði skipaði sér í fararbrodd sveitarfélaga á þessu sviði á sínum tíma, skrifaði undir Ólafsvíkur yfirlýsinguna, gerði greiningu á stöðu bæjarins í málaflokknum ásamt því að vinna tímasetta úrbótaáætlun. Því miður hefur þetta starf allt meira og minna legið niðri undanfarið. Nú er rétt að rifja upp þessa góðu áætlun því væntanlega er margt þar sem við getum nýtt okkur en það er einnig bæði þarft og tímabært að skoða þessi mál í víðara samhengi.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sýnt lofsvert frumkvæði á þessu sviði og hér má lesa um framkvæmd Staðardagskrár 21 á Íslandi.
Nemendurnir komu með margar góðar hugmyndir á sviði umhverfismála sem gaman væri að gera að veruleika með auknu samstarfi Hveragerðisbæjar og Garðyrkjuskólans. Til þess þarf auðvitað að efla starf skólans sem hlýtur að vera kappsmál allra sem bera hag hans og græna geirans fyrir brjósti.
Comments:
Skrifa ummæli