<$BlogRSDUrl$>

29. nóvember 2016

Fórum í Tjarnarbíó í kvöld að sjá leikverkið SUSS en þar eru tvær ungar konur frá Hveragerði í leikhópnum.  Þetta leikverk sem hópurinn samdi og byggir á samtölum við þolendur og gerendur hefur verið nokkuð mikið í umræðunni enda fjallar það um erfið og viðkvæm málefni það er heimilisofbeldi.  En mikið rosalega er þetta vel gert.  Það er full ástæða til að hvetja alla til að fara og sjá og upplifa.  Bæði er það með afar mikilvægan boðskap en líka er leikurinn svo afburða góður og leikgerðin og leikstjórnin líka.  Leikhúsupplifun af besta tagi.

Hér er lengri umfjöllun og miklu betri og fræðilegri.... 

En ég verð sérstaklega að minnast á þær Halldóru Rut Bjarnadóttur og Hildi Magnúsardóttur því þær standa okkur Hvergerðingum auðvitað nærri.  Ég var svo stolt af þessum flottu ungu konum sem hafa svo sannarlega lagt mikla vinnu í að draumurinn þeirra yrði að veruleika.

Innilega til hamingju mínar kæru !

28. nóvember 2016

Byrjaði daginn á fínu spjalli við Sævar Þór, skólastjóra Grunnskólans. Við ræddum auðvitað mál málanna sem var kjarabarátta kennara og hvað við töldum að þyrfti til að samningar næðust.  Kannski sendum við svona sterk hugskeyti en allavega fréttist síðdegis af undirritun samninga þannig að vonandi er deilan að leysast með farsælum hætti fyrir alla.

Við Helga kláruðum síðan að skrifa greinargerðina með fjárhagsáætluninni og þriggja ára áætlun.  Þetta er nokkuð mikið rit, 38 blaðsíður sú fyrri og nokkrar í þeirri síðari einnig.  Mér finnst afar gott að vinna greinargerðina með Helgu en þannig síast allar tölur ansi vel inn og ég man svona nokkurnveginn eftir það hversu mikið við setjum í hvern málaflokk.

Skrifaði minnisblöð fyrir bæjarráðsfundinn sem haldinn verður næsta fimmtudag.  Undirbjó einnig fundinn með Hönnu Lovísu sem er allra klárust í málaskrárkerfinu okkar. 

Í kvöld var síðan opinn íbúafundur um endurskoðun aðalskipulagsins en á sama fundi kynnti Orteka Partners á Íslandi fyrirhuguð áform um uppbyggingu inní Dal.   Mjög áhugavert og spennandi að sjá hvort að hugmyndirnar verði að veruleika. 
-------------------
Fékk Harald Fróða í heimsókn eftir vinnu í dag og nutum við okkur vel hérna heima við jólaskreytingar og bóklestur.  Langamman mætti einnig í heimsókn svo þetta var gott síðdegi. 
-------------------------
Ákvað að sýna ykkur mynd af heimferðarsetti litla mannsins, eins og það leit út á föstudagskvöldið.  Vek athygli á að hann fæddist þann sama morgun !  Ég kann semsagt alveg að prjóna en sit ekki beint við verkið eins og sjá má.  Þetta kvöld var ég augljóslega á handahlaupum að klára húfuna og ganga frá og þvo og leggja til, þrátt fyrir að hafa ekki haft nema ca 7 mánuði til að klára þetta - og vel að merkja flíkin er í stærð 0.  Það sem er eiginlega ennþá fyndnara er að ég lenti í nákvæmlega því sama í sumar þegar að Stefán Þór fæddist ! ! !    Það er náttúrulega eitthvað að manni --- Þess vegna ætla ég að byrja strax á næsta heimferðarsetti svo það verði ALVEG tilbúið þegar næsta barnabarn fæðist.  Mér veitir augljóslega ekki af tímanum :-)



27. nóvember 2016

Nú er ég búin að fá nokkrar kvartanir um bloggleysið og það frá fólki sem ég hafði ekki hugmynd um að læsi þessi skrif.  Því verð ég að rífa mig af stað og reyna að sinna þessum fína miðli mínum !

En á heilum mánuði hefur auðvitað alveg ótrúlega margt gerst og alsendis ófært að fjalla um það allt hér.  Ég hef mætt á fundi um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu, um eflingu sveitarstjórnarstigsins svona almennt á Íslandi, stjórnarfundi í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um skipulagsmál í Hveragerði, í stjórn Orkusjóðs og fleiri og fleiri.  Helstu viðfangsefni síðust vikna eru auðvitað gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 ásamt þriggja ára áætlun.  Þetta verkefni unnum við saman allir bæjarfulltrúar.  Var samstarfið með miklum ágætum og mjög gaman reyndar að vinna með þessum góða hóp.  Það var ekki alveg einfalt að ná saman fjárhagsáætlun í þetta sinn, ýmis mál eru í óvissu og ber þar auðvitað hæst óklárað frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda á hinum almenna og opinbera markaði og framlag ríkissins til fullnustu réttinda.  Ef að þetta frumvarp verður ekki samþykkt er ljóst að sveitarfélögin þurfa að hækka mótframlag sitt í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins umtalsvert og það er kostnaðarauki sem þau þurfa svo sannarlega ekki á að halda.   Hitt málið sem gert getur fjárhagslega stöðu sveitarfélaga afar þunga ánæstunni eru lausir kjarasamningar grunnskólakennara en það er augljóst að umtalsvert þarf að bæta launakjör þeirra eigi samningar að nást.
--------
En dagurinn í dag hófst á fundi með Oddi og Svanhildi frá Landform, Eyþóri, formanni Skipulags- og bygginganefndar og Guðmundi Skipulags- og byggingafulltrúa.  Á fundinum undirbjuggum við íbúafund sem halda á annað kvöld, þriðjudag, um endurskoðun aðalskipulags.  Það er brýnt að sem flestir mæti á fundinn en nú er verið að marka stefnu um ýmis atriði skipulagsins sem íbúar vilja örugglega hafa skoðun á svo sem um það hvar verði heimagisting leyfð, um yfirbragð gamla hluta Hveragerðisbæjar, um skipulag á lóðum meðfram Varmá, um skipulag á Eden og Tívolí lóðum og fleira og fleira.  Allt eru þetta mál sem skipta alla máli og því er nauðsynlegt að sem flestir mæti.

Annars var líflegt á skrifstofunni í dag, nokkuð rennirí af gestum og margt spjallað.  Tölvupósturinn er tímafrekur og fjöldi erinda berst eftir þeirri leið.  Ég nota líka facebook í óformlegri erindi og það er fljótlegur miðill sem virkar oft vel.

Fór í sundleikfimi síðdegis svona rétt til að sýna þar mætingu svo ég geti mætt í jólagleðina með þessum góða hópi.  Það var fjör og mikið spjallað í pottinum eins og alltaf.

Meirihlutafundur í kvöld - vel mætt og farið yfir dagskrá bæjarráðsfundar í vikunni.
-----------------
En stærsta fréttin er auðvitað fæðing litla drengsins þeirra Laufeyjar og Elvars.   Á föstudaginn fæddist þessi stóri og fallegi strákur, rétt tæpar 17 merkur og 56 cm. Allt gekk afar vel og drengurinn er auðvitað fullkominn í alla staði, rétt eins og stóri bróðir og frændur hans tveir.  Hugsa sér að á þremur árum skuli barnabörnin vera orðin 4 og allt strákar.  Þetta er nú meira fjörið :-)

2. nóvember 2016

Félagi Elliði Vignisson skrifar oft mjög góða pistla á heimasíðuna sína.  Hann leggur óneitanlega meiri vinnu í textann heldur en kollegi hans í blómabænum góða gerir og er gaman að því  :-)

En til að gera langa sögu mjög stutta þá er ég heilshugar sammála því sem fram kemur í nýjsta pistli hans en það er að besta ríkisstjórnin væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar.  Með samstarfi þessara flokka væri sleginn tónn um samstarf og samlyndi í stað sundrungar og ósættis.  Ég er líka sannfærð um að þeir aðilar sem þarna eru innanborðs gætu leikandi unnið saman með hag okkar allra að leiðarljósi. Þetta yrði án vafa farsælt samstarf og lærdómsríkt og þá ekki síst fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem yrði að taka tillit til sjónarmiða sem færa myndu okkur enn nær grunngildum flokksins.   Við megum nefnilega aldrei missa sjónar á grundvallarhugsjóninni sem er að flokknum beri að "vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."

1. nóvember 2016

Hóf daginn snemma á fundi með Viktori Sveinssyni sem fékk úthlutað lóð hér í miðbænum fyrir all nokkru síðan.  Fór hann yfir það í hvaða farvegi þær framkvæmdir eru.

Átti síðan fund með Gylfa framkvæmdastjóra JÁVERKS en það fyrirtæki varð lægst í útboði nýja leikskólans að Þelamörk 62.  Skrifuðum við undir samning um verkið í morgun en því á að vera lokið fyrir 1. október á næsta ári.  Því er mikilvægt að haldið verði vel á spöðunum næstu mánuði.  Þessi framkvæmd verður áberandi í bæjarlífinu á næstunni en þegar mest er munu um 60 aðilar koma að framkvæmdum á staðnum.  Þess mun víða finna stað.

Átti góðan  fund með leikskólastjórum í dag varðandi biðlistann.  Ljóst er að 43 börn í elsta hópnum á leikskólunum eru fyrirferðamikil enda óvenjustór árgangur og því munu fá börn ef nokkur komast inn í vetur af þeim sem verða 18 mánaða í nóvember og eftir það. Ræddum ýmsar leiðir sem mögulegar eru í þessum efnum en engin augljós niðurstaða er í augsýn.

Fundur allra bæjarfulltrúa í kvöld vegna fjárhagsáætlunar.  Það er alveg ljóst að gríðarleg hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð starfsmanna ríkissins og Brú setur rekstur bæjarins í miklu, miklu þrengri stöðu en ella hefði orðið.  Jafn ljóst er að ný ríkisstjórn verður að setja þetta mál í algjöran forgang þegar hún tekur við.


Dagurinn hófst í Reykjavik þar sem ég sótti fund í Innanríkisráðuneytingu í nefnd sem fjallar nú um styrkingu sveitarstjórnarstigsins.  Þar ræddum við um næstu skref í vinnu hópsins en ákveðið hefur verið að gera viðhorfskönnun meðal íbúa valdra svæða þar sem kannað verður viðhorf fólks til sveitarstjórnarstigsins og þeirrar þjónustu sem það veitir.

Hér heima tók við vinna að gerð fjárhagsáætlunar og viðtal vegna ritara stöðunnar sem óvænt losnaði hér á bæjarskrifstofunni.  Heimsótti einnig Morten og Kollu sem reka gistiheimilið Frumskóga en þar sá ég fyrsta myndbrotið úr myndinni Skáldagatan í Hveragerði sem nú er verið að reka smiðshöggið á.  Við ræddum frumsýningu myndarinnar sem væntanlega verður laugardaginn 10. desember.   Það sem ég sá af myndinni var afskaplega vel gert en bærinn okkar hefur greinilega sýnt sína allra bestu hlið þegar þessi mynd var tekin upp.

Sleppi helst aldrei tíma í Fitness bilinu hjá henni Lóreley.  Nú er nýtt námskeið að hefjast og ég ætla að sjálfsögðu að vera með á því :-)

Í kvöld var langur fundur allra bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun en við ætlum að hittast aftur á morgun og freista þess að ná áætluninni saman.

Hér í Hveragerði gengu skrímsli, draugar og forynjur um götur í kvöld en í fyrsta sinn var Hrekkjavakan haldin hátíðleg hér í bæ.  Ef marka má facebook var þettta afskaplega vel heppnað kvöld sem væntanlega er komið til að vera :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet