29. nóvember 2016
Fórum í Tjarnarbíó í kvöld að sjá leikverkið SUSS en þar eru tvær ungar konur frá Hveragerði í leikhópnum. Þetta leikverk sem hópurinn samdi og byggir á samtölum við þolendur og gerendur hefur verið nokkuð mikið í umræðunni enda fjallar það um erfið og viðkvæm málefni það er heimilisofbeldi. En mikið rosalega er þetta vel gert. Það er full ástæða til að hvetja alla til að fara og sjá og upplifa. Bæði er það með afar mikilvægan boðskap en líka er leikurinn svo afburða góður og leikgerðin og leikstjórnin líka. Leikhúsupplifun af besta tagi.
Hér er lengri umfjöllun og miklu betri og fræðilegri....
En ég verð sérstaklega að minnast á þær Halldóru Rut Bjarnadóttur og Hildi Magnúsardóttur því þær standa okkur Hvergerðingum auðvitað nærri. Ég var svo stolt af þessum flottu ungu konum sem hafa svo sannarlega lagt mikla vinnu í að draumurinn þeirra yrði að veruleika.
Innilega til hamingju mínar kæru !
Hér er lengri umfjöllun og miklu betri og fræðilegri....
En ég verð sérstaklega að minnast á þær Halldóru Rut Bjarnadóttur og Hildi Magnúsardóttur því þær standa okkur Hvergerðingum auðvitað nærri. Ég var svo stolt af þessum flottu ungu konum sem hafa svo sannarlega lagt mikla vinnu í að draumurinn þeirra yrði að veruleika.
Innilega til hamingju mínar kæru !
Comments:
Skrifa ummæli