<$BlogRSDUrl$>

26. september 2013


Verð að sýna ykkur þessar flottu myndir sem voru teknar þegar ég heimsótti 4. bekkinn og hann Sigurjón Arek í síðustu viku. Hann hafði sent bæjarstjóranum bréf sem tekið var til afgreiðslu í bæjarráði og þarna fékk hann afhent svarið. Hjólabrettaaðstaðan er í skoðun !

25. september 2013

Í morgun hitti ég Hvergerðinga úr Myndlistarfélagi Árnessýslu og skoðuðum við loftið í gamla barnaskólanum, Egilsstöðum. Þar fannst okkur líklegt að finna mætti félaginu samastað en bæjarráð hafði samþykkt að þessi möguleiki yrði skoðaður. Félagsmenn voru ánægðir með þessa tilhögun og því munu þeir hreiðra um sig í innri herbergjunum tveimur á efri hæðinni. Húsið er varla í nokkurri notkun lengur svo þetta fyrirkomulag hentar vel.

Alltaf þegar ég skoða Egilsstaði langar mig til þess að húsið verði gert upp. Það er á margan hátt mjög flott og sem eitt af elstu húsum bæjarins hýsir það sögu sem ekki má gleymast.

Reyndar man ég alltaf líka þegar ég heimsæki Egilsstaði hvað ég var hrikalega myrkfælin nálægt þessu húsi þegar ég var lítil. Hljóp alltaf eins og galin framhjá því á kvöldin og var veik af áhyggjum ef ég átti að vera þar í fyrsta tíma á morgnana. Vildi alls ekki vera fyrst inn. Þorði reyndar alls ekki heldur að vera ein út í ísgerð og fór ekki fyrir nokkurn mun útí Steingerði, það var nú alversti staðurinn! Sem betur fer hefur myrkfælnin elst af mér :-)

Stefnt er að því að setja samning við Listvinafélag Hveragerði fyrir fund bæjarstjórnar í október en nú er unnið í honum. Listin tekur því drjúgan tíma þessa dagana!

Eftir hádegi sótti ég ráðstefnu félags umhverfisfræðinga (www.fumi.is) sem haldin var í Reykjavík en þar var umfjöllunarefnið brennisteinsvetni og áhrif þess á heilsu og umhverfi. Margir afar áhugaverðir fyrirlestrar voru haldnir en sá eini sem rataði í fjölmiðla var fyrirlestur þar sem fjallað var um rannsókn sem gerð var í Roturoa á Nýja Sjálandi og fjallaði hún um áhrif brennisteinsvetnis í lágum styrk til lengri tíma á heilsu fólks. Niðurstöðurnar voru ansi merkilegar en þar kom fram að það gæti jafnvel verið betra að búa í slíku umhverfi ef maður er til dæmis astma sjúklingur og áhrifin voru engin á taugakerfið og sjón. Það var reyndar sérkennilegt að sjá að samanburðarhópurinn var tekinn úr sama umhverfi, sama bæ, þannig að það er auðvitað hægt að setja spurninga merki við þessar niðurstöður. En auðvitað væri það frábært ef þetta væri raunin! Aftur á móti vakti það athygli að í fyrirlestrunum kom einnig fram að styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti mælist hærri austan við Elliðaár í Reykjavík en hér. Þannig að það er ljóst að það eru hagsmunir Reykvíkinga og annarra á höfuðborgarsvæðinu sem nú mun verða fjallað um. Það er gott, því við vitum að frekar er hlustað á þann stóra hóp sem þar er heldur en okkur hér í fámenninu fyrir austan.

Sundið mitt siðdegis er allra meina bót, frábær félagsskapur og mikið skrafað og skeggrætt. Áfram var skrafað í kvöld þegar Gunna og Svava komu í kvöldte. Alltaf gaman! Við fórum til dæmis í pælingar um samkeppnina um fallegasta orðið... Það er skemmtilegt framtak. Mér hefur til dæmis alltaf þótt orðið "okkur" afar merkilegt! Hvaðan kemur eiginlega orð með svona skrýtinn hljóm?


24. september 2013

Undirbúningur fjárhagsáætlunar er kominn í gang og undanfarið hefur farið þónokkur tími í að fara yfir reksturinn það sem af er þessu ári til að hægt sé að fóta sig í fjárhagsáætlunargerðinni fyrir árið 2014. Okkur sýnist hafa gengið vel og áætlanir séu að halda. Þar skiptir miklu að hafa jafn gott starfsfólk og raun er á hér í Hveragerði.

Á fimmtudaginn verður fundur stjórnenda bæjarins en þeir eru alltaf tilhlökkunarefni. Þar er farið yfir sameiginleg mál og önnur atriði sem hópurinn þarf allur að vita. Undirbjó þennan fund í dag.

Í dag var opnuð ljóðasýning í Lystigarðinum. Ljóðin eru eftir Önnu Margréti Stefánsdóttur og þau hanga á víð og dreif um garðinn. Nemendur grunnskólans tóku þátt í opnuninni og fundu stað fyrir nokkur ljóð. Það var gaman að sjá hversu lífleg og skemmtileg krakkarnir voru og hvað þeim fannst gaman að taka þátt. Það var ekki síður gaman að sjá lífið og fjörið í bænum í blíðviðrinu í morgun. Held að allir nemendur leikskólans Undralands hafi verið á rölti í mibænum, stór hópur eldri borgara einnig ásamt auðvitað hópnum stóra úr grunnskólanum sem var í Lystigarðinum.

Langaði að deila með ykkur þessu áhrifamikla myndbandi um það hversu litlir hlutir geta skipt miklu máli.

20. september 2013

Góður dagur að mestu helgaður ungviðinu. Byrjaði daginn í Grunnskólanum þar sem ég átti góðan fund með nemendum 7. bekkjar um hin ýmsu málefni er snúa að þeim og þeirra viðfangsefnum. Enduðum á því að skrifa undir samning um ruslahreinsun í bænum en það er árvisst að nemendur 7. bekkjar taka það verk að sér. Þessi samningur er bænum mikilvægur enda tryggir hann að hér sé ávallt snyrtilegt og krakkarnir læra að fleygi maður rusli þarf alltaf einhver að týna það upp aftur. Rusl á eingöngu að handfjatla einu sinni en ekki margsinnis! Eftir skemmtilegt spjall á kennarastofunni hitti ég nemendur 4. bekkjar en drengur þaðan Sigurjón Arek hafði sent bæjaráði skemmtilegt bréf og nú fékk hann afhent svarbréf frá bæjarráði. Þetta varð hin besta stund. Mikið sem við erum rík að eiga þessa frábæru ungu kynslóð hér í Hveragerði. Kurteis og vel máli farin - það er alltaf skemmtilegt og ekki síður gagnlegt að htta svona hópa.

Áttum góðan fund með forsvarsmönnum knattspyrnudeildar eftir hádegi. Nú byrja æfingar snemma dags í Hamarshöllinni og því er enn betri nýting á henni en áður. Við ræddum ýmislegt er varðaði deildina og íþróttastarf almennt. Það er mikill hugur í fólki og aðdáunarvert að fylgjast með því hversu mikið margir leggja á sig fyrir frístundastarf í bænum.

Vinnudagurinn endaði á fundi í stjórn Listasafns Árnesinga. Þar rakst ég á þessa tvo vígalegu menn sem voru í óðaönn að setja upp næstu sýningu. Hún verður án vafa mjög flott - allavega eru verkin engin smásmíði eins og sjá má þegar Víðir og Haraldur standa við hlið þeirra.

Við Laufey og Haraldur Fróði heimsóttum síðan Friðrik, Sunnu og Sigurbjörn junior í Fagrahvammi en amma Helga var líka heima ásamt fullt af öðru fólki svo þetta var lífleg heimsókn þar sem margt var skrafað. Takk fyrir okkur kæru vinir :-)

18. september 2013

Á föstudag og laugardag heimsótti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Snæfellsnes. Langur en góður stjórnarfundur var haldinn á Hellissandi en síðan var Ólafsvík og Rif heimsótt, Grundarfjörður auk Stykkishólms, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar. Hittum við sveitarstjórnarmenn á hverjum stað og áttum með þeim gagnlega fundi. Þessi sveitarfélög öll búa við einstaka náttúru og heilmikil gæði. Þau eru mismunandi en þeim er stjórnað af áhugasömu og þróttmiklu fólki. Það var gaman að verða vitni að því. Stjórnin hefur reynt að fara einu sinni á ári til fundar í landshlutunum og er það afar gagnlegt. Á myndinni erum við í þokuslæðing á norðanverðu nesinu. Verð að fara þangað aftur í betra veðri :-)

17. september 2013

Stormurinn undanfarna daga hefur átt sök á ýmsum óvæntum uppákomum. Vindurinn olli annars víða skemmdum, tré hafa brotnað og rifnað upp, skilti og fánastengur hafa gefið sig fyrir veðurofsanum og rusl hefur fokið út um allan bæ. Það er ærin vinna að laga til eftir svona áhlaup. Annars var það ekki vindurinn sem braut þrjú af fimm reynitrjám sem prýtt hafa Breiðumörkina undanfarin ár, en þar keyrði bíll uppá eyjuna fyrir framan Álnavörubúðina með þessum afleiðingum. Svekkjandi því tré, eins og við vitum, vaxa nú ekki upp á einni nóttu...

Hamarshöllin stóð vindinn vel af sér enda er heill hópur af fólki orðinn ansi lunkinn í umsjón hússins sem auðvitað er nauðsynlegt þar sem um algjöra nýjung hér á landi er að ræða. Steinar er frábær í sínu starfi, Steini líka og strákarnir í áhaldahúsinu ásamt Guðmundi Baldurssyni standa vaktina hvenær sem á þarf að halda. Þetta eru snillingar sem stólandi er á! Það kunnum við vel að meta.

Það er rétt að geta þess að engin notkun er í húsinu fari vindur nálægt 20 m/sek. Það er nauðsynlegt að bæði iðkendur og foreldrar og forráðamenn fylgist vel með þegar þannig viðrar.

-----------
Annars eru við Helga að fara yfir stöðu rekstrar bæjarins fyrstu 8 mánuðina þessa dagana. Nú er í fyrsta sinn unnið með svokallaða viðauka en það þýðir að forstöðumenn verða að sækja um viðbótarfjármagn um leið og þeir sjá fram á nauðsyn á slíku til dæmis vegna veikinda eða annarra forfalla starfsfólks. Þetta gengur ágætlega en fljótlega munum við sjá hver staðan er á hinum ýmsu stofnunum og hvort nauðsynlegt er að bregðast við breytingum sem orðið hafa.

Stórt og mikið fundarboð bæjarráðs fór út í dag en fundurinn er á fimmtudagsmorgun. Mörg skemmtileg mál þar á dagskrá og meðal annars eitt skemmtilegasta bréf sem mér hefur borist. Held ég verði hreinlega að heimsækja bréfritara fljótlega, en hann heitir Sigurjón og sendi bréfið fyrir hönd bekkjarfélaga sinna í 4. bekk ;-)

Í morgun fundaði framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga hér í Hveragerði. Unnum við í stofnskrám Listasafns, Byggðasafns ásamt erindisbréfi Tónlistarskólans. Nú er unnið að undirbúningi haustfundar Héraðsnefndar sem haldinn verður um miðjan október. Það eru góðir fundir og gagnlegir enda verkefni nefndarinnar ærin.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet