24. september 2013
Undirbúningur fjárhagsáætlunar er kominn í gang og undanfarið hefur farið þónokkur tími í að fara yfir reksturinn það sem af er þessu ári til að hægt sé að fóta sig í fjárhagsáætlunargerðinni fyrir árið 2014. Okkur sýnist hafa gengið vel og áætlanir séu að halda. Þar skiptir miklu að hafa jafn gott starfsfólk og raun er á hér í Hveragerði.
Á fimmtudaginn verður fundur stjórnenda bæjarins en þeir eru alltaf tilhlökkunarefni. Þar er farið yfir sameiginleg mál og önnur atriði sem hópurinn þarf allur að vita. Undirbjó þennan fund í dag.
Í dag var opnuð ljóðasýning í Lystigarðinum. Ljóðin eru eftir Önnu Margréti Stefánsdóttur og þau hanga á víð og dreif um garðinn. Nemendur grunnskólans tóku þátt í opnuninni og fundu stað fyrir nokkur ljóð. Það var gaman að sjá hversu lífleg og skemmtileg krakkarnir voru og hvað þeim fannst gaman að taka þátt. Það var ekki síður gaman að sjá lífið og fjörið í bænum í blíðviðrinu í morgun. Held að allir nemendur leikskólans Undralands hafi verið á rölti í mibænum, stór hópur eldri borgara einnig ásamt auðvitað hópnum stóra úr grunnskólanum sem var í Lystigarðinum.
Langaði að deila með ykkur þessu áhrifamikla myndbandi um það hversu litlir hlutir geta skipt miklu máli.
Á fimmtudaginn verður fundur stjórnenda bæjarins en þeir eru alltaf tilhlökkunarefni. Þar er farið yfir sameiginleg mál og önnur atriði sem hópurinn þarf allur að vita. Undirbjó þennan fund í dag.
Í dag var opnuð ljóðasýning í Lystigarðinum. Ljóðin eru eftir Önnu Margréti Stefánsdóttur og þau hanga á víð og dreif um garðinn. Nemendur grunnskólans tóku þátt í opnuninni og fundu stað fyrir nokkur ljóð. Það var gaman að sjá hversu lífleg og skemmtileg krakkarnir voru og hvað þeim fannst gaman að taka þátt. Það var ekki síður gaman að sjá lífið og fjörið í bænum í blíðviðrinu í morgun. Held að allir nemendur leikskólans Undralands hafi verið á rölti í mibænum, stór hópur eldri borgara einnig ásamt auðvitað hópnum stóra úr grunnskólanum sem var í Lystigarðinum.
Langaði að deila með ykkur þessu áhrifamikla myndbandi um það hversu litlir hlutir geta skipt miklu máli.
Comments:
Skrifa ummæli