18. september 2013
Á föstudag og laugardag heimsótti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Snæfellsnes. Langur en góður stjórnarfundur var haldinn á Hellissandi en síðan var Ólafsvík og Rif heimsótt, Grundarfjörður auk Stykkishólms, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar. Hittum við sveitarstjórnarmenn á hverjum stað og áttum með þeim gagnlega fundi. Þessi sveitarfélög öll búa við einstaka náttúru og heilmikil gæði. Þau eru mismunandi en þeim er stjórnað af áhugasömu og þróttmiklu fólki. Það var gaman að verða vitni að því. Stjórnin hefur reynt að fara einu sinni á ári til fundar í landshlutunum og er það afar gagnlegt. Á myndinni erum við í þokuslæðing á norðanverðu nesinu. Verð að fara þangað aftur í betra veðri :-)
Comments:
Skrifa ummæli