5. október 2006
Bæjarráð og félag eldri borgara ...
Það er svipað átak að byrja að blogga á hverjum degi eins og að byrja aftur í líkamsrækt ! ! Reyndar heldur verra með "ræktina" enda tímarnir á algjörlega ókristilegum tíma. Mætti eftir 6 mánaða hlé í morguntíma í vikunni eingöngu til að uppgötva það að búið er að færa tímann til kl. 6:20, þetta er nú ekki í lagi? ?
Uppgötvaði svosem líka að formið sem var að nálgast það að vera þolanlegt í vor er aftur komið á byrjunarreit. Nöturleg staðreynd ...
Ég og María félagsmálastjóri heimsóttum félag eldri borgara í dag. Héldum báðar örstutt erindi um málefni eldra fólks og svöruðum síðan fyrirspurnum úr sal. Afsláttur af fasteignagjöldum var ofarlega í huga fólks, sem og nýja dagdvölin, félagsstarfið og fleira. Fjölmennur og skemmtilegur fundur og gagnlegt í aðdraganda fjárhagsáætlunar að heyra viðhorf hópsins.
Fundur var í bæjarráði síðdegis í dag. Þar bókaði bæjarráð ánægju sína með yfirlýsingu forsætisráðherra varðandi aukna áherslu á umferðaröryggi á umferðaræðum út úr Reykjavík. Þar var einnig ítrekað mikilvægi þess að framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar hefjist hið fyrsta.
Frestað var afgreiðslu á máli sem lagt var fyrir varðandi fjölgun barna á Óskalandi. Þar fannst minnihlutanum vanta ítarlegri upplýsingar um fjölda barna á biðlista og fleira í þeim dúr. Þessum upplýsingum verður dreift með fundarboði bæjarstjórnar í næstu viku en ég fór samt yfir þessi mál á fundinum þannig að upplýsingarnar lágu fyrir í dag. Með þessari breytingu verða væntanlega engin börn á biðlista sem náð hafa 2 ára aldri. Teikningar eru til að síðari áfanga Óskalands og þegar er hafin vinna við að aðlaga þær teikningar að skólastarfinu. Meirihluti bæjarstjórnar hefur fullan hug á að klára Óskaland á næsta ári en með því móti ættu öll börn í Hveragerði 18 mánaða og eldri að eiga tryggt leikskólapláss.
Það er svipað átak að byrja að blogga á hverjum degi eins og að byrja aftur í líkamsrækt ! ! Reyndar heldur verra með "ræktina" enda tímarnir á algjörlega ókristilegum tíma. Mætti eftir 6 mánaða hlé í morguntíma í vikunni eingöngu til að uppgötva það að búið er að færa tímann til kl. 6:20, þetta er nú ekki í lagi? ?
Uppgötvaði svosem líka að formið sem var að nálgast það að vera þolanlegt í vor er aftur komið á byrjunarreit. Nöturleg staðreynd ...
Ég og María félagsmálastjóri heimsóttum félag eldri borgara í dag. Héldum báðar örstutt erindi um málefni eldra fólks og svöruðum síðan fyrirspurnum úr sal. Afsláttur af fasteignagjöldum var ofarlega í huga fólks, sem og nýja dagdvölin, félagsstarfið og fleira. Fjölmennur og skemmtilegur fundur og gagnlegt í aðdraganda fjárhagsáætlunar að heyra viðhorf hópsins.
Fundur var í bæjarráði síðdegis í dag. Þar bókaði bæjarráð ánægju sína með yfirlýsingu forsætisráðherra varðandi aukna áherslu á umferðaröryggi á umferðaræðum út úr Reykjavík. Þar var einnig ítrekað mikilvægi þess að framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar hefjist hið fyrsta.
Frestað var afgreiðslu á máli sem lagt var fyrir varðandi fjölgun barna á Óskalandi. Þar fannst minnihlutanum vanta ítarlegri upplýsingar um fjölda barna á biðlista og fleira í þeim dúr. Þessum upplýsingum verður dreift með fundarboði bæjarstjórnar í næstu viku en ég fór samt yfir þessi mál á fundinum þannig að upplýsingarnar lágu fyrir í dag. Með þessari breytingu verða væntanlega engin börn á biðlista sem náð hafa 2 ára aldri. Teikningar eru til að síðari áfanga Óskalands og þegar er hafin vinna við að aðlaga þær teikningar að skólastarfinu. Meirihluti bæjarstjórnar hefur fullan hug á að klára Óskaland á næsta ári en með því móti ættu öll börn í Hveragerði 18 mánaða og eldri að eiga tryggt leikskólapláss.
Comments:
Skrifa ummæli