1. október 2006
Erilsamir dagar - lítið um blogg ...
Landsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á föstudag eftir annasama daga á Akureyri. Fundurinn var áhugaverður og umræður í vinnuhópunum bæði fróðlegar og skemmtilegar. Eins og svo oft áður snerist umræðan um stærð sveitarfélaga og þar af leiðandi mismunandi getu þeirra til að taka að sér aukin verkefni og sinna lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við íbúana. Það kom skýrt fram í umræðum að frekari kosningar með valdboði væru ekki æskilegar heldur væri íbúum og ráðamönnum sveitarfélaganna best treystandi til að haga málum í sínni heimabyggð með þeim hætti sem best væri fyrir íbúana. Fullkomið stærðarlegt samræmi næst heldur aldrei á milli sveitarfélaga enda ekkert svæði á landsbyggðinni sem skákað getur höfuðborgarsveitarfélögunum að stærð nema með því að teygja sig yfir svo stórt svæði að það yrði fullkominn bastarður.
Á fundinum var nýr formaður Sambandsins kosinn en Vilhjálmur núverandi borgarstjóri hefur verið formaður í 16 ár. Spennandi kosning á milli þeirra Smára Geirssonar og Halldórs Halldórssonar hleypti óneitanlega lífi í fundinn en Ísfirðingurinn stóð uppi sem sigurvegari í lokin. Ansi litlu munaði svo Smári getur verið sáttur við sinn hlut.
Sú sem þetta ritar var kjörin varamaður í stjórn Sambandsins. Heldur rýr niðurstaða fyrir Sjálfstæðismenn handan Hellisheiðar sem státa af miklum sigrum í síðustu sveitarstjórnarkosningum. En hin pólitísku hrossakaup eru af sérstakri stærðargráðu þegar kemur að því að skipa í þessa annars ágætu stjórn.
Annars er alltaf gaman að heimsækja Akureyri og rifja upp gamla tíma frá því í MA. Náði að kíkja á Hafstein og Kristján á heimavistinni en vistin hefur heldur betur stækkað síðan ég bjó þar fyrir reyndar ferlega mörgum árum síðan. Nú búa þarna 320 nemendur og langt í frá að allir þekki alla eins og þá var. Frændur mínir breiða nú úr sér á heldur meira svæði heldur en við Jóhanna og Adda gerðum í þá daga. Gaman að sjá hversu vel er búið að krökkunum í dag. Vona að fjörið sé samt ekki alveg fyrir bí, þó að hver hafi sína íbúð eins og nú er.
----------------------------------------------
Færeyskir dansar voru stignir af miklum móð í afmæli Önnu Maríu Ögmundsdóttur á föstudagskvöldið og mikið fjör í þeirri glæsilegu veislu. Til hamingju með afmælið mín kæra.
-----------------------------------------------
Á laugardaginn var síðan stefnan sett á Geysi í Haukadal en þar fór fram Kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi um helgina. Um 150 Sjálfstæðismenn ákváðu að prófkjör skyldi fara fram þann 11. nóvember. 12 manns hafa þegar tilkynnt framboð og nokkuð ljóst að það stefnir í skemmtilega baráttu á milli þessara góðu einstaklinga. Á fundinum ríkti mikil eindrægni og góður andi og greinilegt að við Sjálfstæðismenn ætlum okkur að fylgja eftir sigrunum í sveitarstjórnarkosningunum.
Það er reyndar alveg furðulegt hvað vekur fólki gleði á þessum fundum okkar. "Lítil" frétt um að ég hefði verið í símasambandi við ákveðinn aðila í sumar og í örfáum orðum bent honum á hversu gott það væri nú fyrir hann að dvelja um stund í öðru sveitarfélagi varð einum félaga okkar frá Hornafirði tilefni til eftirfarandi kveðskapar. Vakti flutningurinn mikla lukku enda tilþrifamikill við kvöldverðinn mér til “gleði og mikillar ánægju” ! ! ! !
Nýjung blóðlausra blíðufunda
hér boðarðu opinskátt.
Við Hvergerðingar kunnum að stunda
kynlíf á lífrænan hátt.
Þó einmana sálir þið afvegaleiðið,
sem örvænta nú um sinn.
Þá nægir mér þegar skellir á skeiðið
Skagfirski folinn minn.
Nægð við höfum hér nautnaseggja,
með náttúru kjöt og skinn.
Á hinn bóginn ertu að eyðileggja
agúrkumarkaðinn.
Lífvana taugalaust tittlingabraskið,
teljum við ekki gott.
Svo hirtu nú dónalegt hafurtaskið,
og hypjaðu þig á brott.
Já, hann kann að koma orðum að hlutunum hann Snorri, enda ekki ættaður frá Vaðbrekku fyrir ekki neitt......
Landsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á föstudag eftir annasama daga á Akureyri. Fundurinn var áhugaverður og umræður í vinnuhópunum bæði fróðlegar og skemmtilegar. Eins og svo oft áður snerist umræðan um stærð sveitarfélaga og þar af leiðandi mismunandi getu þeirra til að taka að sér aukin verkefni og sinna lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við íbúana. Það kom skýrt fram í umræðum að frekari kosningar með valdboði væru ekki æskilegar heldur væri íbúum og ráðamönnum sveitarfélaganna best treystandi til að haga málum í sínni heimabyggð með þeim hætti sem best væri fyrir íbúana. Fullkomið stærðarlegt samræmi næst heldur aldrei á milli sveitarfélaga enda ekkert svæði á landsbyggðinni sem skákað getur höfuðborgarsveitarfélögunum að stærð nema með því að teygja sig yfir svo stórt svæði að það yrði fullkominn bastarður.
Á fundinum var nýr formaður Sambandsins kosinn en Vilhjálmur núverandi borgarstjóri hefur verið formaður í 16 ár. Spennandi kosning á milli þeirra Smára Geirssonar og Halldórs Halldórssonar hleypti óneitanlega lífi í fundinn en Ísfirðingurinn stóð uppi sem sigurvegari í lokin. Ansi litlu munaði svo Smári getur verið sáttur við sinn hlut.
Sú sem þetta ritar var kjörin varamaður í stjórn Sambandsins. Heldur rýr niðurstaða fyrir Sjálfstæðismenn handan Hellisheiðar sem státa af miklum sigrum í síðustu sveitarstjórnarkosningum. En hin pólitísku hrossakaup eru af sérstakri stærðargráðu þegar kemur að því að skipa í þessa annars ágætu stjórn.
Annars er alltaf gaman að heimsækja Akureyri og rifja upp gamla tíma frá því í MA. Náði að kíkja á Hafstein og Kristján á heimavistinni en vistin hefur heldur betur stækkað síðan ég bjó þar fyrir reyndar ferlega mörgum árum síðan. Nú búa þarna 320 nemendur og langt í frá að allir þekki alla eins og þá var. Frændur mínir breiða nú úr sér á heldur meira svæði heldur en við Jóhanna og Adda gerðum í þá daga. Gaman að sjá hversu vel er búið að krökkunum í dag. Vona að fjörið sé samt ekki alveg fyrir bí, þó að hver hafi sína íbúð eins og nú er.
----------------------------------------------
Færeyskir dansar voru stignir af miklum móð í afmæli Önnu Maríu Ögmundsdóttur á föstudagskvöldið og mikið fjör í þeirri glæsilegu veislu. Til hamingju með afmælið mín kæra.
-----------------------------------------------
Á laugardaginn var síðan stefnan sett á Geysi í Haukadal en þar fór fram Kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi um helgina. Um 150 Sjálfstæðismenn ákváðu að prófkjör skyldi fara fram þann 11. nóvember. 12 manns hafa þegar tilkynnt framboð og nokkuð ljóst að það stefnir í skemmtilega baráttu á milli þessara góðu einstaklinga. Á fundinum ríkti mikil eindrægni og góður andi og greinilegt að við Sjálfstæðismenn ætlum okkur að fylgja eftir sigrunum í sveitarstjórnarkosningunum.
Það er reyndar alveg furðulegt hvað vekur fólki gleði á þessum fundum okkar. "Lítil" frétt um að ég hefði verið í símasambandi við ákveðinn aðila í sumar og í örfáum orðum bent honum á hversu gott það væri nú fyrir hann að dvelja um stund í öðru sveitarfélagi varð einum félaga okkar frá Hornafirði tilefni til eftirfarandi kveðskapar. Vakti flutningurinn mikla lukku enda tilþrifamikill við kvöldverðinn mér til “gleði og mikillar ánægju” ! ! ! !
Nýjung blóðlausra blíðufunda
hér boðarðu opinskátt.
Við Hvergerðingar kunnum að stunda
kynlíf á lífrænan hátt.
Þó einmana sálir þið afvegaleiðið,
sem örvænta nú um sinn.
Þá nægir mér þegar skellir á skeiðið
Skagfirski folinn minn.
Nægð við höfum hér nautnaseggja,
með náttúru kjöt og skinn.
Á hinn bóginn ertu að eyðileggja
agúrkumarkaðinn.
Lífvana taugalaust tittlingabraskið,
teljum við ekki gott.
Svo hirtu nú dónalegt hafurtaskið,
og hypjaðu þig á brott.
Já, hann kann að koma orðum að hlutunum hann Snorri, enda ekki ættaður frá Vaðbrekku fyrir ekki neitt......
Comments:
Skrifa ummæli