11. júlí 2012
Heilmikið stúss hefur verið í kringum Hamarshöllina undanfarna daga eins og við var að búast enda byggingartíminn afar stuttur og margt sem þarf að ná að gera á þeim tíma og áður en erlendu sérfræðingarnar fara til síns heima en það verður á föstudaginn.
Stærðin á húsinu þegar inn er komið kemur flestum á óvart en plássið innandyra er afskaplega gott svo vægt sé til orða tekið. Einnig er gaman að sjá hversu bjart er innandyra en dúkurinn hleypir birtu afar vel í gegn svo ljós inni hafa verið algjörlega óþörf þessa daga sem húsið hefur verið uppi. Er það ánægjulegt með tilliti til rekstrarkostnaðarins. Unnið hefur verið að því að koma upp ljósum öðru því sem inni á að vera en strax eftir helgi mun Sæmundur fara á fullt við að klára sitt verk en nú þarf að byggja þarna inni lítið hús þar sem verða salerni, starfsmannaaðstaða og tæknirými. Frágangur utanhúss er einnig eftir en malbikað verður frá aðstöðuhúsi og að inngangi og settur skjólveggur sem skýla mun gegn norðanáttinni. Væntanlega verður svo gróðursett í kring um húsið um leið og viðrar til gróðursetningar en það er glórulaust að setja niður tré í þeim þurrkum sem nú ríkja.
En það eru fleiri framkvæmdir í gangi vegna íþrótta en blakdeildin hefur haft veg og vanda af gerð strandblaksvalla sem verða væntanlega tilbúnir í þessari viku. Bæjarstarfsmenn eru að tyrfa áhorfendasvæði og ganga frá umhverfi vallanna sem eru staðsettir á túninu við hlið sundlaugarinnar í Laugaskarði. Þar er mikill gróður í kring svo nú þegar er svæðið skjólsælt og skemmtilegt frá náttúrunnar hendi. Blakdeildin á heiður skilinn fyrir framtakið.
Framkvæmdir eru hafnar við að skipta út gólfinu í íþróttahúsinu fyrir parket sem skv. reglugerð KKÍ (5. gr.) er skylda að hafa í leikjum meistaraflokks karla og kvenna í efstu deildum. Við höfum hér undanfarin ár leikið á undanþágu en skv. sömu reglugerð er slíkt ekki heimilt til lengdar.
Það má því segja að íþróttir hafi verið settar í forgang svo um munar hér í Hveragerði þetta árið. Myndu margir segja að það hafi verið tímabært !
--------------------------------------------
Grænmetismarkaðurinn hans Hjartar Ben. opnar á bílastæði Leikfélags Hveragerðis við hliðina á gamla Eden á morgun, föstudaginn 13. júlí
Í fréttatilkynningu frá Hirti kemur fram að opið verður allar helgar fram á haust:
föstudaga kl 14:00 - 18:00, laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 - 18:00.
Grænmeti hjá honum Hirti er ótrúlega gott, glænýtt og gómsætt! Síðan er ég búin að bíða eftir bleikjunni sem ég heillaðist alveg af í fyrra. Hún verður keypt á morgun :-)
---------------------------------------------
Þar sem fréttatilkynning frá mér sem send var fjölmiðlum í síðustu viku er til umfjöllunar í Dagskránni þessa vikuna er rétt að birta tilkynninguna hér í heild sinni:
Fréttatilkynning!
Í gær og í dag er unnið að því að setja upp loftborna íþróttahúsið í Hveragerði en undanfarin misseri hefur sú framkvæmd verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum og í samtölum manna á milli.
Fjöldi sjálboðaliða úr bæjarfélaginu dreif að á verkstað í gær og var mæting þeirra framar öllum vonum. Verkefnið fólst í að draga út hallardúkinn og að koma honum á rétta staði en hann er níðþungur og því þarf fjölmenni til að færa hann úr stað. Það var einstök sjón að verða vitni að því þegar tugir einstaklinga raðaði sér á kantinn og hljóp síðan með dúkinn á fullri ferð yfir völlinn. Smám saman færðist hvítur litur yfir svæðið sem á allra næstu dögum mun breytast í eitt glæsilegasta íþróttasvæði landsins.
Þegar dúkurinn er kominn í réttar skorður þarf að bolta saman hlutana og var sjálfboðaliðahópurinn orðinn ótrúlega sjóaður í þeim vinnubrögðum þegar vinnu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Haft var á orði að stemningin hefði verið eins og á góðum réttardegi, fjör, gleði og hlátrasköllin glumdu um allt svæðið. Flestir hafa hug á að mæta aftur í dag kl. 17 en þá verður klárað að setja upp dúkinn.
Þeir erlendu aðilar sem hafa yfirumsjón með verkinu eru yfir sig hrifnir og hafa sjaldan ef nokkurn tíma orðið vitni að viðlíka viðbrögðum hjá bæjarbúum þar sem þessi hús hafa verið sett upp. Hér í Hveragerði erum við afar stolt af þeim samtakamætti sem við upplifðum í gær og greinilegt að þeir eru margir sem bíða í ofvæni eftir því að við öll getum séð afrakstur erfiðisins þegar húsið verður fyllt af lofti og íþróttahúsið verður loksins staðreynd.
Í dag er síðari dagur sjálfboðaliðastarfsins. Þeir sem hafa hug á að mæta í dag koma á svæðið kl. 17 og unnið verður frameftir þar til allt húsið verður komið á sinn stað. Vinnuvettlingar eru ágætir og sólgleraugu nauðsyn enda endurkastið frá dúknum ansi mikið í blíðunni hér fyrir austan fjall :-)
Að beiðni Njarðar Sigurðssonar, bæjarfulltrúa, sendi ég öllum bæjarfulltrúum þessa tilkynningu í lok síðustu viku en aðrar hafa ekki farið frá mér eða skrifstofunni vegna hússins að undanförnu.
Stærðin á húsinu þegar inn er komið kemur flestum á óvart en plássið innandyra er afskaplega gott svo vægt sé til orða tekið. Einnig er gaman að sjá hversu bjart er innandyra en dúkurinn hleypir birtu afar vel í gegn svo ljós inni hafa verið algjörlega óþörf þessa daga sem húsið hefur verið uppi. Er það ánægjulegt með tilliti til rekstrarkostnaðarins. Unnið hefur verið að því að koma upp ljósum öðru því sem inni á að vera en strax eftir helgi mun Sæmundur fara á fullt við að klára sitt verk en nú þarf að byggja þarna inni lítið hús þar sem verða salerni, starfsmannaaðstaða og tæknirými. Frágangur utanhúss er einnig eftir en malbikað verður frá aðstöðuhúsi og að inngangi og settur skjólveggur sem skýla mun gegn norðanáttinni. Væntanlega verður svo gróðursett í kring um húsið um leið og viðrar til gróðursetningar en það er glórulaust að setja niður tré í þeim þurrkum sem nú ríkja.
En það eru fleiri framkvæmdir í gangi vegna íþrótta en blakdeildin hefur haft veg og vanda af gerð strandblaksvalla sem verða væntanlega tilbúnir í þessari viku. Bæjarstarfsmenn eru að tyrfa áhorfendasvæði og ganga frá umhverfi vallanna sem eru staðsettir á túninu við hlið sundlaugarinnar í Laugaskarði. Þar er mikill gróður í kring svo nú þegar er svæðið skjólsælt og skemmtilegt frá náttúrunnar hendi. Blakdeildin á heiður skilinn fyrir framtakið.
Framkvæmdir eru hafnar við að skipta út gólfinu í íþróttahúsinu fyrir parket sem skv. reglugerð KKÍ (5. gr.) er skylda að hafa í leikjum meistaraflokks karla og kvenna í efstu deildum. Við höfum hér undanfarin ár leikið á undanþágu en skv. sömu reglugerð er slíkt ekki heimilt til lengdar.
Það má því segja að íþróttir hafi verið settar í forgang svo um munar hér í Hveragerði þetta árið. Myndu margir segja að það hafi verið tímabært !
--------------------------------------------
Grænmetismarkaðurinn hans Hjartar Ben. opnar á bílastæði Leikfélags Hveragerðis við hliðina á gamla Eden á morgun, föstudaginn 13. júlí
Í fréttatilkynningu frá Hirti kemur fram að opið verður allar helgar fram á haust:
föstudaga kl 14:00 - 18:00, laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 - 18:00.
Grænmeti hjá honum Hirti er ótrúlega gott, glænýtt og gómsætt! Síðan er ég búin að bíða eftir bleikjunni sem ég heillaðist alveg af í fyrra. Hún verður keypt á morgun :-)
---------------------------------------------
Þar sem fréttatilkynning frá mér sem send var fjölmiðlum í síðustu viku er til umfjöllunar í Dagskránni þessa vikuna er rétt að birta tilkynninguna hér í heild sinni:
Fréttatilkynning!
Í gær og í dag er unnið að því að setja upp loftborna íþróttahúsið í Hveragerði en undanfarin misseri hefur sú framkvæmd verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum og í samtölum manna á milli.
Fjöldi sjálboðaliða úr bæjarfélaginu dreif að á verkstað í gær og var mæting þeirra framar öllum vonum. Verkefnið fólst í að draga út hallardúkinn og að koma honum á rétta staði en hann er níðþungur og því þarf fjölmenni til að færa hann úr stað. Það var einstök sjón að verða vitni að því þegar tugir einstaklinga raðaði sér á kantinn og hljóp síðan með dúkinn á fullri ferð yfir völlinn. Smám saman færðist hvítur litur yfir svæðið sem á allra næstu dögum mun breytast í eitt glæsilegasta íþróttasvæði landsins.
Þegar dúkurinn er kominn í réttar skorður þarf að bolta saman hlutana og var sjálfboðaliðahópurinn orðinn ótrúlega sjóaður í þeim vinnubrögðum þegar vinnu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Haft var á orði að stemningin hefði verið eins og á góðum réttardegi, fjör, gleði og hlátrasköllin glumdu um allt svæðið. Flestir hafa hug á að mæta aftur í dag kl. 17 en þá verður klárað að setja upp dúkinn.
Þeir erlendu aðilar sem hafa yfirumsjón með verkinu eru yfir sig hrifnir og hafa sjaldan ef nokkurn tíma orðið vitni að viðlíka viðbrögðum hjá bæjarbúum þar sem þessi hús hafa verið sett upp. Hér í Hveragerði erum við afar stolt af þeim samtakamætti sem við upplifðum í gær og greinilegt að þeir eru margir sem bíða í ofvæni eftir því að við öll getum séð afrakstur erfiðisins þegar húsið verður fyllt af lofti og íþróttahúsið verður loksins staðreynd.
Í dag er síðari dagur sjálfboðaliðastarfsins. Þeir sem hafa hug á að mæta í dag koma á svæðið kl. 17 og unnið verður frameftir þar til allt húsið verður komið á sinn stað. Vinnuvettlingar eru ágætir og sólgleraugu nauðsyn enda endurkastið frá dúknum ansi mikið í blíðunni hér fyrir austan fjall :-)
Að beiðni Njarðar Sigurðssonar, bæjarfulltrúa, sendi ég öllum bæjarfulltrúum þessa tilkynningu í lok síðustu viku en aðrar hafa ekki farið frá mér eða skrifstofunni vegna hússins að undanförnu.
Comments:
Skrifa ummæli