4. júlí 2012
Eins og alltaf eru dagarnir hér í Hveragerði yfirfullir af skemmtilegum viðburðum og atvikum sem gaman gæti verið að segja frá hér á blogginu. Núna til dæmis hafa síðustu dagar verið undirlagðir vinnu við Hamarshöllina. Húsið kom hingað í síðustu viku í fimm gámum. Tveir Slóvenar og einn Norðmaður komu með húsinu og í dag bættist þriðji Slóveninn í hópinn. Með þeim hafa verið menn frá Sæmundi smið í Þorlákshöfn sem eru ótrúlega duglegir. Þeir eru sjálfsagt líka að upplifa eitthvað alveg glænýtt með þessari framkvæmd svona rétt eins og við hin. Í gær hófst sjálfboðavinnan af fullum krafti og ég verð að játa að ég varð afar stolt og eiginlega hálf undrandi þegar ég sá hversu margir mættu. Á fimmta tug einstaklnga á öllum aldri hafa nú unnið frá klukkan 17 og fram eftir kvöldi í tvo daga og í kvöld fóru þeir síðustu ekki heim fyrr en undir hálf ellefu. Lúnir enda vinnan erfið. Nú eru allir orðnir ansi eftirvæntingafullir og bíða eftir að lofti verði blásið í húsið. Það mun taka um einn og hálfan tíma ef allt fer að óskum og verður gert um helgina eða í síðasta lagi á mánudag. Ég mun setja tilkynningu á heimasíðu bæjarins og á facebook um leið og það liggur fyrir. Held að þetta verði mikið sjónarspil sem enginn ætti að missa af!
Annars eru aðrar framkvæmdir víða í bænum. Verið er að leggja lokahönd á strandblaksvöll við hliðina á sundlauginni sem verður skemmtilegur segja mér reynsluboltarnir í blaki. Einnig er hafin vinna við að fjarlægja gólfið í íþróttahúsinu til að setja þar parket og mun sú framkvæmd klárast í júlí. Það er semsagt mikið um að vera og margt í gangi sem mun stórbæta aðstöðu hér til íþróttaiðkunar. Það hefur jákvæð áhrif á búsetuskilyrði og mun vonandi hvetja fólk enn frekar til að setjast hér að.
Annars eru aðrar framkvæmdir víða í bænum. Verið er að leggja lokahönd á strandblaksvöll við hliðina á sundlauginni sem verður skemmtilegur segja mér reynsluboltarnir í blaki. Einnig er hafin vinna við að fjarlægja gólfið í íþróttahúsinu til að setja þar parket og mun sú framkvæmd klárast í júlí. Það er semsagt mikið um að vera og margt í gangi sem mun stórbæta aðstöðu hér til íþróttaiðkunar. Það hefur jákvæð áhrif á búsetuskilyrði og mun vonandi hvetja fólk enn frekar til að setjast hér að.
Comments:
Skrifa ummæli