7. maí 2007
Sjálfstæðismenn í Hveragerði eru alveg ótrúlega öflugir. Í dag var fjölskylduhátíð með hoppukastala, snúningstækjum, grilluðum pylsum, blöðrum nú og auðvitað góðum skemmtiatriðum þeim Hara systrum og Árna Johnsen. Mikið rennerí allan daginn, gaman af því. Leiðtogakvöld fyrir konur var haldið í síðustu viku. Um 60 konur mættu og áttu saman frábæra kvöldstund. Guðfinna Bjarna og Edda Björgvins voru með fræðsluerindi sem bæði voru skemmtileg og fræðandi. Frábærir kokkar sáu um matinn og glæstir karlkynsframbjóðendur sáu um að þjóna til borðs. Nú í kvöld sátum við síðan yfir Bláhver sem koma mun út í næstu viku! ! ! Það verður allavega ekki hægt að segja að Hvergerðingar hafi ekki lagt sitt af mörkum í þessari kosningabaráttu. Ekki má heldur gleyma því að kosningaskrifstofan er opin alla daga svo þetta er orðin hálfgerð félagsmiðstöð hjá mörgum.
Sumir dagar eru nú samt ekki alveg jafn góðir og aðrir. Undanfarna daga hef ég verið að drepast í hægri þumalfingrinum, áskotnaðist þessi líka óþolandi sýking í fingurinn sem gerir að verkum að ég er handónýt til flestra verka. Rifjast upp fyrir mér tíminn þegar gigtsóttin var sem verst og liðirnir í þumalfingrunum gáfu sig, reyndar ásamt flestum öðrum stórum liðum. Það er gagnlegt að prufa að hafa ekki þumalfingur... Smá atriði eins og að bursta tennurnar, skrifa eða að blása á sér hárið verður að óyfirstíganlegri þraut. Maður kann óneitanlega betur að meta það þegar allt virkar eins og það á að gera eftir slíka lífsreynslu. EN lokatilraun til lækninga er sprittbað með fingurinn í kvöld, að öðrum kosti neyðist ég til að heimsækja doktor Sigurð á morgun ! ! !
Sumir dagar eru nú samt ekki alveg jafn góðir og aðrir. Undanfarna daga hef ég verið að drepast í hægri þumalfingrinum, áskotnaðist þessi líka óþolandi sýking í fingurinn sem gerir að verkum að ég er handónýt til flestra verka. Rifjast upp fyrir mér tíminn þegar gigtsóttin var sem verst og liðirnir í þumalfingrunum gáfu sig, reyndar ásamt flestum öðrum stórum liðum. Það er gagnlegt að prufa að hafa ekki þumalfingur... Smá atriði eins og að bursta tennurnar, skrifa eða að blása á sér hárið verður að óyfirstíganlegri þraut. Maður kann óneitanlega betur að meta það þegar allt virkar eins og það á að gera eftir slíka lífsreynslu. EN lokatilraun til lækninga er sprittbað með fingurinn í kvöld, að öðrum kosti neyðist ég til að heimsækja doktor Sigurð á morgun ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli