10. október 2010
Tveir langir og góðir göngutúrar í einstöku veðri um helgina. Félagsskapurinn góður í bæði skiptin, Albert Ingi annars vegar og Lárus hins vegar. Við Albert lentum meira að segja í svaðilför vegna tímaleysis á Reykjafjalli en náðum þó að komast niður í tæka tíð til að ná á borgarafundinn sem haldinn var a Selfossi í gær. Fjölmenni mætti þar til að mótmæla fyrirhugaðri skerðingu fjárframlaga til Heilbrigðiststofnunar Suðurlands. Það er algjörlega óásættanlegt að færa fjármuni til með þeim hætti sem þarna er lagt til en það er ekki annað að sjá en að tilgangurinn sé að rústa sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni þrátt fyrir að það sé ljóst að Landsspítalinn getur ekki tekið við fleiri sjúklingum án auka framlaga og betri aðstöðu. Læðist að manni sá grunur að verið sé að búa til þörf í Reykjavík til að hátæknisjúkrahúsið rísi fyrr en ella...
Á laugardagskvöldinu var haustgleði skokk og gönguhópsins. Afskaplega skemmtilegt enda afar líflegt fólk þar á ferð.
Á sunnudagskvöldinu spilaði karlalið Hamars við KR í körfunni. Ótrúlega spennandi leikur. Hamar átti frábæran sprett í lokin og vann sanngjarnan sigur. Það var ekki leiðinlegt sérstaklega þar sem KR var nú spáð sigri í deildinni. Ungu strákarnir voru ekki mikið inná í þessum leik en Bjarni Rúnar spilaði samt nóg til að setja eina körfu og Raggi sem var meira inná átti sex stig. Þeir eru efnilegir þessir ungu, það er víst alveg á hreinu.
Á laugardagskvöldinu var haustgleði skokk og gönguhópsins. Afskaplega skemmtilegt enda afar líflegt fólk þar á ferð.
Á sunnudagskvöldinu spilaði karlalið Hamars við KR í körfunni. Ótrúlega spennandi leikur. Hamar átti frábæran sprett í lokin og vann sanngjarnan sigur. Það var ekki leiðinlegt sérstaklega þar sem KR var nú spáð sigri í deildinni. Ungu strákarnir voru ekki mikið inná í þessum leik en Bjarni Rúnar spilaði samt nóg til að setja eina körfu og Raggi sem var meira inná átti sex stig. Þeir eru efnilegir þessir ungu, það er víst alveg á hreinu.
Comments:
Skrifa ummæli