<$BlogRSDUrl$>

20. október 2010

Byrjaði daginn á heimsókn í grunnskólann þar sem skrifað var undir tvo samninga milli Hveragerðisbæjar og nemenda. Annars vegar við 7. bekkinn um umhverfishreinsun í bænum en þau fara um allt einu sinni í mánuði og týna allt sjáanlegt rusl af götum og úr beðum. Þetta hefur tíðkast hér til fjölda ára og á vafalaust sinn þátt í því að Hveragerði lítur jafn vel út og raun ber vitni. Krakkarnir hafa sinnt þessu með mikilli prýði og eiga heiður skilinn fyrir dugnaðinn.

Nemendur í 10. bekk tóku að sér viðamikil verkefni fyrir bæinn en þau munu aðstoða í mötuneyti skólans, hjálpa til við frímínútnagæslu og aðstoða á skólaskemmtunum. Það er alveg á hreinu að án þessara góðu aðstoðarmanna væri skólastarfið ekki jafn gott og raun ber vitni og skólabragurinn með öðrum hætti. Hér fá krakkarnir ábyrgð og þau standa undir henni með miklum sóma. Það var gaman að hitta þessa hressu hópa en að loknum undriskriftunum áttum við fínt spjall um ýmislegt það sem betur mætti fara í bænum og eins það sem gott er. Margar góðar hugmyndir komu fram sem fara í nánari skoðun en það var þó áberandi hversu samtaka allir voru í afstöðu sinni til hraðahindrananna nýju. Meira um það síðar !

Á skrifstofunni beið Robert Dell virtur fræðimaður frá Coopers Union háskólanum í New York en hann hefur stundað hér rannsóknir í þrjú til fjögur ár. Verkefnið felst í því að kanna hvaða áhrif það hefur á plöntur að vera ræktaðar í upphituðum jarðvegi. Niðurstöðurnar eru sláandi en nú má til dæmis týna jarðarber að Reykjum og tómatar uxu þar utandyra í sumar. Afar athyglisvert. Við Robert fórum yfir mögulega aukið samtarf til framtíðar og ætlum að skoða það enn betur á næstunni. Robert er einnig virtur listamaður eins og sjá má á linknum hér.

Pétur Pétursson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, leit hér við og fórum við yfir ýmis mál er lúta að brunavörnum. Samningur er í gildi milli Hveragerðisbæjar og BÁ um eldvarnir og þjónustu við dreifbýli Ölfuss og er sá samningur að ég tel báðum aðilum mjög hagfelldur.

Eftir hádegi var brunað í bæinn á aðalfund Suðurlandsvegar ehf sem er fyrirtæki í eigu sveitarfélaga hér í Árnessýslu, SASS, nokkurra fyrirtækja og Sjóvár. Upphaflega stofnað í kringum hugmyndir Sjóvár um tvöföldun Suðurlandsvegar eins og margir muna væntanlega eftir. Í dag var ákveðið að leggja niður félagið og greiða hluthöfum til baka innborgað hlutafé enda væri hlutverk félagsins að engu orðið og framkvæmdir hafnar við tvöföldun Suðurlandsvegar með annarri aðferðafræði en Suðurlandsvegur ehf lagði upp með. Mín skoðun er sú að félagið hafi sannarlega gert sitt gang, vakið umræðu og viðbrögð í þjóðfélaginu sem öðru fremur ýtti framkvæmdum af stað. Hver sér um þær er aukaatriði í hinu stóra samhengi.

Eftir fundinn hjá Sjóvá hittum við Guðmundur Þór, formaður bæjarráðs, forsvarsmenn fasteignafélagsins Reita en það félag á Verslunarmiðstöðina við Sunnumörk, þar sem bæjarskrifstofur, bókasafn, upplýsingamiðstöð og Sparisjóðurinn eru til húsa, allir með leigusamning á vegum Hveragerðisbæjar. Ræddum við nokkur atriði sem lúta að samskiptum bæjarfélagisins og Reita og áttum hinn ágætasta fund þó engin niðurstaða hafi orðið í dag. Vonum samt hið besta.

Náði austur í sund þar sem fjörugar umræður spunnust í heita pottinum um nýju hraðahindranirnar. Það er greinilegt að fólki líkar afar illa við þær enda verður maður að hægja ansi vel á sér þegar farið er yfir. En til þess er líka leikurinn gerður....

Vinna á skrifstofunni í allt kvöld enda er athyglisverð ráðstefna á morgun um almannavarnir sveitarfélaga þar sem sú sem þetta ritar er ráðstefnustjóri. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar sem bráðnauðsynlegt er að kynna sér því eins og dæmin sanna þá veit maður aldrei hvenær þörf er fyrir þá þekkingu næst.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet