21. október 2010
Ráðstefnan Björgun 2010 á vegum Landsbjargar var haldin í dag en þar var aðalumfjöllunarefnið almannavarnir og hlutverk sveitarfélaga í þeim. Ég var þarna ráðstefnustjóri og setti örugglega met með því að ná að ljúka ráðstefnunni á réttum tima. 17 erindi voru flutt hvert öðru betra.
Rétt náði austur á bæjarstjórnarfund kl. 17. Góður fundur, léttur og skemmtilegur. Endurskoðuð fjárhagsáætlun lögð fram en hún lítur betur út en við þorðum að vona. Fengum líka fréttir af 40 mkr framlagi frá Jöfnunarsjóði sem við áttum ekki von á þannig að það mun líka bæta afkomuna þegar upp er staðið.
Vísbending valdi draumasveitarfélagið í dag, Garðabær. HVeragerði er í 12 sæti af 38 en enn og aftur gera þeir mistök og segja að hér hafi íbúum fækkað um 10% sem er fjarri sanni. Værum ofar ef þetta væri rétt....
Vetrarfrí framundan, næsta færsla eftir helgi !
Rétt náði austur á bæjarstjórnarfund kl. 17. Góður fundur, léttur og skemmtilegur. Endurskoðuð fjárhagsáætlun lögð fram en hún lítur betur út en við þorðum að vona. Fengum líka fréttir af 40 mkr framlagi frá Jöfnunarsjóði sem við áttum ekki von á þannig að það mun líka bæta afkomuna þegar upp er staðið.
Vísbending valdi draumasveitarfélagið í dag, Garðabær. HVeragerði er í 12 sæti af 38 en enn og aftur gera þeir mistök og segja að hér hafi íbúum fækkað um 10% sem er fjarri sanni. Værum ofar ef þetta væri rétt....
Vetrarfrí framundan, næsta færsla eftir helgi !
Comments:
Skrifa ummæli