3. október 2010
Þá eru tvö þing að baki... og tvö eftir !
Þrír dagar á Akureyri á landsþingi Sambands íslenskra sveitarstjórnarmanna og laugardagurinn í Mosfellsbæ á haustfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Landsþingið fór vel fram í glæsilegu menningarhúsi þeirra Akureyringa, Hofi. Ég fer að verða fastagestur þarna, Vestnorden um daginn, landsþingið núna og Rocky horror í lok október. En á þinginu ríkti meiri eining en oft áður. Kosningar voru vel undirbúnar og enginn slagur varð á þinginu sjálfu. Halldór Halldórsson einróma kjörinn formaður og sú sem þetta skrifar er áfram í stjórn fyrir hönd Suðurkjördæmis. Fyrir áhugasama er hér hægt að sjá hverjir skipa stjórnina. En annars snérust þingstörfin að mestu um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sameiningu sveitarfélaga, fjármálareglur og drög að nýjum sveitarstjórnarlögum. Áhyggjur að fjárhagsstöðu sveitarfélaga og almennri velferð íbúa voru einnig áberandi en það er ljóst að með minnkandi tekjum verður sífellt erfiðara að halda úti eins góðri þjónustu og vilji er til að gera. Ekki batnar það síðan þegar forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma síðan í sjónvarpsfréttir og boða að sveitarfélögin ættu að hækka fjárhagsaðstoð. Það eru að ég tel flestir sammála um að hún sé of lág en ágætur nýskipaður ráðherra hefði kannski átt að láta fylgja með ráðleggingar um hvaðan aurinn ætti að koma ! ! !
Haustþing Landsambands sjálfstæðiskvenna var haldið í Mosfellsbæ á laugardag. Fjöldi kvenna á öllum aldri mætti til þingsins sem var óvenju kröftugt og málefnalegt. Fín erindi og miklar umræður einkenndu þingið en bæði Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal fluttu þar erindi. Eftir því sem ég hitti Ólöfu oftar verð ég ánægðari með hana. Hún er skelegg og trúverðug. Bjarni er alltaf góður, minnir mig á Geir Haarde, svona einhvern veginn góður innað beini. Og Hanna Birna var frábær. Það er alveg með ólíkindum að Reykvíkingar skuli ekki hafa kosið hana áfram sem borgarstjóra því hún er með svo skýra og heilbrigða sýn á stjórnmálin og kemur alltaf með vinkla í umræðunni sem láta mann hugsa á nýjum brautum. Það er þyngra en tárum taki að borgarbúar skuli hafa misst af svona góðri konu úr stóli borgarstjóra. Sjálfstæðiskonur í Mosfellsbæ buðu að loknu þingi til móttöku að Gljúfrasteini en þangað hef ég ekki komið áður. Það var virkilega fróðlegt og skemmtilegt og full ástæða til að hvetja alla til að heimsækja þennan sögufræga stað.
Sunnudagur var líflegur og byrjaði með góðri gönguferð þar sem ég rakst á Kittu undir fjallinu og breyttist þá gangan í hina bestu spjallferð. Gaman að því. Náði síðan í frænkur mínar tvær Hafrúnu og Vigdísi og hafði þær báðar að láni í dag. Önnur svaf nú mest allan tímann en sú eldri setti niður haustlauka með frænku sinni og dundaði sér glöð allan daginn. Yndislegar báðar tvær. Húsið fylltist síðan af gestum þannig að það kom sér vel að við Hafrún höfðum bakað fyrr um daginn. Á myndinni má sjá þær systur Hafrúnu og Vigdísi sem unir sér vel í heimatilbúna barnastólnum (þvottabalanum) hjá Aldísi frænku :-)
Himmelblå í kvöld toppaði síðan góða helgi :-)
------------------------
... og sveitarfélög á Íslandi eru 76. Starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga fylgjast greinilega vel með og hafa nú þegar birt frétt um málið á vef sínum. Í ljósi þessa hlýtur liðið okkar úr Útsvarinu að komast í "umspil" þar sem þau misstu af mikilvægum stigum og voru þar fyrir utan sett út af laginu með þessari dómgæslu.
Þrír dagar á Akureyri á landsþingi Sambands íslenskra sveitarstjórnarmanna og laugardagurinn í Mosfellsbæ á haustfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Landsþingið fór vel fram í glæsilegu menningarhúsi þeirra Akureyringa, Hofi. Ég fer að verða fastagestur þarna, Vestnorden um daginn, landsþingið núna og Rocky horror í lok október. En á þinginu ríkti meiri eining en oft áður. Kosningar voru vel undirbúnar og enginn slagur varð á þinginu sjálfu. Halldór Halldórsson einróma kjörinn formaður og sú sem þetta skrifar er áfram í stjórn fyrir hönd Suðurkjördæmis. Fyrir áhugasama er hér hægt að sjá hverjir skipa stjórnina. En annars snérust þingstörfin að mestu um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sameiningu sveitarfélaga, fjármálareglur og drög að nýjum sveitarstjórnarlögum. Áhyggjur að fjárhagsstöðu sveitarfélaga og almennri velferð íbúa voru einnig áberandi en það er ljóst að með minnkandi tekjum verður sífellt erfiðara að halda úti eins góðri þjónustu og vilji er til að gera. Ekki batnar það síðan þegar forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma síðan í sjónvarpsfréttir og boða að sveitarfélögin ættu að hækka fjárhagsaðstoð. Það eru að ég tel flestir sammála um að hún sé of lág en ágætur nýskipaður ráðherra hefði kannski átt að láta fylgja með ráðleggingar um hvaðan aurinn ætti að koma ! ! !
Haustþing Landsambands sjálfstæðiskvenna var haldið í Mosfellsbæ á laugardag. Fjöldi kvenna á öllum aldri mætti til þingsins sem var óvenju kröftugt og málefnalegt. Fín erindi og miklar umræður einkenndu þingið en bæði Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal fluttu þar erindi. Eftir því sem ég hitti Ólöfu oftar verð ég ánægðari með hana. Hún er skelegg og trúverðug. Bjarni er alltaf góður, minnir mig á Geir Haarde, svona einhvern veginn góður innað beini. Og Hanna Birna var frábær. Það er alveg með ólíkindum að Reykvíkingar skuli ekki hafa kosið hana áfram sem borgarstjóra því hún er með svo skýra og heilbrigða sýn á stjórnmálin og kemur alltaf með vinkla í umræðunni sem láta mann hugsa á nýjum brautum. Það er þyngra en tárum taki að borgarbúar skuli hafa misst af svona góðri konu úr stóli borgarstjóra. Sjálfstæðiskonur í Mosfellsbæ buðu að loknu þingi til móttöku að Gljúfrasteini en þangað hef ég ekki komið áður. Það var virkilega fróðlegt og skemmtilegt og full ástæða til að hvetja alla til að heimsækja þennan sögufræga stað.
Sunnudagur var líflegur og byrjaði með góðri gönguferð þar sem ég rakst á Kittu undir fjallinu og breyttist þá gangan í hina bestu spjallferð. Gaman að því. Náði síðan í frænkur mínar tvær Hafrúnu og Vigdísi og hafði þær báðar að láni í dag. Önnur svaf nú mest allan tímann en sú eldri setti niður haustlauka með frænku sinni og dundaði sér glöð allan daginn. Yndislegar báðar tvær. Húsið fylltist síðan af gestum þannig að það kom sér vel að við Hafrún höfðum bakað fyrr um daginn. Á myndinni má sjá þær systur Hafrúnu og Vigdísi sem unir sér vel í heimatilbúna barnastólnum (þvottabalanum) hjá Aldísi frænku :-)
Himmelblå í kvöld toppaði síðan góða helgi :-)
------------------------
... og sveitarfélög á Íslandi eru 76. Starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga fylgjast greinilega vel með og hafa nú þegar birt frétt um málið á vef sínum. Í ljósi þessa hlýtur liðið okkar úr Útsvarinu að komast í "umspil" þar sem þau misstu af mikilvægum stigum og voru þar fyrir utan sett út af laginu með þessari dómgæslu.
Comments:
Skrifa ummæli