19. október 2017
Nú stendur yfir ársfundur SASS, Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi. Margt áhugavert sem þar kemur fram. Meðal annars var fluttur þar fyrirlestur sem fjallaði um þolmörk íbúa gagnvart ferðamönnum. Þar mat fyrirlesarinn það þannig að hringvegurinn um landið, þjóðvegur nr. 1 væri fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Annars kom einnig fram að rannsóknir hafa verið að sýna að þolinmæði íbúa gagnfvart ferðamönnum væri að minnka og færri til dæmis sjá að þjónusta er fjölbreyttari í kjölfar ferðamannastraumsins. En ný rannsókn sem gerð var hér á Suðurlandi sýnir að viðhorf íbúa hér eru bæði neikvæð og jákvæð. Enda svo sem ekki við öðru að búast. En ef maður velur að sjá jákvæðar niðurstöður þá er rætt um aukið félagslíf, meira líf í bænum, lægra verð, auknar tekjur og fleira. En niðurstaðan er sú að þróun ferðaþjónustunnar hefur haft mikil og margbreytileg áhrif á Suðurlandi og mest þar sem nálægðin við hringveginn er mest.
Stefán Gíslason frá fyrirtækingu Environice gerði grein fyrir úttekt sem hann hefur gert á sorpmálum hér á Suðurlandi. Ég er afar ánægð með þær niðurstöður sem þar komu fram um stöðu mála en þar skipa íbúar í Hveragerði sér í fararbrodd annarra á svæðinu hvað varðar flokkun og kostnað við málaflokkinn. Þarf að gefa mér tíma til að skrifa grein um þær niðurstöður svo íbúar geti séð að sú vinna sem þeir leggja á sig við flokkun skiptir máli.
Stefán Gíslason frá fyrirtækingu Environice gerði grein fyrir úttekt sem hann hefur gert á sorpmálum hér á Suðurlandi. Ég er afar ánægð með þær niðurstöður sem þar komu fram um stöðu mála en þar skipa íbúar í Hveragerði sér í fararbrodd annarra á svæðinu hvað varðar flokkun og kostnað við málaflokkinn. Þarf að gefa mér tíma til að skrifa grein um þær niðurstöður svo íbúar geti séð að sú vinna sem þeir leggja á sig við flokkun skiptir máli.
Comments:
Skrifa ummæli