16. október 2017
Nýlega hef ég átt fundi með nokkrum aðilum sem hafa hug á uppbyggingu hér í Hveragerði. Eigendur Hótels Arkar hafa keypt jörðiona Hlíðarhaga hér fyrir ofan byggðina og hafa hug á að byggja þar upp skemmtilega íbúðabyggð til sölu á almennum markaði. Þetta eru fallegar útsýnislóðir á góðum stað og mér sýnist Arkarbændur hafa virkilega góða sýn á það hvernig þessu hverfi verður best fyrir komið. Þarna gætu orðið á þriðja tug íbúða af mismunandi stærðum. Til gamans má einnig geta þess að viðbyggingin við Örkina gengur afar vel og er þar stefnt á að opna fyrir gestum í maí á næsta ári
Þeir aðilar sem fengu lóðinni Austurmörk 6-10 úthlutað fyrir nokkru komu hingað til að kynna áform um byggingu á lóðinni og ef að þau ganga eftir ættum við að sjá framkvæmdir hefjast þar næsta vor. Þar eru nú komnir leigusamningar sem ættu að geta tryggt að byggingin fari af stað svo nú er að sjá hvað setur.
Endurskoðun aðalskipulags er nú lokið og er skipulagið farið til Skipulagsstofnunar til samþykktar. Slíkt hið sama á við um skipulag á Eden reitnum og Tívolí reitnum.
Það væri afar sorglegt ef að óvissa og hið hvikula umhverfi sem nú ríkir við stjórnun landsins yrði til þess að þessi verkefni og fleiri góð myndu stöðvast. Því er mikilvægt að frambjóðendur þeirra flokka sem kenna sig við stöðugleika fari ekki fram með einhverjum þeim hætti að skemmt sé fyrir framboðunum. Slíkt er með öllu óþolandi.
Þeir aðilar sem fengu lóðinni Austurmörk 6-10 úthlutað fyrir nokkru komu hingað til að kynna áform um byggingu á lóðinni og ef að þau ganga eftir ættum við að sjá framkvæmdir hefjast þar næsta vor. Þar eru nú komnir leigusamningar sem ættu að geta tryggt að byggingin fari af stað svo nú er að sjá hvað setur.
Endurskoðun aðalskipulags er nú lokið og er skipulagið farið til Skipulagsstofnunar til samþykktar. Slíkt hið sama á við um skipulag á Eden reitnum og Tívolí reitnum.
Það væri afar sorglegt ef að óvissa og hið hvikula umhverfi sem nú ríkir við stjórnun landsins yrði til þess að þessi verkefni og fleiri góð myndu stöðvast. Því er mikilvægt að frambjóðendur þeirra flokka sem kenna sig við stöðugleika fari ekki fram með einhverjum þeim hætti að skemmt sé fyrir framboðunum. Slíkt er með öllu óþolandi.
Comments:
Skrifa ummæli