26. október 2017
Það var fróðlegt að sjá eina glæruna sem Róbert Ragnarsson kynnti á aðlfundi Bergrisans í gær en þar fjallar hann um framlög til ýmissa fyrirtækja í velferðarþjónustu og hvernig þau framlög hafa hækkað á milli áranna 2010 og 2015. Þar hnaut ég um þá staðreynd að framlög til þessara fyrirtækja hafa hækkað á bilinu 13% til 30%. Þetta eru fyrirtæki eins og Skálatún, SÁÁ, Sjálfsbjörg og fleiri. Þarna stakk það hreinlega í augu að framlög til Reykjalundar hafa hækkað um 23% á þessu árabili en á sama tíma hafa framlög til Heilsustofnunar hér í Hveragerði hækkað um 13%. Maður hlýtur að spyrja sig hvað í veröldinni réttlæti þennan mismun ! Ef að framlögin til HNLFÍ hefðu hækkað um það sama og til Reykjalundar hefði framlagið verið 55 mkr hærra á árinu 2015 en raun varð á. Það munar nú um minna!
Comments:
Skrifa ummæli