3. október 2017
Skrifaði undir samning við fulltrúa Kvenfélagsins í Hveragerði um leigu á húsnæðinu við Fljótsmörk undir starfsemi Skóla og velferðarþjónustu Árnesþings. Í því húsi munu í framtíðinni starfa allir þeir sérfræðingar sem sinna börnum okkar og ungmennum í grunn- og leikskólum á svæðinu. Það eru talmeinafræðingar, kennsluráðgjafar, sálfræðingar, starfsmaður fatlaðs fólks og forstöðumaður. Alls átta starfsmenn. Hér á bæjarskrifstofunni eru tólf starfstöðvar þannig að á nokkrum vikum hefur skrifstofustörfum í miðbænum fjölgað um tuttugu. Það er heilmikil breyting og jákvæð frá því sem áður var.
Fórum að lokinni undirskrift að skoða endurbætt húsnæðið og leist þeim vel á enda stefnir í að þetta verði mjög fínt þegar framkvæmdum verður lokið.
Hitti fulltrúa hópsins sem vinna að uppbyggingu á Edenreitnum í hádeginu. Nú er beðið eftir að ferli skipulags ljúki svo hægt verði að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga. Í honum er gert ráð fyrir 34 íbúðum allt frá 55 m2 til ríflega 100 m2. Skipulagið er mjög skemmtilegt svo ég vona að þetta verði gott hverfi.
Áttum einnig fund síðdegis með fulltrúum Tálkna ehf sem keypt hafa allt landið sem var í eigu einkaaðila hér fyrir neðan þjóðveg. Sá hópur hefur mótmælt breytingum á aðalskipulaginu og ræddum við þá stöðu á góðum og löngum fundi í dag.
Í kvöld var síðan lokafundur framkvæmdanefndar Landsmóts 50plús haldinn á Skyrgerðinni. Landsmótið þótti takast afar vel enda le´ku veðurguðirnir við okkur hér í Hveragerði þessa helgi. Óvenju margir tóku þátt í mótinu eða rúmlega 480 aðilar. Sjálfboðaliðar voru ríflega 160. Það var gott skipulag til að svona lagað gangi upp og það svo sannarlega í góðum höndum undirbúningsnefndar.
Fórum að lokinni undirskrift að skoða endurbætt húsnæðið og leist þeim vel á enda stefnir í að þetta verði mjög fínt þegar framkvæmdum verður lokið.
Hitti fulltrúa hópsins sem vinna að uppbyggingu á Edenreitnum í hádeginu. Nú er beðið eftir að ferli skipulags ljúki svo hægt verði að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga. Í honum er gert ráð fyrir 34 íbúðum allt frá 55 m2 til ríflega 100 m2. Skipulagið er mjög skemmtilegt svo ég vona að þetta verði gott hverfi.
Áttum einnig fund síðdegis með fulltrúum Tálkna ehf sem keypt hafa allt landið sem var í eigu einkaaðila hér fyrir neðan þjóðveg. Sá hópur hefur mótmælt breytingum á aðalskipulaginu og ræddum við þá stöðu á góðum og löngum fundi í dag.
Í kvöld var síðan lokafundur framkvæmdanefndar Landsmóts 50plús haldinn á Skyrgerðinni. Landsmótið þótti takast afar vel enda le´ku veðurguðirnir við okkur hér í Hveragerði þessa helgi. Óvenju margir tóku þátt í mótinu eða rúmlega 480 aðilar. Sjálfboðaliðar voru ríflega 160. Það var gott skipulag til að svona lagað gangi upp og það svo sannarlega í góðum höndum undirbúningsnefndar.
Comments:
Skrifa ummæli