28. október 2017
Merkilegur fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir hádegi í dag en það er ekki oft núorðið sem ég upplifi það að ver eina konan í hópi kallanna. Í dag skipuðust mál þannig að af fjórum konum í stjórn voru þrjár forfallaðar og varamenn þeirra þar eð kallar (vantaði reyndar einn) það gerði að verkum að á fundinum í dag voru 8 karlar og ein kona, sú sem þetta ritar. Sem betur fer voru Inga Rún og Anna Guðrún, starfsmenn Sambandsins á fundinum - það gerði þetta ekki alveg jafn hallærislegt.
Comments:
Skrifa ummæli