18. október 2017
Sjö fundir á dag eru svona í mesta lagi - jafnvel fyrir konu í mínu starfi ;-)
Nefni hér nokkra:
Bæjarráðsfundur í morgun þar sem eigendur Hótels Arkar báðu um samstarf um skipulagningu íbúðabyggðar í Hlíðarhaga og forsvarsmenn HNLFÍ óskuðu heimildar til að skipuleggja íbúðabyggð á landi sem þeir eru með yfirráð yfir.
Ásmundur og Páll, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, litu hér við fyrir hádegi á ferð sinni um bæjarfélagið.
Átti góðan fund með fulltrúum Hjálparsveitar skáta þar sem við fórum yfir málefni Reykjadals og hvernig hægt væri að skipuleggja aðkomu sveitarinnar að verkefnum sem þar eru nauðsynleg.
Hitti Helga Gíslason, byggingaverktaka, en það er alltaf gaman að spjalla við hann. Þeir bræður eru nú að reisa hér parhús í Hjallabrúninni og finnur Helgi mikinn mun á viðhorfi fólks til Hveragerðisbæjar og þá jákvæðan. Þetta endurspeglast síðan í söluverði húsa. Sem dæmi má taka að þeir voru þeir fyrstu til að taka við sér eftir hrun og hófu byggingu í Dalsbrún þegar bæjarstjórn ákvað að gefa afslátt af gatnagerðargjöldum. Þá seldu þeir bræður fyrstu 85m2 íbúðina á rétt rúmar 20 milljónir, fullbúna. Núna sé ég að auglýst er jafnstór íbúð í sömu götu á 36 mkr. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma.
Sjálfstæðismenn funduðu síðan á Garðyrkjuskólanum í kvöld. Alþingiskosningar nálgast nú óðfluga en afar spennandi er að fylgjast með þeim aðdraganda.
Nefni hér nokkra:
Bæjarráðsfundur í morgun þar sem eigendur Hótels Arkar báðu um samstarf um skipulagningu íbúðabyggðar í Hlíðarhaga og forsvarsmenn HNLFÍ óskuðu heimildar til að skipuleggja íbúðabyggð á landi sem þeir eru með yfirráð yfir.
Ásmundur og Páll, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, litu hér við fyrir hádegi á ferð sinni um bæjarfélagið.
Átti góðan fund með fulltrúum Hjálparsveitar skáta þar sem við fórum yfir málefni Reykjadals og hvernig hægt væri að skipuleggja aðkomu sveitarinnar að verkefnum sem þar eru nauðsynleg.
Hitti Helga Gíslason, byggingaverktaka, en það er alltaf gaman að spjalla við hann. Þeir bræður eru nú að reisa hér parhús í Hjallabrúninni og finnur Helgi mikinn mun á viðhorfi fólks til Hveragerðisbæjar og þá jákvæðan. Þetta endurspeglast síðan í söluverði húsa. Sem dæmi má taka að þeir voru þeir fyrstu til að taka við sér eftir hrun og hófu byggingu í Dalsbrún þegar bæjarstjórn ákvað að gefa afslátt af gatnagerðargjöldum. Þá seldu þeir bræður fyrstu 85m2 íbúðina á rétt rúmar 20 milljónir, fullbúna. Núna sé ég að auglýst er jafnstór íbúð í sömu götu á 36 mkr. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma.
Sjálfstæðismenn funduðu síðan á Garðyrkjuskólanum í kvöld. Alþingiskosningar nálgast nú óðfluga en afar spennandi er að fylgjast með þeim aðdraganda.
Comments:
Skrifa ummæli