30. mars 2016
Já, já, veit vel að það er langt síðan síðast var skrifað EN ég er með afsökun! Reyndar nokkrar :-)
Skrapp á Evrópuþing sveitarstjórnarmanna í Strasbourg þar sem ég er varamaður. Ferðafélagararnir voru ekki af verri endanum, Björn Blöndal Reykjavík og Gunnar Axel Hafnarfirði auk Önnu Guðrúnar sem var starfsmaður hópsins.
Nokkrir dagar þar sem fjallað var um afar brýn málefni sem eru sameiginleg okkur öllum. Málefni innflytjenda voru áberandi, mansal eða þrælahald eins og réttara er að kalla það, gagnsæi og lýðræði og fleira. Óneitanlega settu hryðjuverkin í Brussel mark sitt á þingið en á fyrsta deginum bárust okkur þessar hræðilegu fréttir og breyttu þær öllum anda þingsins. Hermenn hafa aldrei verið jafnáberandi og nú en þannig var það svo sem einnig í París í desember. Það þýðir reyndar ekkert að velta sér uppúr hættum sem þessum og það skilur maður betur þegar maður er í Evrópur. Lífið verður að halda áfram, maður hættir ekki að fljúga eða taka lestar þó að vitfirringar gangi lausir.
Var úti í dymbilvikunni og kom heim á skírdag. Átti notalega og góða páska með fjölskyldu og vinum. Tengdapabbi var hjá okkur þessa daga og það var afskaplega skemmtilegt.
Vinna að loknu páskafríi tók á í gær eins og alltaf eftir frídaga og ég get lofað ykkur því að zumbað var ekki eins og venjulega og ég fann að páskaegginu hafði klárlega verið ofaukið :-)
Comments:
Skrifa ummæli