4. mars 2016
Hér í Hveragerði erum við svo heppin að oft og iðulega er jákvæð og skemmtileg umfjöllun um bæinn okkar í bæði erlendum og innlendum fjölmiðlum.
Þessi skemmtillega umfjöllun birtist á netinu um daginn !
Fékk góða heimsókn í dag þegar Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, leit hér við. Hann lenti í föstudagskaffi á skrifstofunni sem óvænt var með glæsilegra móti og því mun hann fara austur uppfullur af afbrýðisemi yfir veitingunum sem hér eru "alltaf" á boðstólum :-)
Annars hafði hann ekki síst áhuga á Hamarshöllinni og fórum við og skoðuðum hana. Þar var staddur stór hópur eldri borgara að pútta eins og þau gera reglulega. Hamarshöllin er mikilvæg miðstöð íþrótta hér í bæ og hefur gert að verkum að nú geta allir iðkað hvað sem er, því húsakosturinn er allavega ekki lengur sá flöskuháls sem hann var.
Þessi skemmtillega umfjöllun birtist á netinu um daginn !
Fékk góða heimsókn í dag þegar Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, leit hér við. Hann lenti í föstudagskaffi á skrifstofunni sem óvænt var með glæsilegra móti og því mun hann fara austur uppfullur af afbrýðisemi yfir veitingunum sem hér eru "alltaf" á boðstólum :-)
Annars hafði hann ekki síst áhuga á Hamarshöllinni og fórum við og skoðuðum hana. Þar var staddur stór hópur eldri borgara að pútta eins og þau gera reglulega. Hamarshöllin er mikilvæg miðstöð íþrótta hér í bæ og hefur gert að verkum að nú geta allir iðkað hvað sem er, því húsakosturinn er allavega ekki lengur sá flöskuháls sem hann var.
Comments:
Skrifa ummæli