29. júlí 2008
Veðurblíða, öryggisgæsla og fleira ...
Vikulegt þriðjudagsmorgunkaffi í morgun en við hér á skrifstofunni skiptumst á að leggja til veitingarnar. Notalegur siður sem tryggir að allir mæta í morgunkaffi á sama tíma til að gæða sér á nýbökuðum rúnstykkjum og vínarbrauðum.
Fór yfir öryggismál í sveitarfélaginu en þau hafa verið í endurskoðun undanfarið vegna breytinga sem orðið hafa. Úlfar Andrésson sem hafði með höndum hverfagæslu í Hveragerði allar nætur síðastliðin ár lést í vor. Síðan hefur fyrirtækið Securitas keypt þann rekstur. Úlfar var brautryðjandi á þessu sviði og sinnti starfinu með miklum sóma þó ekki færi það alltaf hátt. Viðvera hans gerði mörgum misyndismanninum lífið leitt en við bæjarbúar vorum miklu öruggari en ella hefði verið. Það verður erfitt að feta í hans fótspor á þessu sviði.
Hitti nokkra aðila sem hingað komu til að ræða ýmis mál. Hér eru engir fastir viðtalstímar heldur mæta bæjarbúar þegar þeim hentar. Flestir hringja nú samt á undan sér til að spara sér ferðina ef ég skyldi vera upptekin. Ágætis fyrirkomulag finnst mér.
Kláraði nokkur auglýsingatengd mál, en auglýsing Hveragerðisbæjar á flettiskiltið fer upp núna fyrir helgi. Afar skýr og vel sýnileg eins og vera ber. Einnig algjörlega tímalaus enda verður hún að vera það svo við getum notað hana aftur... og aftur og aftur.
Lagði líka lokahönd á bækling sem bærinn mun gefa út um bæjarfélagið. En mér og Guðmundi Þór var falið að klára það mál fyrir margt löngu. Hann lítur afskaplega vel út finnst okkur og verður vonandi góð kynning fyrir bæinn.
Ræddi við lögmenn um innheimtu byggingarleyfisgjalda. Álit lögmanna verður lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.
En fyrst og síðast... Mikið lifandis ósköp er búið að vera gott veður í dag. Það gerist ekki betra enda fundaði meirihlutinn á pallinum í kvöld og naut veðurblíðunnar um leið og mál voru undirbúin.
Vikulegt þriðjudagsmorgunkaffi í morgun en við hér á skrifstofunni skiptumst á að leggja til veitingarnar. Notalegur siður sem tryggir að allir mæta í morgunkaffi á sama tíma til að gæða sér á nýbökuðum rúnstykkjum og vínarbrauðum.
Fór yfir öryggismál í sveitarfélaginu en þau hafa verið í endurskoðun undanfarið vegna breytinga sem orðið hafa. Úlfar Andrésson sem hafði með höndum hverfagæslu í Hveragerði allar nætur síðastliðin ár lést í vor. Síðan hefur fyrirtækið Securitas keypt þann rekstur. Úlfar var brautryðjandi á þessu sviði og sinnti starfinu með miklum sóma þó ekki færi það alltaf hátt. Viðvera hans gerði mörgum misyndismanninum lífið leitt en við bæjarbúar vorum miklu öruggari en ella hefði verið. Það verður erfitt að feta í hans fótspor á þessu sviði.
Hitti nokkra aðila sem hingað komu til að ræða ýmis mál. Hér eru engir fastir viðtalstímar heldur mæta bæjarbúar þegar þeim hentar. Flestir hringja nú samt á undan sér til að spara sér ferðina ef ég skyldi vera upptekin. Ágætis fyrirkomulag finnst mér.
Kláraði nokkur auglýsingatengd mál, en auglýsing Hveragerðisbæjar á flettiskiltið fer upp núna fyrir helgi. Afar skýr og vel sýnileg eins og vera ber. Einnig algjörlega tímalaus enda verður hún að vera það svo við getum notað hana aftur... og aftur og aftur.
Lagði líka lokahönd á bækling sem bærinn mun gefa út um bæjarfélagið. En mér og Guðmundi Þór var falið að klára það mál fyrir margt löngu. Hann lítur afskaplega vel út finnst okkur og verður vonandi góð kynning fyrir bæinn.
Ræddi við lögmenn um innheimtu byggingarleyfisgjalda. Álit lögmanna verður lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.
En fyrst og síðast... Mikið lifandis ósköp er búið að vera gott veður í dag. Það gerist ekki betra enda fundaði meirihlutinn á pallinum í kvöld og naut veðurblíðunnar um leið og mál voru undirbúin.
Comments:
Skrifa ummæli