26. júní 2011
Afar vel lukkaðri helgi er lokið. Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ sló í gegn, enn eina ferðina. Mikil mannmergð var í bænum og er talið að ríflega 30 þúsund manns hafi komið við í Hveragerði þessa helgi. Á laugardaginn var hér stappfullt af fólki og bílum lagt hvar sem því var við komið í bæjarfélaginu. Á föstudaginn var aðsókn miklu betri en við eigum að venjast og í dag sunnudag kom mannfjöldinn mér mjög á óvart. Ég hélt að í dag yrði afskaplega rólegt en það var nú öðru nær. Gríðarlegur fjöldi í bænum og greinilegt að sumarbústaðafólkið kom hér við á leið sinni til Reykjavíkur. Í dag var plöntupúl-keppnin afskaplega skemmtileg en þar keppti fagfólk sín á milli í skemmtilegum þrautum tengdum garðyrkju. Fegurstu garðar Hveragerðis voru til sýnis og og tískusýning blómanna og fræðslugöngur og örfyrirlestrar á sínum stað. Þetta árið var dagskrá heldur meiri en fyrri ár og mæltist það vel fyrir.
Allt gekk afskaplega vel fyrir sig og er aðdáunarvert að ekki skuli einusinni vera rusl á götunum að lokinni jafn fjölsóttrí hátíð og hér var haldin.
Heill hellingur af myndum er kominn á facebook síðuna mína. Endilega kíkið á þær þar.
Comments:
Skrifa ummæli