23. janúar 2014
Í gær var gengið frá kaupum bæjarins á Þórsmörk 1A hér í bæ. Strax í næstu viku verður hafist handa við að innrétta húsið þannig að það geti nýst sem frístundaskóli. Ég vonast til þess að framkvæmdir gangi vel en mér finnst engin goðgá að vonast til þess að hægt sé að hefja notkun hússins um páska, í síðasta lagi. Þetta hús er rúmir 260 m2 með öllu, en hæðin sem ætlunin er að nýta fyrir frístundaskólann er um 130m2. Bílskúrinn er rúmir 70m2 en áður fyrr var þar bæði fjárhús og hlaða. Kindagirðingin gamla og lambastían sem tilheyrði var svo austan við skúrinn. Hugmyndin að kaupum þessa húss er komin frá starfsmönnum frístundaskólans en húsið liggur vel gagnvart húsnæðinu sem áfram verður nýtt við Fljótsmörk. Þarna skapast skemmtilegir möguleikar á samstarfi og samnýtingu lóðar svo þetta verður án vafa hin allra besta aðstaða fyrir börnin í bænum.
Bæjarfulltrúar áttu góðan fund í dag um framtíðarsýn, ímyndarsköpun og möguleika Hveragerðisbæjar til vaxtar. Bæjarráð hefur unnið að þessu verkefni undanfarið og miðar því nú nokkuð vel áfram. Í morgun hitti ég líka Þórarinn Sveinsson frá SASS sem nú vinnur að mótun atvinnustefnu fyrir bæjarfélagið. Fyrsta skref í þeirri vinnu verður fundur með bæjarfulltrúum og í kjölfarið verður boðað til íbúafundar um stefnumörkun á sviði atvinnumála.
Bæjarfulltrúar áttu góðan fund í dag um framtíðarsýn, ímyndarsköpun og möguleika Hveragerðisbæjar til vaxtar. Bæjarráð hefur unnið að þessu verkefni undanfarið og miðar því nú nokkuð vel áfram. Í morgun hitti ég líka Þórarinn Sveinsson frá SASS sem nú vinnur að mótun atvinnustefnu fyrir bæjarfélagið. Fyrsta skref í þeirri vinnu verður fundur með bæjarfulltrúum og í kjölfarið verður boðað til íbúafundar um stefnumörkun á sviði atvinnumála.
Comments:
Skrifa ummæli