11. desember 2008
Bæjarstjórnarfundur síðdegis þar sem fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu. Þessi áætlun ber merki þess umróts sem er í samfélaginu í dag og gerum við ráð fyrir umtalsverðu tapi næsta ár. Veltufé frá rekstri er þó jákvætt um einar 90 milljónir sem er afar jákvætt í þessu árferð og sýnir að reksturinn er að gefa af sér peninga þó að fjármagnskostnaður snúi síðan taflinu við og geri niðurstöðuna neikvæða.
Umtalsverður sparnaður er nauðsynlegur og ekki allar aðgerðir vænlegar til vinsælda. En þetta er nauðsynlegt en verður þó vonandi ekki viðvarandi ástand.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að heimild um hámarksálagningu útsvars verði hækkuð um 0,25% og einnig eru tekin af öll tvímæli um álagningu fasteignaskatts á opinberar byggingar. Þetta voru langþráð og góð tíðindi og okkur hér í Hveragerði mikið fagnaðarefni.
Á fundinum í dag kynnti Elfa Dögg hugmyndir um blómasýningu hér í Hveragerði næsta sumar en hugmyndirnar eru afar góðar og ættu að vera okkur öllum til eflingar í grámyglunni sem einkennir tilveruna þessa daga. Því þrátt fyrir að vandamálin séu ærin þá er samt mikilvægt að missa ekki sjónar á því að mannlífið og andann þarf að efla. Við ætlum að halda áfram að byggja hér upp gott og skemmtilegt samfélag þrátt fyrir allt.
Samþykktum einnig samninga við Strætó bs og Þingvallaleið vegna almenningssamgangna hingað austur fyrir fjall. Undirskriftin fer fram á mánudaginn í strætisvagni einhvers staðar hér á svæðinu. Gert er ráð fyrir að ferðir hefjist þann 2. janúar 2009. Stórt skref verður þar með stigið og við þurfum öll að fara að setja okkur inní leiðakerfi Strætós á höfuðborgarsvæðinu! ! !
Í gær var fundur í dómnefnd um miðbæjarskipulagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út þann 1. desember og alls bárust 17 tillögur í keppnina. Vinnan í dómnefndinni fer vel af stað og sýnist mér þetta stefna í hörku keppni. Gaman að því. Það má ekki gefa út neitt fyrr en úrslit verða tilkynnt sem verður 15. janúar. AÐ því loknu verður sýning á tillögunum sem enginn á eftir að verða svikinn af. Þetta er svo skemmtilegt :-)
Hellisheiðarvirkjun er síðan enn og aftur í sviðsljósinu og ekki af góðu í þetta skipti. Mengun mældist í gær 5 sinnum meiri en viðmið leyfa á svæðinu og lyktina leggur yfir höfuðborgina. Það er auðvitað alveg augljóst að Bitru virkjun getur aldrei orðið að veruleika á meðan að staðreyndir á svæðinu blasa við öllum sem þær vilja sjá.
Umtalsverður sparnaður er nauðsynlegur og ekki allar aðgerðir vænlegar til vinsælda. En þetta er nauðsynlegt en verður þó vonandi ekki viðvarandi ástand.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að heimild um hámarksálagningu útsvars verði hækkuð um 0,25% og einnig eru tekin af öll tvímæli um álagningu fasteignaskatts á opinberar byggingar. Þetta voru langþráð og góð tíðindi og okkur hér í Hveragerði mikið fagnaðarefni.
Á fundinum í dag kynnti Elfa Dögg hugmyndir um blómasýningu hér í Hveragerði næsta sumar en hugmyndirnar eru afar góðar og ættu að vera okkur öllum til eflingar í grámyglunni sem einkennir tilveruna þessa daga. Því þrátt fyrir að vandamálin séu ærin þá er samt mikilvægt að missa ekki sjónar á því að mannlífið og andann þarf að efla. Við ætlum að halda áfram að byggja hér upp gott og skemmtilegt samfélag þrátt fyrir allt.
Samþykktum einnig samninga við Strætó bs og Þingvallaleið vegna almenningssamgangna hingað austur fyrir fjall. Undirskriftin fer fram á mánudaginn í strætisvagni einhvers staðar hér á svæðinu. Gert er ráð fyrir að ferðir hefjist þann 2. janúar 2009. Stórt skref verður þar með stigið og við þurfum öll að fara að setja okkur inní leiðakerfi Strætós á höfuðborgarsvæðinu! ! !
Í gær var fundur í dómnefnd um miðbæjarskipulagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út þann 1. desember og alls bárust 17 tillögur í keppnina. Vinnan í dómnefndinni fer vel af stað og sýnist mér þetta stefna í hörku keppni. Gaman að því. Það má ekki gefa út neitt fyrr en úrslit verða tilkynnt sem verður 15. janúar. AÐ því loknu verður sýning á tillögunum sem enginn á eftir að verða svikinn af. Þetta er svo skemmtilegt :-)
Hellisheiðarvirkjun er síðan enn og aftur í sviðsljósinu og ekki af góðu í þetta skipti. Mengun mældist í gær 5 sinnum meiri en viðmið leyfa á svæðinu og lyktina leggur yfir höfuðborgina. Það er auðvitað alveg augljóst að Bitru virkjun getur aldrei orðið að veruleika á meðan að staðreyndir á svæðinu blasa við öllum sem þær vilja sjá.
Comments:
Skrifa ummæli