26. október 2011
Dagurinn í dag ótrúlega drjúgur og góður í vinnunni. Engir fundir og fá símtöl sem gerði að verkum að ég náði að komast til botns í hrúgunum eins og það heitir. Koma frá fullt af smámálum sem hafa verið að velkjast í nokkurn tíma og koma skikki á verkefnalistana en óneitanlega hefur annríki undanfarandi vikna sett mark sitt á skipulagið.
----------------------
Sumarfríin setja yfirleitt skipulagið úr skorðum :-) Vikuferð til Boston í byrjun október var afar vel lukkuð sumarfrísferð þar sem ýmislegt var skoðað og aðeins kíkt í búðir!
Þegar heim var komið tók annríkið við, fjármálaráðstefna sveitarfélaga var vel lukkuð og gagnleg. Haustfundur Héraðsnefndar Árnessýslu var haldinn í síðustu viku en þar var fjallað um málefni þeirra stofnana sem heyra undir Héraðsnefnd. Það eru Tónlistarskólinn, Byggðasafnið, Héraðsskjalasafnið og Listasafnið auk Almannavörnum. Héraðsnefndin byggir á gömlum grunni sýslunefndanna sem voru og hétu og þykir öllum yfirleitt vænt um þetta form. Hamagangurinn varð mikill þegar í ljós kom að Orkuveitan framkallaði ansi stóra jarðskjálfta hér á Hellisheiði og fór drjúgur tími í það mál allt saman. Reyndar sér ekki fyrir endann á því en síðastliðna tvo sólarhringa hafa mælst um 150 jarðskjálftar á svæðinu. Það verður að finna aðra lausn á vanda OR varðandi affallsvatnið!
---------------------
Í sumar var lagður nýr stikaður göngustígur frá Fossflöt, inn Varmárgilið, upp að vatnstanki, inn með Grýluvelli og innað Rjúpnabrekkum. Þetta er mjög skemmtileg leið sem kom mér á óvart þegar ég rölti þetta um daginn. Enn ein skemmtilega gönguleiðin orðin að veruleika hér í Hveragerði :-)
Á myndinni má sjá gamla kró sem er við stíginn undir hraunbrúninni inní Dal. Haustlitirnir voru þarna uppá sitt besta.
----------------------
Sumarfríin setja yfirleitt skipulagið úr skorðum :-) Vikuferð til Boston í byrjun október var afar vel lukkuð sumarfrísferð þar sem ýmislegt var skoðað og aðeins kíkt í búðir!
Þegar heim var komið tók annríkið við, fjármálaráðstefna sveitarfélaga var vel lukkuð og gagnleg. Haustfundur Héraðsnefndar Árnessýslu var haldinn í síðustu viku en þar var fjallað um málefni þeirra stofnana sem heyra undir Héraðsnefnd. Það eru Tónlistarskólinn, Byggðasafnið, Héraðsskjalasafnið og Listasafnið auk Almannavörnum. Héraðsnefndin byggir á gömlum grunni sýslunefndanna sem voru og hétu og þykir öllum yfirleitt vænt um þetta form. Hamagangurinn varð mikill þegar í ljós kom að Orkuveitan framkallaði ansi stóra jarðskjálfta hér á Hellisheiði og fór drjúgur tími í það mál allt saman. Reyndar sér ekki fyrir endann á því en síðastliðna tvo sólarhringa hafa mælst um 150 jarðskjálftar á svæðinu. Það verður að finna aðra lausn á vanda OR varðandi affallsvatnið!
---------------------
Í sumar var lagður nýr stikaður göngustígur frá Fossflöt, inn Varmárgilið, upp að vatnstanki, inn með Grýluvelli og innað Rjúpnabrekkum. Þetta er mjög skemmtileg leið sem kom mér á óvart þegar ég rölti þetta um daginn. Enn ein skemmtilega gönguleiðin orðin að veruleika hér í Hveragerði :-)
Á myndinni má sjá gamla kró sem er við stíginn undir hraunbrúninni inní Dal. Haustlitirnir voru þarna uppá sitt besta.
Comments:
Skrifa ummæli