31. október 2011
Mánudagur hófst á lestri gagna vegna skipulagsmála. Á morgun er fundur í skipulags- og bygginganefnd og þar á meðal annars að fjalla um málefni Friðarstaða. Bæjarstjórn hefur ákveðið að hefja nú þegar endurskoðun á deiliskipulagi jarðarinnar í samvinnu við ábúenda eins og fram hefur komið í fundargerðum og nú er unnið að framhaldi þess máls.
Fór yfir ýmis mál tengd mánaðarlegri launakeyrslu. Það koma oft upp einhver atriði sem þarf að skera úr um og það getur stundum tekið tímann sinn.
Eftir hádegi hitti ég Guðjón skólastjóra og fórum við yfir ýmis mál tengd grunnskólanum.
Síðdegis heimsótti ég LEX lögmannsstofu í Reykjavík og hitti þar Helga Jóhannesson, lögmann bæjarins. Þar þurftum við að fara yfir tvö mál, annars vegar mál vegna gatnagerðargjalda í Klettahlíð og hins vegar mál vegna ráðninga deildarstjóra Grunnskólans.
Á meirihlutafundi í kvöld fórum við yfir stöðuna í þessum tveimur málum, ræddum ýmis atriði varðandi fjárhagsáætlun bæjarins, fyrirliggjandi gögn vegna bæjarráðsfundar næstkomandi fimmtudag og ýmislegt fleira.
Rétt náði í sundið mitt á milli funda en mikið er það nú nauðsynlegt :-)
Fór yfir ýmis mál tengd mánaðarlegri launakeyrslu. Það koma oft upp einhver atriði sem þarf að skera úr um og það getur stundum tekið tímann sinn.
Eftir hádegi hitti ég Guðjón skólastjóra og fórum við yfir ýmis mál tengd grunnskólanum.
Síðdegis heimsótti ég LEX lögmannsstofu í Reykjavík og hitti þar Helga Jóhannesson, lögmann bæjarins. Þar þurftum við að fara yfir tvö mál, annars vegar mál vegna gatnagerðargjalda í Klettahlíð og hins vegar mál vegna ráðninga deildarstjóra Grunnskólans.
Á meirihlutafundi í kvöld fórum við yfir stöðuna í þessum tveimur málum, ræddum ýmis atriði varðandi fjárhagsáætlun bæjarins, fyrirliggjandi gögn vegna bæjarráðsfundar næstkomandi fimmtudag og ýmislegt fleira.
Rétt náði í sundið mitt á milli funda en mikið er það nú nauðsynlegt :-)
Comments:
Skrifa ummæli