9. desember 2013
Nú er lokið gerð greinargerðar með fjárhagsáætlun ársins 2014 og 3 ára fjárhagsáætlun áranna 2015-2017. Við Helga, skrifstofustjóri ákváðum að klára þetta í dag, lokuðum okkur af og það gekk svona líka ljómandi vel. Fjárhagsáætlun er í góðu jafnvægi og reksturinn þar af leiðandi einnig.
Við fyrri umræðu komu eftirfarandi atriði fram og var samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu:
Lögð er rík áhersla á endurbætur eigna árið 2014.
Þegar Hveragerðisbær festi kaup á húsnæði Heimilisins við Birkimörk lá fyrir að utanhúss klæðning hússins væri ónýt. Tók kaupverð hússins mið af því og eru árið 2014 settir fjármunir til að klæða húsið uppá nýtt. Gert er ráð fyrir umtalsverðu viðhaldi á leikskólanum Undralandi þar sem ráðast á í endurbætur bæði utan- og innanhúss. Lagfæra á gestasnyrtingar í anddyri íþróttahússins. Breytingar verða gerðar innanhúss í Grunnskólanum og viðhaldi sundlaugarhússins verður sinnt með auknum hætti svo fátt eitt sé talið. Ennfremur er gert t ráð fyrir kaupum á húsnæði fyrir frístundaskóla.
Malbik á Bröttuhlíð og Þverhlíð
Langþráð gatnagerð verður framkvæmd þegar Brattahlíð og Þverhlíð verða lagðar bundnu slitlagi á næsta ári. Með því átaki förum við sjá fyrir endann á því verkefni að allar götur bæjarins verði lagðar bundnu slitlagi. Gert er ráð fyrir úrbótum á göngustígakerfi bæjarins og horft sérstaklega til Drullusunds og göngustíga vestarlega í bænum.
Skuldir greiddar niður
Skuldir verða greiddar niður en heildarskuldir Hveragerðisbæjar munu lækka stöðugt á næstu fjórum árum. Markmið bæjarstjórnar að skuldir samstæðu verði undir skuldaþakinu hefur þegar náðst og vel það. Skuldir samstæðu munu þróast með eftirfarandi hætti:
2014 138,2% af tekjum
2015 131,6% af tekjum
2016 124,1% af tekjum
2017 116,3% af tekjum
Á tímabilinu munu afborganir lána nema 516 mkr en á sama tímabili verða tekin ný langtímalán að upphæð 55 mkr eins og áður er getið. Með þessu móti myndast svigrúm til að íbúar fái notið bætts rekstrar og betri þjónustu þar sem þess nokkur kostur. Bæjarstjórn er einhuga í þessari stefnumörkun en fjárhagsáætlanirnar hafa verið unnar í afar góðri samvinnu allra bæjarfulltrúa.
Greinargerðin í heild sinni mun birtast á heimasíðu bæjarins að lokinni síðari umræðu um fjárhagsáætlun sem fram fer næstkomandi fimmtudag.
-----------------
Í morgun fór einnig drjúgur tími í að samlesa gögn vegna útboðs á sorpihirðu sem auglýst var um helgina. Gögn verða afhent á miðvikudaginn svo það er eins gott að þau verði tilbúin fyrir þann tíma.
-------------------
Í kvöld var undirbúningsfundur minni- og meirihluta fyrir bæjarstjórn. Við fundum saman enda er enn verið að vinna í fjárhagsáætluninni. Þetta er góður og samheldinn hópur sem vinnur einhuga að því markmiði að bærinn okkar verði sífellt betri. Okkur greinir stundum á eins og eðlilegt er en gagnrýnin er málefnaleg og sett fram með þeim hætti að hún verði til gagns en ekki niðurrifs. Það er svo dýrmætt þegar samskipti manna á milli eru með þeim hætti.
Við fyrri umræðu komu eftirfarandi atriði fram og var samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu:
Lögð er rík áhersla á endurbætur eigna árið 2014.
Þegar Hveragerðisbær festi kaup á húsnæði Heimilisins við Birkimörk lá fyrir að utanhúss klæðning hússins væri ónýt. Tók kaupverð hússins mið af því og eru árið 2014 settir fjármunir til að klæða húsið uppá nýtt. Gert er ráð fyrir umtalsverðu viðhaldi á leikskólanum Undralandi þar sem ráðast á í endurbætur bæði utan- og innanhúss. Lagfæra á gestasnyrtingar í anddyri íþróttahússins. Breytingar verða gerðar innanhúss í Grunnskólanum og viðhaldi sundlaugarhússins verður sinnt með auknum hætti svo fátt eitt sé talið. Ennfremur er gert t ráð fyrir kaupum á húsnæði fyrir frístundaskóla.
Malbik á Bröttuhlíð og Þverhlíð
Langþráð gatnagerð verður framkvæmd þegar Brattahlíð og Þverhlíð verða lagðar bundnu slitlagi á næsta ári. Með því átaki förum við sjá fyrir endann á því verkefni að allar götur bæjarins verði lagðar bundnu slitlagi. Gert er ráð fyrir úrbótum á göngustígakerfi bæjarins og horft sérstaklega til Drullusunds og göngustíga vestarlega í bænum.
Skuldir greiddar niður
Skuldir verða greiddar niður en heildarskuldir Hveragerðisbæjar munu lækka stöðugt á næstu fjórum árum. Markmið bæjarstjórnar að skuldir samstæðu verði undir skuldaþakinu hefur þegar náðst og vel það. Skuldir samstæðu munu þróast með eftirfarandi hætti:
2014 138,2% af tekjum
2015 131,6% af tekjum
2016 124,1% af tekjum
2017 116,3% af tekjum
Á tímabilinu munu afborganir lána nema 516 mkr en á sama tímabili verða tekin ný langtímalán að upphæð 55 mkr eins og áður er getið. Með þessu móti myndast svigrúm til að íbúar fái notið bætts rekstrar og betri þjónustu þar sem þess nokkur kostur. Bæjarstjórn er einhuga í þessari stefnumörkun en fjárhagsáætlanirnar hafa verið unnar í afar góðri samvinnu allra bæjarfulltrúa.
Greinargerðin í heild sinni mun birtast á heimasíðu bæjarins að lokinni síðari umræðu um fjárhagsáætlun sem fram fer næstkomandi fimmtudag.
-----------------
Í morgun fór einnig drjúgur tími í að samlesa gögn vegna útboðs á sorpihirðu sem auglýst var um helgina. Gögn verða afhent á miðvikudaginn svo það er eins gott að þau verði tilbúin fyrir þann tíma.
-------------------
Í kvöld var undirbúningsfundur minni- og meirihluta fyrir bæjarstjórn. Við fundum saman enda er enn verið að vinna í fjárhagsáætluninni. Þetta er góður og samheldinn hópur sem vinnur einhuga að því markmiði að bærinn okkar verði sífellt betri. Okkur greinir stundum á eins og eðlilegt er en gagnrýnin er málefnaleg og sett fram með þeim hætti að hún verði til gagns en ekki niðurrifs. Það er svo dýrmætt þegar samskipti manna á milli eru með þeim hætti.
Comments:
Skrifa ummæli