30. maí 2013
Slóvenía, Króatía, Bosnía 2013 - 1
Komin til Ljubljana í Slóveníu eftir millilendingu í Köben. Eins þægilegt og næturflug getur verið þá er það ekki eins skemmtilegt þegar ekkert er sofið. Hér hefur rignt ansi mikið í dag og regnhlíf hefði verið kærkomin. Strákur á bar aumkaði sig yfir okkur og lánaði okkur sína, en á morgun verðum við að finna regnhlifabúð því áfram er spáð rigningu. Ljubljana er afskaplega notaleg borg en við höfum heimsótt veitinga og kaffihús í allan dag til að flýja bleytuna :) Sátum lengi á efstu hæð í skýjakljúf sem þeir kalla svo en þar er frábært kaffihús á efstu hæð og stórkostlegt útsýni yfir borgina. Kastalinn gnæfir yfir öllu á hæð í miðbænum en þangað ætlum við á morgun.
Hótelið er eiginlega undir kastalahæðinni í miðbænum og inngangurinn sést þarna til vinstri á myndinni. Þetta listaverk á miðri götunni virðist vera hannað til að fólk detti um það... Sniðugt samt, búklausir hausar upp alla götu.
Fórum út á borða á frábæran veitingastað í kvöld. Afmæli eiginmannsins! Nýr aspas með proscietto skinku og ricotta ost var hreint lostæti :)
Er að gera tilraun með blogg með nýju appi. Með því er hægt að senda inn myndir beint úr Ipad. Spurning hvort þetta virkar....
Comments:
Skrifa ummæli