24. maí 2013
Það er gott að geta sagt frá því að öllum ungmennum sem sóttu um vinnu hjá Hveragerðisbæ var í dag sent bréf þar sem þeim var boðin vinna í sumar. Þetta er hópur um 25 ungmenna sem flest eru á aldrinum 17-22 ára. Mestmegnis strákar ef ekki allir ef ég man rétt. Auk þessa hefur öllum nemendum í 8.9. og 10. bekk verið boðin vinna í Vinnuskólanum og næstkomandi mánudag verður kynningarfundur með þeim sem sótt hafa um störf og foreldrum þeirra.
Stór og öflugur hópur flokksstjóra hefur þegar hafið störf svo nú er sumarstarfið að komast á fullan skrið hér í bæ.
Framkvæmdum við fráveitu í Sundlauginni Laugaskarði er nú lokið og þegar horft er yfir svæðið er eins og ekkert hafi verið gert. Ótrúlegt miðað við allt það jarðrask sem framkvæmdirnar orsökuðu. Nú er verið að undirbúa malbikun göngustíga kringum Mjólkubúið en þar mun verða mikil breyting. Við fáum ávallt fjölda ábendinga um margt sem betur má fara við verklegar framkvæmdir frá íbúum en stundum því miður koma þær of seint fram. Oft er þó hægt að bregðast við en iðulega eru þessar athugsemdir til mikilla bóta.
Stór og öflugur hópur flokksstjóra hefur þegar hafið störf svo nú er sumarstarfið að komast á fullan skrið hér í bæ.
Framkvæmdum við fráveitu í Sundlauginni Laugaskarði er nú lokið og þegar horft er yfir svæðið er eins og ekkert hafi verið gert. Ótrúlegt miðað við allt það jarðrask sem framkvæmdirnar orsökuðu. Nú er verið að undirbúa malbikun göngustíga kringum Mjólkubúið en þar mun verða mikil breyting. Við fáum ávallt fjölda ábendinga um margt sem betur má fara við verklegar framkvæmdir frá íbúum en stundum því miður koma þær of seint fram. Oft er þó hægt að bregðast við en iðulega eru þessar athugsemdir til mikilla bóta.
Comments:
Skrifa ummæli