17. maí 2013
Undanfarið hefur bloggið orðið að láta undan nýtekinni ákvörðun um að fara fyrr að sofa á kvöldin. Í staðinn er ég farin að vakna miklu fyrr á morgnana og alveg steinhætt að vera svo syfjuð á fundum um miðjan dag að ég hélt ekki augunum opnum. Slíkt getur verið afar hvimleitt sérstaklega ef ég er ein með einhverjum á fundi. Slíkar móttökur eru auðvitað ekki góðar fyrir sjálfsálit viðmælandans :-)
Ég er samt enn á því að ég ætti að halda mig við ákvörðun um að blogga í nákvæmlega 10 mínútur á dag, hvorki meira né minna. Þannig gæti ég sett niður það helsta án þess að fara í langar útskýringar á ýmsum málum. Það má alla vega reyna ...
Dagurinn byrjaði á akstri uppá Laugarvatn en þangað skutlaði ég Alberti í sjúkrapróf í félagsfræði. Við vorum búin að lesa efnið saman í gær sem allavega mér fannst skemmtilegt. Er á þeirri skoðun að menntaskóla námsefni sé svo skemmtilegt að maður ætti að fá að læra það aftur þegar maður er orðinn eldri og kann betur að meta þessa fínu alhliða menntun !
Hér heima var 10. bekkur með bráðsniðugt danskt kaffihús í skólanum. Þar var búið að baka og dekka borð og ungmennin gengu um beina og buðu veitingar á dönsku. Virkilega gott framtak ...
Gekk frá verkefnum frá fundi bæjarráðs í gær. Sagði meðal annars upp samningi um sorphirðu og húsnæði í Verlsunarmiðstöðinni sem hýsir Upplýsingamiðstöðina. Það er eina rýmið sem hægt er að segja upp áður en 25 árin eru liðin sem bærinn er bundinn af annars staðar. Það verður mikill munur þegar húsaleigan lækkar á þessu rými, reyndar ekki fyrr en í september 2013, en maður verður að hafa eitthvað til að hlakka til ...
Síðdegis fór ég á fund sem lögfræðistofan LEX boðaði til en þar var farið yfir ýmis lögfræðilega álitaefni í rekstri sveitarfélaga. Afar áhugavert enda málin nátengd þeim verkefnum sem við glímum iðulega við.
Ég er samt enn á því að ég ætti að halda mig við ákvörðun um að blogga í nákvæmlega 10 mínútur á dag, hvorki meira né minna. Þannig gæti ég sett niður það helsta án þess að fara í langar útskýringar á ýmsum málum. Það má alla vega reyna ...
Dagurinn byrjaði á akstri uppá Laugarvatn en þangað skutlaði ég Alberti í sjúkrapróf í félagsfræði. Við vorum búin að lesa efnið saman í gær sem allavega mér fannst skemmtilegt. Er á þeirri skoðun að menntaskóla námsefni sé svo skemmtilegt að maður ætti að fá að læra það aftur þegar maður er orðinn eldri og kann betur að meta þessa fínu alhliða menntun !
Hér heima var 10. bekkur með bráðsniðugt danskt kaffihús í skólanum. Þar var búið að baka og dekka borð og ungmennin gengu um beina og buðu veitingar á dönsku. Virkilega gott framtak ...
Gekk frá verkefnum frá fundi bæjarráðs í gær. Sagði meðal annars upp samningi um sorphirðu og húsnæði í Verlsunarmiðstöðinni sem hýsir Upplýsingamiðstöðina. Það er eina rýmið sem hægt er að segja upp áður en 25 árin eru liðin sem bærinn er bundinn af annars staðar. Það verður mikill munur þegar húsaleigan lækkar á þessu rými, reyndar ekki fyrr en í september 2013, en maður verður að hafa eitthvað til að hlakka til ...
Síðdegis fór ég á fund sem lögfræðistofan LEX boðaði til en þar var farið yfir ýmis lögfræðilega álitaefni í rekstri sveitarfélaga. Afar áhugavert enda málin nátengd þeim verkefnum sem við glímum iðulega við.
Comments:
Skrifa ummæli