31. maí 2013
Slóvenía - Króatía og Bosnía - 2
Held að þetta fína app sé að virka...
Hér er mynd tekin rétt hjá hótelinu og við brú sem heitir skósmiðabrúin. Skýrir vel skreytinguna. Þeir eru hrifnir af því hér að hengja upp hluti.
Við til dæmis keyptum hengilás og hengdum hann á aðra brú hér nálægt, það gera víst öll pör sem hingað koma bæjaryfirvöldum til ómælds ama en þeir sjá víst fyrir sér að brúin sligist af öllum þessum hengilásum og áin stíflist af lyklunum sem fjúka allir sem einn þar útí...
Myndin hér fyrir neðan er líka úr miðbænum. Eins og sést þá er hér allt í blóma en það rignir enn. Samt ekki eins hrikalega og í gær :)
Við höfum komist að því að Slóvenar elska Íslendinga :) Lentum í plötubúð þar sem afgreiðslumaðurinn missti sig í aðdáun sinni á Sigurði Guðmundssyni, tónlistarmanni. Hann spilaði hér með frægasta tónlistarmanni Slóvena og sló alveg í gegn. Í kvöld ætlum við á tónleika með Sóley hún spilar hér í menningarmiðstöð í Lubljana. Retro Stefsson eru nýbúnir að vera hér svo það er greinilegt að þetta er "the place" fyrir íslensku tónlistarútrásina :)
Í dag erum við búin að ganga okkur uppað hnjám, skoða kastalann hér fyrir ofan hátt og lágt, rölta um bæinn þverann og endilangan, fara í siglingu og fleira. Eina sem vantar er matur - skilst mér :) Bætum úr því á eftir ...
Comments:
Skrifa ummæli