30. janúar 2004
Hef verið að hugsa um það, á leiðinni í vinnuna, undanfarið að umferðarmál á Reykjamörkinni eru í algjörum ólestri. Það er líka sérstakt hversu mikið misræmi er á milli gatna hér í bæ varðandi umferðaröryggismál. Tökum Breiðumörkina og Reykjamörkina sem dæmi. Á Breiðumörkinni eru tvær merktar gangbrautir, þrjár hraðahindranir og gangbrautarvörður, sem er hið besta mál. En á Reykjamörkinni sem er mikil umferðaræð horfa málin öðru vísi við. Yfir þá götu þurfa öll börn úr neðra þorpinu að fara til að komast í skólann. Þarna er mikil umferð bæði bíla og gangandi en ENGIN gangbraut. Um árið voru settar þarna tvær örlitlar hraðahindranir (sem virka engan vegin) en það voru ekki sett gangbrautarskilti við þær. Litlu stýrin sem varla standa út úr hnefa og labba samviskusamlega í skólann á hverjum morgni eru þarna í bráðri hættu finnst mér. Lýsingin þarna er líka of lítil miðað við það hvað gatan er breið og mikil. Þessi mál verður að laga hið bráðasta. ???
Á síðasta ári lagði ég fram tillögu í bæjarráði um að Skólamörkinni yrði lokað á skólatíma með keðju með svipuðum hætti og gert er á Bankaveginum á Selfossi. Skemmst er frá því að segja að þetta var samþykkt samhljóða enda ber öllum saman um að ástandið á Skólamörkinni á álagstímum er hryllingur. En þrátt fyrir að hafa ítrekað spurt um framkvæmdina þá bólar ekki á keðjunni.
Hvað veldur? Eftir hverju er verið að bíða? Ef einhverjum ráðamanni þykir þetta slæm eða illframkvæmanleg hugmynd þá er nú minnsta málið að ræða þetta aftur og finna ásættanlega lausn. Við óbreytt ástand er ekki hægt að una.
Á síðasta ári lagði ég fram tillögu í bæjarráði um að Skólamörkinni yrði lokað á skólatíma með keðju með svipuðum hætti og gert er á Bankaveginum á Selfossi. Skemmst er frá því að segja að þetta var samþykkt samhljóða enda ber öllum saman um að ástandið á Skólamörkinni á álagstímum er hryllingur. En þrátt fyrir að hafa ítrekað spurt um framkvæmdina þá bólar ekki á keðjunni.
Hvað veldur? Eftir hverju er verið að bíða? Ef einhverjum ráðamanni þykir þetta slæm eða illframkvæmanleg hugmynd þá er nú minnsta málið að ræða þetta aftur og finna ásættanlega lausn. Við óbreytt ástand er ekki hægt að una.
Comments:
Skrifa ummæli