26. janúar 2004
Var að lesa Fréttablaðið áðan og fylltist vandlætingu yfir því að ekki skuli staðið betur að uppbyggingu Byrgisins. Átti þess kost fyrir nokkrum árum að dvelja dagstund í Byrginu þegar það var staðsett á Hlíðardalsskóla í Ölfusi og það dugði mér til að sannfærast um það að þarna fer fram eitt það óeigingjarnasta starf sem ég hef orðið vitni að. Það er að mínu mati ekki vafi á því að þarna skilar hver króna sem sett er í þennan rekstur sér margfalt til baka. Þetta álit mitt á starfsemi Byrgisins breyttist ekki þó að vistmaður þaðan tæki bílinn okkar traustataki og skilaði honum af sér gjöreyðilögðum nokkrum dögum síðar. Það eru reyndar nokkur ár síðan og kannski er sá ógæfumaður á beinu brautinni í dag.
Aldrei að vita...
-----
Annars sá ég í dag að Verslunarmiðstöðin nýja hér í Hveragerði er að taka á sig endanlega mynd. Þetta verður hið reisulegasta hús sýnist mér þrátt fyrir að turninn góði hafi orðið að víkja. Breytir þó ekki þeirri skoðun minni að Hveragerðisbær er að setja alltof, alltof mikla fjármuni í þetta dæmi.
Aldrei að vita...
-----
Annars sá ég í dag að Verslunarmiðstöðin nýja hér í Hveragerði er að taka á sig endanlega mynd. Þetta verður hið reisulegasta hús sýnist mér þrátt fyrir að turninn góði hafi orðið að víkja. Breytir þó ekki þeirri skoðun minni að Hveragerðisbær er að setja alltof, alltof mikla fjármuni í þetta dæmi.
Comments:
Skrifa ummæli