29. mars 2017
Pestin hefur verið að gera mér lífið leitt síðustu daga og því hef ég haldið mig heima. Fór þó í vinnuna eftir hádegi í dag og fram að kvöldmat. Fullt af verkefnum sem þurfti að ganga í og nóg er nú samt eftir. Síðast þegar ég skrifaði á bloggið minntist ég á lóðirnar við Hjallabrún sem úthlutað verður í apríl. Mikill fjöldi umsókna hefur borist um lóðirnar og ljóst að færri fá en vilja. Það verður ekki einfalt að úthluta þannig að sem flestir verði sáttir. Mikið hefði nú verið gott að eiga eins og tvær götur í viðbót til að úthluta núna í vor. Greinilegt er að húsnæðisþörfin er ekki bara mikil í Reykjavík heldur ríkir það ástand einnig hér í Hveragerði.
Átti fund með fjárfestum í dag sem hafa áhuga á uppbyggingu fjölda íbúða á landi í þeirra eigu hér í Hveragerði. Afar áhugavert og verður unnið í þeim hugmyndum áfram. Svolítið skondið að heyra ýmsa ræða um landleysi Hveragerðisbæjar og að íbúum hér geti ekki fjölgað þess vegna. Ætli við gætum ekki hæglega fjölgað íbúum um 100% og við værum samt ekki enn farin að byggja fyrir neðan þjóðveg. Þá tel ég reyndar Sólborgarsvæðið með. Slík fjölgun myndi reyndar kalla á uppbyggingu innviða sem við erum ekki með í áætlunum og því er sígandi lukka best í þessu sem öðru. Fjölgun fjölgunarinnar vegna er ekki takmark í sjálfu sér heldur er það takmark að byggja hér upp gott samfélag þar sem íbúum líður vel. Í það verðum við að halda og sérstöðuna sem hér er. Hún er dýrmætari en við gerum okkur grein fyrir sjálf....
Átti fund með fjárfestum í dag sem hafa áhuga á uppbyggingu fjölda íbúða á landi í þeirra eigu hér í Hveragerði. Afar áhugavert og verður unnið í þeim hugmyndum áfram. Svolítið skondið að heyra ýmsa ræða um landleysi Hveragerðisbæjar og að íbúum hér geti ekki fjölgað þess vegna. Ætli við gætum ekki hæglega fjölgað íbúum um 100% og við værum samt ekki enn farin að byggja fyrir neðan þjóðveg. Þá tel ég reyndar Sólborgarsvæðið með. Slík fjölgun myndi reyndar kalla á uppbyggingu innviða sem við erum ekki með í áætlunum og því er sígandi lukka best í þessu sem öðru. Fjölgun fjölgunarinnar vegna er ekki takmark í sjálfu sér heldur er það takmark að byggja hér upp gott samfélag þar sem íbúum líður vel. Í það verðum við að halda og sérstöðuna sem hér er. Hún er dýrmætari en við gerum okkur grein fyrir sjálf....
Comments:
Skrifa ummæli